Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 08:40 Páll Winkel fangelsismálastjóri segist mjög ánægður með að til standi að ráðast í endurbyggingu - og bætur á Litla-Hrauni við Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. „Með nýjum radar- og eftirlitskerfum þá gegnir þessi turn ekki lengur neinu hlutverki. Ásýnd fangelsisins mun breytast mikið og við höfum lagt á það áherslu við endurbætur og endurbyggingu að fangelsið falli vel inn í umhverfið. Þetta er liður í því að gefa umhverfið minna þrúgandi, ekki bara fyrir fanga heldur sömuleiðis þá sem heimsækja fanga. Það er mikilvægt.“ Páll segir að það hafi verið valin vinningstillaga frá VA Arkitektum sem nú sé verið að fullvinna. Hann segir að stærsta breytingin varðandi starfsemi fangelsisins muni fela í sér að hægt verði að aðskilja hópa fanga með öruggum hætti, sem hafi hingað til verið mjög erfitt. Svona mun Litla-Hraun líta út að loknum framkvæmdum.VA Arkitektar „Við viljum gera umhverfið manneskjulegra og uppbyggilegra, eins og hægt er í öryggisfangelsi. Það verður sömuleiðis mun betri vinnuaðstaðan fyrir alla okkar starfsmenn – fangaverði, sálfræðinga, lækna og svo framvegis. Og síðast en ekki síst standur til að stórbæta heimsóknaraðstöðuna sem er alls ekki góð eins og mikið hefur verið fjallað um. Og það hefði ekki mátt gerast seinna,“ segir Páll. Páll segir að áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir um tvö ár. VA Arkitektar Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga. VA Arkitektar VA Arkitektar Litla-Hraun eins og það lítur út núna.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Árborg Arkitektúr Tengdar fréttir Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. „Með nýjum radar- og eftirlitskerfum þá gegnir þessi turn ekki lengur neinu hlutverki. Ásýnd fangelsisins mun breytast mikið og við höfum lagt á það áherslu við endurbætur og endurbyggingu að fangelsið falli vel inn í umhverfið. Þetta er liður í því að gefa umhverfið minna þrúgandi, ekki bara fyrir fanga heldur sömuleiðis þá sem heimsækja fanga. Það er mikilvægt.“ Páll segir að það hafi verið valin vinningstillaga frá VA Arkitektum sem nú sé verið að fullvinna. Hann segir að stærsta breytingin varðandi starfsemi fangelsisins muni fela í sér að hægt verði að aðskilja hópa fanga með öruggum hætti, sem hafi hingað til verið mjög erfitt. Svona mun Litla-Hraun líta út að loknum framkvæmdum.VA Arkitektar „Við viljum gera umhverfið manneskjulegra og uppbyggilegra, eins og hægt er í öryggisfangelsi. Það verður sömuleiðis mun betri vinnuaðstaðan fyrir alla okkar starfsmenn – fangaverði, sálfræðinga, lækna og svo framvegis. Og síðast en ekki síst standur til að stórbæta heimsóknaraðstöðuna sem er alls ekki góð eins og mikið hefur verið fjallað um. Og það hefði ekki mátt gerast seinna,“ segir Páll. Páll segir að áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir um tvö ár. VA Arkitektar Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga. VA Arkitektar VA Arkitektar Litla-Hraun eins og það lítur út núna.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Árborg Arkitektúr Tengdar fréttir Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01