Seyðfirðingar áhyggjufullir vegna mikilla rigninga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2022 20:06 Björt Sigfinnsdóttir, íbúi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Seyðisfirði hafa áhyggjur, sem eðlilegt er af mikilli rigningu og hættu á aurskriðum í bæjarfélaginu en þar hefur rignt meira og minna síðustu viku og ekkert lát virðist vera á rigningu þar á næstunni. Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu