Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt Árni Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2022 20:28 Maté Dalmay var ánægður með sigurinn en honum fannst liðið sitt hafa getað betur. Vísir / Hulda Margrét Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í kvöld. „Ég er ánægðastur með það hvað við gerðum betur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Við náðum að halda þessu í 10-15 plús forystu en þetta var ekki fallegt og ekki skemmtilegt.“ Hafði þjálfarinn einhverjar áhyggjur í upphafi leiks þegar sóknarleikur liðsins, í raun og veru beggja liða, var stífur og ekki upp á marga fiska? „Nei nei. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég vonaðist eftir. Ég vissi að við yrðum stirðir með Darwin Davis að koma inn eftir að hafa glímt við meiðsli í sex vikur ásamt landsleikjahléi þar sem lykilmenn voru með landsliðinu. Það tók lengri tíma en ég hélt og fór aðeins að ganga betur í þriðja leikhluta og það komu augnablik af fallegum körfubolta en þetta var ekki gott.“ HAnn var þá spurður að því hvort það hafi ekki verið aðalverkefni hans sem þjálfara að passa upp á að hans menn myndu ekki missa niður dampinn. „Við náttúrlega missum alltaf niður dampinn þegar við komumst í 20 stiga forystu. Burtséð frá því hvernig ég rótera liðinu, stundum var ég aðeins lengur inn á með lykilmenn. Ég prófaði allar útgáfur af róteringunni en það gerðist það sem allir vita, þegar þú kemst 20 stigum yfir þá detta gæðin niður. Við tókum ömurlegar ákvarðanir í sókn og vorum sloppy í vörn og þetta fór alltaf helvíti hratt niður í 13 stig.“ En það hlýtur að vera gott að hafa náð í sigurinn? „Mjög gott. Lífsnauðsynlegt. Við erum 4-2 og svo er það bara Njarðvíki úti næst og við ætlum okkur að vera 5-2 eftir þann leik.“ Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í kvöld. „Ég er ánægðastur með það hvað við gerðum betur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Við náðum að halda þessu í 10-15 plús forystu en þetta var ekki fallegt og ekki skemmtilegt.“ Hafði þjálfarinn einhverjar áhyggjur í upphafi leiks þegar sóknarleikur liðsins, í raun og veru beggja liða, var stífur og ekki upp á marga fiska? „Nei nei. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég vonaðist eftir. Ég vissi að við yrðum stirðir með Darwin Davis að koma inn eftir að hafa glímt við meiðsli í sex vikur ásamt landsleikjahléi þar sem lykilmenn voru með landsliðinu. Það tók lengri tíma en ég hélt og fór aðeins að ganga betur í þriðja leikhluta og það komu augnablik af fallegum körfubolta en þetta var ekki gott.“ HAnn var þá spurður að því hvort það hafi ekki verið aðalverkefni hans sem þjálfara að passa upp á að hans menn myndu ekki missa niður dampinn. „Við náttúrlega missum alltaf niður dampinn þegar við komumst í 20 stiga forystu. Burtséð frá því hvernig ég rótera liðinu, stundum var ég aðeins lengur inn á með lykilmenn. Ég prófaði allar útgáfur af róteringunni en það gerðist það sem allir vita, þegar þú kemst 20 stigum yfir þá detta gæðin niður. Við tókum ömurlegar ákvarðanir í sókn og vorum sloppy í vörn og þetta fór alltaf helvíti hratt niður í 13 stig.“ En það hlýtur að vera gott að hafa náð í sigurinn? „Mjög gott. Lífsnauðsynlegt. Við erum 4-2 og svo er það bara Njarðvíki úti næst og við ætlum okkur að vera 5-2 eftir þann leik.“
Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04