„Fyrir mér er þetta löngu búið“ Sindri Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 21:35 Kristófer Acox tróð boltanum oftar en einu sinni í kvöld, í körfurnar sem hann þekkir svo vel í Vesturbænum. VÍSIR/BÁRA Kristófer Acox sneri aftur á sinn gamla heimavöll í Vesturbænum og átti góðan leik í stórsigri Vals gegn KR í Subway-deildinni í körfubolta í kvöld, níu dögum eftir að hafa unnið mál gegn KR fyrir Landsrétti. „Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer. Subway-deild karla KR Valur Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
„Heilt yfir vorum við mjög góðir. Við vitum að það er erfitt að spila fyrsta leik eftir pásu, ég og Kári ekki búnir að vera með liðinu, þannig að ég er mjög ánægður með hvernig við komum inn í þennan leik og heilt yfir vorum við mjög góðir,“ sagði Kristófer. „Við náðum að smella í vörninni í öðrum leikhluta, hlaupa mikið á þá og fá mikið af auðveldum körfum. Við tókum mikið frá þeim held ég, þetta var erfitt fyrir þá sóknarlega, og við erum það vel drillaðir varnarlega svo við reynum að nýta okkur þá styrkleika. Við erum líka frábært lið, á toppnum, og erum í sama gír og fyrir hléið. Við erum að halda áfram að verða betri,“ sagði Kristófer. Þó að allt meistaralið Vals vinni afskaplega vel saman þá hefur samvinna Kristófers og Kára Jónssonar vakið sérstaka athygli. Kári mataði Kristófer á stoðsendingum í kvöld og þessir félagar úr íslenska landsliðinu virðast njóta sín afar vel saman: „Hann er eins og bróðir minn inni á vellinum. Það eru forréttindi að fá að vera með honum. Frábær leikmaður. Við gerum hvorn annan betri og hjálpum liðinu gríðarlega mikið. Svo erum við líka bara með fullt af frábærum leikmönnum í öllum stöðum. Við erum á góðum stað í dag,“ sagði Kristófer. Erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði að vinna með 40 stigum Aðspurður hvernig væri að mæta KR svo skömmu eftir að Landsréttur dæmdi Kristófer í vil gegn hans gamla félagi, í langvinnri deilu vegna ógreiddra launa, sagði Kristófer það ekkert sérstaklega skrýtið: „Nei, nei. Ekki þannig séð. Svona er þetta bara. Þetta er búið að vera í gangi í langan tíma en ég var bara að spila körfuboltaleik. Maður fókusar ekki á neitt annað en að koma og vinna liðin sem maður spilar á móti. Auðvitað er þetta kannski aðeins á hliðarlínunni, en fyrir mér er þetta löngu búið þó að það hafi verið dæmt í þessu um daginn. Það fór eins og það fór og ég kippi mér ekkert upp við þetta,“ sagði Kristófer sem virtist enn afar vinsæll hjá krökkunum í Vesturbæ sem gáfu honum engan frið eftir leik. „Þetta er búið að vera mikið í umfjölluninni en hérna vann ég marga titla og margir krakkar þekkja mig, og margir í stúkunni. Ég veit að það er örugglega erfitt fyrir þá að horfa á mig í öðru liði, sérstaklega í rauðu, koma hingað og vinna hérna með fjörutíu stigum. Það er alltaf sætt að koma og vinna gamla liðið sitt,“ sagði Kristófer. Björn Kristjánsson var heiðraður með blómvendi fyrir leik í kvöld. Hann varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með KR.VÍSIR/BÁRA Hann vildi einnig skila kveðju til síns besta vinar, Björns Kristjánssonar, sem var heiðraður fyrir leik fyrir sín störf í þágu KR en Björn spilar ekki meira fyrir liðið vegna veikinda. Saman léku þeir í meistaraliði KR um árabil. „Til hamingju með frábæran feril. Ég elska þig Björn. Gangi þér vel í vetur,“ sagði Kristófer.
Subway-deild karla KR Valur Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti