Verður nautaat bannað í Frakklandi? Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 20. nóvember 2022 16:00 Nautaat í Le Born í suðvestur-Frakklandi. Vacheron A/Getty Images Franska þingið greiðir atkvæði í næstu viku um hvort banna skuli nautaat í Frakklandi, en það er stundað í suðurhéruðum landsins. Svo virðist sem einungis þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna styðji bannið þrátt fyrir að nær 80% þjóðarinnar séu fylgjandi því að nautaat verði bannað. Flestum dettur í hug Spánn þegar þeir heyra minnst á nautaat. Nokkrum kannski Portúgal, en afar fáir tengja þessa skemmtan, ef hægt er að nota það orð nútildags yfir þennan hildarleik manns og nauts, við Frakkland. Nautaat er stundað í syðri héruðum Frakklands Nautaat hefur engu að síður verið stundað í um 10 héruðum í syðsta þriðjungi Frakklands frá 19. öld, en nú reyna þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna á franska þinginu að banna nautaatið. Er nautaat bara dýraníð sums staðar? Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Aymeric Caron, bendir á að i gildi séu ströng lög gegn dýraníði í Frakklandi, þar sem nautaat nýtur undantekningar vegna sögulegrar og menningarlegrar hefðar. Caron segir þetta rökleysu, ef nautaat flokkast sem dýraníð í París, þá hlýtur það líka að vera dýraníð í Suður-Frakklandi. Andstæðingar bannsins benda á að fjöldi starfa myndi tapast verði bannið samþykkt, viðkomandi héruð yrðu fyrir miklu fjárhagslegu tapi, auk þess sem þeir beita óspart fyrir sig rökunum um hina menningarlegu arfleifð sem ekki megi útrýma. Allt bendir til þess að nautaat verði áfram leyft Allar líkur eru á því að frumvarpið verði fellt, einungis flokkarnir lengst til vinstri styðja það, stjórnarflokkurinn er andsnúinn því sem og flokkar á hægri væng franskra stjórnmála. Það endurspeglar hins vegar ekki afstöðu almennings í Frakklandi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrr á árinu, styðja 77% þjóðarinnar bann við nautaati. Sé hins vegar litið til svæðanna þar sem nautaat er leyft þá er minnihluti fólks í þeim héruðum fylgjandi banni. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Atkvæði um frumvarpið verða greidd í neðri deild franska þingsins á fimmtudag, en samkvæmt hefð er það eini dagur ársins þar sem frumvörp stjórnarandstöðunnar eru tekin til afgreiðslu. Frakkland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Flestum dettur í hug Spánn þegar þeir heyra minnst á nautaat. Nokkrum kannski Portúgal, en afar fáir tengja þessa skemmtan, ef hægt er að nota það orð nútildags yfir þennan hildarleik manns og nauts, við Frakkland. Nautaat er stundað í syðri héruðum Frakklands Nautaat hefur engu að síður verið stundað í um 10 héruðum í syðsta þriðjungi Frakklands frá 19. öld, en nú reyna þingmenn umhverfis- og dýraverndunarsinna á franska þinginu að banna nautaatið. Er nautaat bara dýraníð sums staðar? Fyrsti flutningsmaður tillögunnar, Aymeric Caron, bendir á að i gildi séu ströng lög gegn dýraníði í Frakklandi, þar sem nautaat nýtur undantekningar vegna sögulegrar og menningarlegrar hefðar. Caron segir þetta rökleysu, ef nautaat flokkast sem dýraníð í París, þá hlýtur það líka að vera dýraníð í Suður-Frakklandi. Andstæðingar bannsins benda á að fjöldi starfa myndi tapast verði bannið samþykkt, viðkomandi héruð yrðu fyrir miklu fjárhagslegu tapi, auk þess sem þeir beita óspart fyrir sig rökunum um hina menningarlegu arfleifð sem ekki megi útrýma. Allt bendir til þess að nautaat verði áfram leyft Allar líkur eru á því að frumvarpið verði fellt, einungis flokkarnir lengst til vinstri styðja það, stjórnarflokkurinn er andsnúinn því sem og flokkar á hægri væng franskra stjórnmála. Það endurspeglar hins vegar ekki afstöðu almennings í Frakklandi. Samkvæmt könnun sem gerð var fyrr á árinu, styðja 77% þjóðarinnar bann við nautaati. Sé hins vegar litið til svæðanna þar sem nautaat er leyft þá er minnihluti fólks í þeim héruðum fylgjandi banni. Atkvæðagreiðsla á fimmtudag Atkvæði um frumvarpið verða greidd í neðri deild franska þingsins á fimmtudag, en samkvæmt hefð er það eini dagur ársins þar sem frumvörp stjórnarandstöðunnar eru tekin til afgreiðslu.
Frakkland Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira