Ráðherra hætti að ráðast að fangelsum í stað þess að ráðast í stríð Kjartan Kjartansson skrifar 21. nóvember 2022 14:30 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er þingmaður Viðreisnar. Vísir/Arnar Þingmaður Viðreisnar sakar dómsmálaráðherra um að fjársvelta fangelsi landsins þannig að dæmdir menn komist ekki í afplánun. Ráðherrann ætti frekar að hætta að ráðast að fangelsunum í stað þess að hefja stríð gegn skipulagðri brotastarfsemi. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022 Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, boðaði stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ummælin lét ráðherrann falla í samhengi við hnífstunguárás á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku sem hefur verið tengd við deilur tveggja hópa. Í átaki gegn skipulagðri glæpastarsemi á næsta ári fælist meðal annars að samþykkja frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu og bæta búnað hennar svo að lögreglumenn gætu varið sig. Átti Jón von á að taka þyrfti skref sem reyndust umdeild, þar á meðal um vopnaburð lögreglu. Jón reyndist sannspár því þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu orð hans í morgun. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, setti ummæli hans í samhengi við fréttir um að á fjórða hundrað manns bíði eftir að hefja afplánun í fangelsum landsins. „Dómsmálaráðherra boðar nú í fjölmiðlum stríð gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Sami dómsmálaráðherra hefur hins vegar fjársvelt fangelsi landsins svo alvarlega um árabil að menn sem dæmdir hafa verið í fangelsi eru ekki boðaðir í afplánun,“ skrifaði hún í færslu á Facebook í morgun. Dæmdir menn afplána ekki dóma Biðin eftir afplánun sé oft talin í árum og hún leiði stundum til þess að afplánun fyrnist. Það þýði að dæmdir menn afpláni ekki dóma sína. Þar við bætist að fangelsismál hafi sætt niðurskurði frá hruni, réttindi fanga í afplánun hafi verið strípuð, viðhald í fangelsum sé lélegt og úrræði til að byggja menn upp þar séu ekki nægileg. Á næsti ári sé viðbúið að fjöldi rýma í fangelsum verði ekki nýtt vegna fjárhagsstöðu þeirra. „Fyrsta skref hjá dómsmálaráðherra er að hætta að ráðast að fangelsum landsins - áður en hann leggur í frekari stríðsrekstur,“ segir Þorbjörg. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tók dýpra í árina þegar hann deildi færslu Þorbjargar og líkti Jóni við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. „Rebranding á „stríð gegn fíkniefnum“...hvernig fór það aftur? Klassískt að valdhyggjufólkið vilji her til að fara í stríð,“ skrifaði Björn. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, lagði til að í stað þess að lýsa yfir stríði ætti að byggja upp sterkara félagslegra stuðningsnet og kerfi sem komi í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til þess að byrja með. „Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð,“ tísti hún í morgun. Hot take en hvað með að í stað þess að lýsa yfir stríði þá myndum við líka byggja upp sterkari félagsleg stuðningsnet og kerfi sem kemur í veg fyrir að fólk leiðist út í glæpi til að byrja með. Skaðaminnkun með dass af mannúð. Það er líka forvirk aðgerð pic.twitter.com/DOYJw6iOxq— Lenya Rún (@Lenyarun) November 21, 2022
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent