Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt Árni Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2022 20:28 Maté Dalmay var ánægður með sigurinn en honum fannst liðið sitt hafa getað betur. Vísir / Hulda Margrét Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í kvöld. „Ég er ánægðastur með það hvað við gerðum betur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Við náðum að halda þessu í 10-15 plús forystu en þetta var ekki fallegt og ekki skemmtilegt.“ Hafði þjálfarinn einhverjar áhyggjur í upphafi leiks þegar sóknarleikur liðsins, í raun og veru beggja liða, var stífur og ekki upp á marga fiska? „Nei nei. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég vonaðist eftir. Ég vissi að við yrðum stirðir með Darwin Davis að koma inn eftir að hafa glímt við meiðsli í sex vikur ásamt landsleikjahléi þar sem lykilmenn voru með landsliðinu. Það tók lengri tíma en ég hélt og fór aðeins að ganga betur í þriðja leikhluta og það komu augnablik af fallegum körfubolta en þetta var ekki gott.“ HAnn var þá spurður að því hvort það hafi ekki verið aðalverkefni hans sem þjálfara að passa upp á að hans menn myndu ekki missa niður dampinn. „Við náttúrlega missum alltaf niður dampinn þegar við komumst í 20 stiga forystu. Burtséð frá því hvernig ég rótera liðinu, stundum var ég aðeins lengur inn á með lykilmenn. Ég prófaði allar útgáfur af róteringunni en það gerðist það sem allir vita, þegar þú kemst 20 stigum yfir þá detta gæðin niður. Við tókum ömurlegar ákvarðanir í sókn og vorum sloppy í vörn og þetta fór alltaf helvíti hratt niður í 13 stig.“ En það hlýtur að vera gott að hafa náð í sigurinn? „Mjög gott. Lífsnauðsynlegt. Við erum 4-2 og svo er það bara Njarðvíki úti næst og við ætlum okkur að vera 5-2 eftir þann leik.“ Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í kvöld. „Ég er ánægðastur með það hvað við gerðum betur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Við náðum að halda þessu í 10-15 plús forystu en þetta var ekki fallegt og ekki skemmtilegt.“ Hafði þjálfarinn einhverjar áhyggjur í upphafi leiks þegar sóknarleikur liðsins, í raun og veru beggja liða, var stífur og ekki upp á marga fiska? „Nei nei. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég vonaðist eftir. Ég vissi að við yrðum stirðir með Darwin Davis að koma inn eftir að hafa glímt við meiðsli í sex vikur ásamt landsleikjahléi þar sem lykilmenn voru með landsliðinu. Það tók lengri tíma en ég hélt og fór aðeins að ganga betur í þriðja leikhluta og það komu augnablik af fallegum körfubolta en þetta var ekki gott.“ HAnn var þá spurður að því hvort það hafi ekki verið aðalverkefni hans sem þjálfara að passa upp á að hans menn myndu ekki missa niður dampinn. „Við náttúrlega missum alltaf niður dampinn þegar við komumst í 20 stiga forystu. Burtséð frá því hvernig ég rótera liðinu, stundum var ég aðeins lengur inn á með lykilmenn. Ég prófaði allar útgáfur af róteringunni en það gerðist það sem allir vita, þegar þú kemst 20 stigum yfir þá detta gæðin niður. Við tókum ömurlegar ákvarðanir í sókn og vorum sloppy í vörn og þetta fór alltaf helvíti hratt niður í 13 stig.“ En það hlýtur að vera gott að hafa náð í sigurinn? „Mjög gott. Lífsnauðsynlegt. Við erum 4-2 og svo er það bara Njarðvíki úti næst og við ætlum okkur að vera 5-2 eftir þann leik.“
Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum