Fyrst fór murtan og þá er urriðinn væntanlega á förum líka Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2022 15:03 Þingvallavatn er einstakt meðal annars vegna þess að þar hafa þrifist fjölmargar ferskvatnsfisktegundir svo sem murta en stofninn er nú hruninn. Murtan er helsta fæða íslandarurriðans sem í vatninu býr. vísir/vilhelm Bjarni Brynjólfsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er þaulvanur stangveiðimaður til fjölmargra ára og áratuga. Hann telur að brátt geti orðið um ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“ Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Bjarni veltir fyrir sér, á Facebook-síðu sinni, frétt sem birtist í fréttatíma Ríkissjónvarpsins í vikunni sem fjallar um hrun murtustofnsins í Þingvallavatni. Murtan er bleikjuafbrigði sem hefur verið einkennandi fyrir Þingvallavatn sem er meðal annars þekkt fyrir að þar lifa fjögur afbrigði bleikju: Sílableikja, kuðungableikja, dverbleikja og svo murta auk hins einstaka ísaldarurriðastofns. Í frétt Ríkissjónvarpsins er rætt við Finn Ingimarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hefur vaktað lífríkið í Þingvallavatni ásamt öðrum. Hann segir að miklar breytingar hafi mátt greina síðastliðið haust, hrun murtustofnsins. Að veiða Þingvallaurriða á stöng er einhvers konar hástig stangveiðinnar á Íslandi. Um er að ræða gríðarlega öflugan fisk. Sá sem hér sést var 10 punda. Bjarni Brynjólfsson veiðimaður lætur að liggja að stofninn hafi ekki verið grisjaður sem skyldi undanfarin ár.vísir/jakob Murtan vill helst vera í köldu vatni og talið er að hitastig vatns, sem hækkað hefur um tvö hálft til tvö stig alla mánuði ársins, hafi þarna áhrif. Krabbadýr, sem er helsta fæða murtunar, hafa verið slök. Og svo það að urriðastofninn í vatninu hefur styrkst mjög á undanförnum árum. En murtan er mikilvæg fæða urriðans. Og Bjarni víkur að því, án þess þó að gera lítið úr öðrum umhverfisþáttum. „Hvað halda menn að gerist ef þú setur hundrað úlfa inn í lokað hólf með um fimm þúsund lömbum og enginn sér um að halda stofni úlfanna í skefjum? Þannig er einfaldlega samband stórurriðans í vatninu og murtunnar sem er hans kjörfæða – urriðinn er úlfurinn í vatninu og murtan lambið,“ segir Bjarni til útskýringar á dæmisögu sinni. Hann bætir svo við spádómi sem fær ískalt vatn til að renna milli skinns og hörunds flestra veiðimanna, en Þingvallavatn þykir vera musteri stangveiðimanna. Ekki síst vegna hins einstaka urriða sem í vatninu finnst en menn hafa reynt að vernda hann undanfarin ár. „Ég spái því að næsta frétt verði um hrun urriðastofnsins.“
Dýr Dýraheilbrigði Þingvellir Stangveiði Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels