Doncic með þrefalda tvennu í fimmtugasta sinn á ferlinum Smári Jökull Jónsson skrifar 19. nóvember 2022 09:31 Luka Doncic náði sinni fimmtugustu þreföldu tvennu á ferlinum. Vísir/Getty Luka Doncic var í aðalhlutverki hjá Dallas Mavericks í nótt eins og svo oft áður. Hann skilaði þrefaldri tvennu í fimmtugasta sinn á NBA ferli sínum. Þá vann Los Angeles Lakers sinn annan sigur í röð. Í augum margra er Luka Doncic besti körfuknattleiksleikmaður heims þessa stundina og hann fór fyrir liði Dallas sem lagði Denver Nuggets 127-99 í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er í fimmtugasta sinn sem hann skorar þrefalda tvennu á ferli sínum í NBA-deildinni. Los Angeles Lakers og Detroit Pistons áttust við í nótt en þessi gömlu stórveldi hafa ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu til þessa. Lakers vann 128-121 sigur þar sem var með tröllatvennu, 38 stig og 16 fráköst. Friday night standings check For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/ltTjcwRCBw— NBA (@NBA) November 19, 2022 Steph Curry skoraði 24 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 111-101 sigur á New York Knicks. Golden State náði þar með í sinn sjöunda sigur á tímabilinu en liðið er í 11.sæti í Vesturdeildinni. Jaylen Brown skoraði 27 stig og tók 10 fráköst þegar Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð í 117-109 sigri gegn New Orleans Pelicans. Boston er með besta sigurhlutfall allra í deildinni, þrettán sigrar og þrjú töp eftir sextán leiki. CRUNCHTIME Take a look at the best clutch buckets from tonight's wild night of hoops! pic.twitter.com/zpVd1kOjLa— NBA (@NBA) November 19, 2022 Það þurfti að tvíframlengja í leik Cleveland Cavaliers og Charlotte Hortnets. Cleveland vann að lokum 132-122 sigur þar sem Darius Garland skoraði 41 stig fyrir Cleveland og PJ Washington 28 stig fyrir Hornets. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu í einvígi stjórstjarnanna Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid. Lokatölur 110-102 þar sem Antetokonumpo skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Bucks og Embiid skoraði 32 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia 76´rs. Önnur úrslit næturinnar: Washington Wizards - Miami Heat 107-106 Chicago Bulls - Orlando Magic 107-108 Houston Rockets - Indiana Pacers 91-99 Memphis Grizzlies - Oklahoma Thunder 121-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 134-133 NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Í augum margra er Luka Doncic besti körfuknattleiksleikmaður heims þessa stundina og hann fór fyrir liði Dallas sem lagði Denver Nuggets 127-99 í nótt. Doncic skoraði 33 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en þetta er í fimmtugasta sinn sem hann skorar þrefalda tvennu á ferli sínum í NBA-deildinni. Los Angeles Lakers og Detroit Pistons áttust við í nótt en þessi gömlu stórveldi hafa ekki átt góðu gengi að fagna á tímabilinu til þessa. Lakers vann 128-121 sigur þar sem var með tröllatvennu, 38 stig og 16 fráköst. Friday night standings check For more, download the NBA App https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/ltTjcwRCBw— NBA (@NBA) November 19, 2022 Steph Curry skoraði 24 stig fyrir Golden State Warriors sem vann 111-101 sigur á New York Knicks. Golden State náði þar með í sinn sjöunda sigur á tímabilinu en liðið er í 11.sæti í Vesturdeildinni. Jaylen Brown skoraði 27 stig og tók 10 fráköst þegar Boston Celtics vann sinn níunda leik í röð í 117-109 sigri gegn New Orleans Pelicans. Boston er með besta sigurhlutfall allra í deildinni, þrettán sigrar og þrjú töp eftir sextán leiki. CRUNCHTIME Take a look at the best clutch buckets from tonight's wild night of hoops! pic.twitter.com/zpVd1kOjLa— NBA (@NBA) November 19, 2022 Það þurfti að tvíframlengja í leik Cleveland Cavaliers og Charlotte Hortnets. Cleveland vann að lokum 132-122 sigur þar sem Darius Garland skoraði 41 stig fyrir Cleveland og PJ Washington 28 stig fyrir Hornets. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu í einvígi stjórstjarnanna Giannis Antetokounmpo og Joel Embiid. Lokatölur 110-102 þar sem Antetokonumpo skoraði 25 stig og tók 14 fráköst fyrir Bucks og Embiid skoraði 32 stig og tók 11 fráköst fyrir Philadelphia 76´rs. Önnur úrslit næturinnar: Washington Wizards - Miami Heat 107-106 Chicago Bulls - Orlando Magic 107-108 Houston Rockets - Indiana Pacers 91-99 Memphis Grizzlies - Oklahoma Thunder 121-110 Utah Jazz - Phoenix Suns 134-133
NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira