Tölum um samgöngukostnað Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 17. nóvember 2022 07:31 Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Samgöngur Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Við undirritun sáttmála ríkis og sveitarfélaga um samgöngufjárfestingar á höfuðborgarsvæðinu fyrir þremur árum kom fram að næstu 15 árin yrði ráðist í einar umfangsmestu samgönguframkvæmdir sögunnar til að bæta samgöngur á svæðinu. Umfang fjárfestinga sáttmálans á tímabilinu er 120 ma. á verðlagi 2019. Um 45% af fjármagninu er ætlað í stofnvegi, um 42% í innviði Borgarlínu og um 13% í göngu- og hjólastíga, umferðarflæðis- og öryggisúrbætur. Bein framlög ríkisins til verkefna samgöngusáttmálans á tímabilinu eiga að nema 30 mö. og bein framlög sveitarfélaganna 15 mö. á verðlagi ársins 2019. Að öðru leyti á að fjármagna fjárfestingarnar með þróun og sölu ríkislands að Keldum og flýti- og umferðargjöldum eða sölu ríkiseigna. Það er ekki nýtt fyrir okkur að fjárfesta í samgönguinnviðum. Ríkið varði yfir 100 ma. á núvirði í stofnvegakerfið á höfuðborgarsvæðinu frá 1985 til 2010. Árið 2007 lögðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að ríkið setti yfir 100 ma. í fjárfestingar á stofnvegum á svæðinu til ársins 2018 auk þess sem að Sundabraut yrði byggð en fjármögnuð eftir öðrum leiðum. 630 milljarða samgönguáætlun Þetta eru stórar tölur og því gæti verið gagnlegt að horfa á stærra samhengi um kostnað hins opinbera við samgöngukerfi landsins. Í samgönguáætlun til 15 ára sem var samþykkt á Alþingi árið 2020 er ráðgert að ríkið verji alls um 630 mö. í samgöngur á tímabilinu á landsvísu. Þar af eru framlög til nýframkvæmda í vegagerð um 220 ma., um 280 mö. á að verja í viðhald og þjónustu vega og rúmlega 50 mö. í styrki til almenningssamgangna. Til viðbótar eru í undirbúningi sex stór samvinnuverkefni á borð við Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga sem á að fjármagna að hluta til eða öllu leyti með staðbundinni gjaldtöku. Þá eru ótaldar fjárfestingar sveitarfélaga í nýjum götum og stígum og viðhaldi og þjónustu núverandi samgöngukerfa. Heimilisbókhaldið Þar með er alls ekki öll sagan sögð. Til viðbótar við fjármagn hins opinbera til samgangna kemur kostnaður notenda samgöngukerfa, beini kostnaðurinn okkar allra við að fara á milli A og B. Okkur er tíðrætt um húsnæðis- og matarverð enda kostnaður við húsnæði, hita og rafmagn um 25% af einkaneyslu hérlendis síðustu fimm ár og kostnaður við mat og drykkjarvöru um 13%. Við ræðum minna um kaup og rekstur ökutækja sem er um það bil jafnstór útgjaldaliður og matur og drykkur samkvæmt greiningum Hagstofunnar á einkaneyslu. Síðustu fimm ár hafa heimilin varið tæplega 50 mö. króna á ári í kaup ökutækja og um 130 mö. á ári í rekstur ökutækja. Á þremur til fjórum árum má því búast við að heimilin í landinu verji jafn miklu fé í eigin ökutæki og sem nemur beinu framlagi ríkisins í uppbyggingu, viðhald og rekstur vega, hafna og flugvalla í landinu á 15 árum. Hagkvæmar og fjölbreyttar samgöngur Þegar stefnan var sett í samgöngusáttmálanum um að fjölga valkostum í samgöngum og byggja upp kerfi vistvænni og hagkvæmari samgangna á höfuðborgarsvæðinu var ekki eingöngu verið að hugsa um ríkisbókhaldið og losunarbókhaldið. Miðað við fyrrnefnda greiningu á einkaneyslu má ætla að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi að jafnaði varið um 9 milljörðum króna á mánuði í kaup og rekstur eigin ökutækja síðustu árin. Það þarf kannski ekki að koma á óvart þar sem um 1,7 einkabílar eru að meðaltali á hverju heimili. Það eru því miklir hagsmunir fyrir notendur samgöngukerfa á höfuðborgarsvæðinu að hafa fleiri valkosti og möguleika á að nýta hluta peninganna sinna í eitthvað annað en bíl sem aðeins er í notkun 5-10% af líftíma sínum. Fyrir þau sem eru enn þá að lesa þegar hingað er komið. Ég er ekki byrjaður að tala um kostnað hins opinbera, atvinnulífs og vegfarenda við umferðartafir, bílastæði, landnotkun samgangna, mengun og slys. Það er efni í aðra grein með stórum tölum. Höfundur er forstöðumaður þróunar hjá Betri samgöngum ohf.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun