Hröð veiking krónunnar á stuttum tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 17. nóvember 2022 13:59 Hagfræðideild Landsbankans spáir 9,3 prósent verðbólgu í nóvember. Vísir/Vilhelm Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,67 prósent í október. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig. Hækkun á matvöruverði skýrir hækkunina. Veiking íslensku krónunnar hefur verið afar hröð á stuttum tíma. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin hafði spáð 0,44 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs og raunveruleg hækkun því meiri en von var á. Deildin segir að mesta hækkun á matvöruverði síðan í maí árið 2020 skýri hækkunina. Kjöt hækkaði um 4,8 prósent í verði milli mánaða. Verð á lambakjöti hækkaði mest eða um 16,7 prósent. Húsaleiga og verð á húsgögnum hækka Í Hagsjánni segir að spáð sé 0,27 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Ef svo fer mun tólf mánaða verðbólga fara aftur niður í 9,3 prósent. Spáð er 0,89 prósent hækkun á húsaleigu og mun sú hækkun bera ábyrgð á helmingi hækkun vísitölu neysluverðs. Þá mun verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækka um 0,77 prósent. Veikst hratt á skömmum tíma Hagfræðideildin segir gengi krónunnar hafa veikst hratt á stuttum tíma. Evran var 143 krónur í upphafi mánaðar en fór yfir 150 evrur fyrir þremur dögum síðan. „Þetta er mjög hröð veiking á stuttum tíma en veikinguna má að mestu leyti rekja til aukins vöruskiptahalla á síðustu mánuðum. Hann skýrist svo aftur bæði af auknum vöruinnflutningi og minni vöruútflutningi,“ segir í Hagsjánni. Gengisþróun meginóvissuþáttur Spáð er umtalsvert hærri verðbólgu á næstu mánuðum en spáð var í síðasta mánuði. Upphaflega var spáð 8,8 prósent verðbólgu í nóvember en því var síðar breytt í 9,3 prósent. Nú er spáð 9,5 prósent verðbólgu í desember en gert ráð fyrir að hún falli fljótt eftir það. Hún verði komin í 8,8 prósent í janúar og 8,4 prósent í febrúar. „Líkt og oft áður er gengisþróun krónunnar einn meginóvissuþátturinn í spánni. Sem fyrr segir gerum við samt ráð fyrir því að krónan muni leita til styrkingar til lengri tíma litið og skýrist það af því að við teljum að strax á næsta ári verði afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir í Hagsjánni. Neytendur Íslenska krónan Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Deildin hafði spáð 0,44 prósent hækkun á vísitölu neysluverðs og raunveruleg hækkun því meiri en von var á. Deildin segir að mesta hækkun á matvöruverði síðan í maí árið 2020 skýri hækkunina. Kjöt hækkaði um 4,8 prósent í verði milli mánaða. Verð á lambakjöti hækkaði mest eða um 16,7 prósent. Húsaleiga og verð á húsgögnum hækka Í Hagsjánni segir að spáð sé 0,27 prósenta hækkun á vísitölu neysluverðs í næsta mánuði. Ef svo fer mun tólf mánaða verðbólga fara aftur niður í 9,3 prósent. Spáð er 0,89 prósent hækkun á húsaleigu og mun sú hækkun bera ábyrgð á helmingi hækkun vísitölu neysluverðs. Þá mun verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hækka um 0,77 prósent. Veikst hratt á skömmum tíma Hagfræðideildin segir gengi krónunnar hafa veikst hratt á stuttum tíma. Evran var 143 krónur í upphafi mánaðar en fór yfir 150 evrur fyrir þremur dögum síðan. „Þetta er mjög hröð veiking á stuttum tíma en veikinguna má að mestu leyti rekja til aukins vöruskiptahalla á síðustu mánuðum. Hann skýrist svo aftur bæði af auknum vöruinnflutningi og minni vöruútflutningi,“ segir í Hagsjánni. Gengisþróun meginóvissuþáttur Spáð er umtalsvert hærri verðbólgu á næstu mánuðum en spáð var í síðasta mánuði. Upphaflega var spáð 8,8 prósent verðbólgu í nóvember en því var síðar breytt í 9,3 prósent. Nú er spáð 9,5 prósent verðbólgu í desember en gert ráð fyrir að hún falli fljótt eftir það. Hún verði komin í 8,8 prósent í janúar og 8,4 prósent í febrúar. „Líkt og oft áður er gengisþróun krónunnar einn meginóvissuþátturinn í spánni. Sem fyrr segir gerum við samt ráð fyrir því að krónan muni leita til styrkingar til lengri tíma litið og skýrist það af því að við teljum að strax á næsta ári verði afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum,“ segir í Hagsjánni.
Neytendur Íslenska krónan Landsbankinn Íslenskir bankar Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira