„Við getum brotnað niður eða eflst við þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. nóvember 2022 22:31 Emil Karel Einarsson dró vagninn fyrir Þórsara þegar liðið snéri taflinu við gegn Keflvíkingum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Emil Karel Einarsson, fyrirliði Þórs Þorlákshafnar, gat andað léttar eftir að liðið vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu gegn Keflvíkingum í kvöld, 116-102. Emil dró vagninn er Þórsarar snéru leiknum sér í hag og segir það vera eins og þungu fargi sé af sér létt eftir að liðinu tókst loksins að landa sínum fyrsta sigri á tímabilinu. „Já, mjög svo og líka bara hvernig við unnum þennan leik, mér fannst það skipta máli. Þegar maður er í svona taphrinu þá þarf maður bara að gera alla skítavinnuna til að ná að klóra sig í fyrsta sigurinn og mér fannt við gera það rosalega vel,“ sagði Emil Karel að leik loknum. „Það var mikil ástríða og mikil stemning. Við vorum að fagna mikið og þetta er bara nákvæmlega það sem við þurftum. Þorlákshafnarbúar tóku vel við sér í stúkunni og hjálpuðu okkur að koma þessu yfir endalínuna.“ Þórsarar lentu í áfalli þegar Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur um miðjan þriðja leikhluta. Í stað þess að hengja haus þjöppuðu Þórsarar sér saman og við tók magnaður viðsnúningur þar sem Emil var í broddi fylkingar. „Það er annað hvort sem við getum gert. Við getum brotnað niður eða eflst við þetta og mér fannst við gera það vel. Mér fannst ég og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] svolítið leiða það að koma geðveikinni í gang. Við vorum svolítið að berja á þeim í vörninni og þá fengum við auðveld stig hinumegin.“ „Og svo var Vinny [Vincent Shahid] bara að búa allt til fyrir okkur. Gæinn gat bara valið hvað hann vildi gera og svo bara að sjá hvað Fotios [Lampropoulos] hefur líka orðið betri eftir að Vinny kom, hann er að fá þægilegri skot fyrir sjálfan sig. Svo erum ég og Dabbi líka að fá meira rými þannig að bara hrós á allt liðið fyrir frábæra frammistöðu.“ Þórsarar heimsækja ÍR-inga næstkomandi fimmtudag í sjöundu umferð Subway-deildar karla og Emil segir að liðið muni klárlega taka sigurinn í kvöld með sér á koddann og reyna að nýta hann í næsta leik. „Að sjálfsögðu. Það er bara sama hugarfar þegar við förum í leikinn á móti ÍR. Við þurfum bara að leggja okkur alla í þetta því við getum ekki verið að slaka á núna. Núna þurfum við bara að bæta í og bæta okkar leik,“ sagði Emil að lokum. Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
„Já, mjög svo og líka bara hvernig við unnum þennan leik, mér fannst það skipta máli. Þegar maður er í svona taphrinu þá þarf maður bara að gera alla skítavinnuna til að ná að klóra sig í fyrsta sigurinn og mér fannt við gera það rosalega vel,“ sagði Emil Karel að leik loknum. „Það var mikil ástríða og mikil stemning. Við vorum að fagna mikið og þetta er bara nákvæmlega það sem við þurftum. Þorlákshafnarbúar tóku vel við sér í stúkunni og hjálpuðu okkur að koma þessu yfir endalínuna.“ Þórsarar lentu í áfalli þegar Styrmir Snær Þrastarson var rekinn úr húsi með tvær tæknivillur um miðjan þriðja leikhluta. Í stað þess að hengja haus þjöppuðu Þórsarar sér saman og við tók magnaður viðsnúningur þar sem Emil var í broddi fylkingar. „Það er annað hvort sem við getum gert. Við getum brotnað niður eða eflst við þetta og mér fannst við gera það vel. Mér fannst ég og Dabbi [Davíð Arnar Ágústsson] svolítið leiða það að koma geðveikinni í gang. Við vorum svolítið að berja á þeim í vörninni og þá fengum við auðveld stig hinumegin.“ „Og svo var Vinny [Vincent Shahid] bara að búa allt til fyrir okkur. Gæinn gat bara valið hvað hann vildi gera og svo bara að sjá hvað Fotios [Lampropoulos] hefur líka orðið betri eftir að Vinny kom, hann er að fá þægilegri skot fyrir sjálfan sig. Svo erum ég og Dabbi líka að fá meira rými þannig að bara hrós á allt liðið fyrir frábæra frammistöðu.“ Þórsarar heimsækja ÍR-inga næstkomandi fimmtudag í sjöundu umferð Subway-deildar karla og Emil segir að liðið muni klárlega taka sigurinn í kvöld með sér á koddann og reyna að nýta hann í næsta leik. „Að sjálfsögðu. Það er bara sama hugarfar þegar við förum í leikinn á móti ÍR. Við þurfum bara að leggja okkur alla í þetta því við getum ekki verið að slaka á núna. Núna þurfum við bara að bæta í og bæta okkar leik,“ sagði Emil að lokum.
Þór Þorlákshöfn Subway-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Keflavík 116-102 | Fyrsti sigur Þórsara á tímabilinu Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið tók á móti Keflvíkingum í Subway-deild karla í kvöld. Lokatölur 116-102, í leik þar rúmlega 30 stiga sveifla í síðari hálfleik réði úrslitum. 21. nóvember 2022 21:55