Mannréttindi: Ábyrgð fyrirtækja/Eru mannréttindi brotin í þinni virðiskeðju? Björgheiður Margrét Helgadóttir skrifar 22. nóvember 2022 19:30 Ég opna samfélagsmiðla og við mér blasir myndband af fátæku barni í skelfilegum aðstæðum við barnaþrælkun að sauma föt. Ég hugsa með mér hvað þetta ástand sé nú hrikalegt þarna út í heimi, legg frá mér símann sem var framleiddur við álíka aðstæður, klæði mig í fötin saumuð í útlöndum af konum í neyð og gleymi myndbandinu um leið og ég byrja að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld. Það er auðvelt að leiða hjá sér brot á mannréttindum sem gerast fjarri okkur en raunin er sú að neytendahegðun hefur bein áhrif á þessi brot. Lítið gagnsæi hefur gert það að verkum að fyrirtæki og neytendur hafa getað falið sig bak við það að vita ekki nákvæmlega hvað er að gerast og þannig getað vonað að allt sé í lagi bak við vörurnar sem verið er að bjóða uppá og kaupa. Með auknum kröfum um gagnsæi á öllum stigum framleiðslu má gera ráð fyrir að dagar þess að krossa fingur og vona það besta séu taldir. Með nýju regluverki frá Evrópusambandinu (ESB) verða fyrirtækjum settar fastari skorður varðandi sjálfbærni í starfsemi sinni, ekki einungis hvað varðar umhverfismál heldur einnig félagslega þætti líkt og mannréttindi. Áherslan á mannréttindi kemur fram í nokkrum af fjölmörgum lögum og frumvörpum frá ESB varðandi sjálfbærni. Sum hver hafa þegar tekið gildi og önnur eru væntanleg í náinni framtíð. Sem dæmi má nefna frumvarp til laga um upplýsingagjöf varðandi sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. Taxonomy) sem komið er til umfjöllunar á Alþingi Íslands, en þar kveður á um að fylgja þurfi lágmarksverndarráðstöfunum (e. minimum safeguards) til þess að atvinnustarfsemi geti talist sjálfbær. Einnig ber að nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) frá ESB sem mun taka gildi á næstu mánuðum og segir til um hverju fyrirtæki þurfa að segja frá í tengslum við mannréttindi. Þá liggja nú fyrir drög af nýjum lögum frá ESB um áreiðanleikakönnun á sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja (e. Corporate Sustainability Due Diligence and amending Directive (CSDDD)) sem meðal annars munu skylda stærri fyrirtæki til þess að vinna eftir ábyrgum viðskiptaháttum og skoða virðiskeðjuna sína frá A-Ö og þar með tryggja að mannréttindi séu hvergi brotin. Þetta þýðir þá að fyrirtækin þurfa að vita hvort mannréttindi séu brotin til að mynda við það að ná málmum úr jörðu, lita og sauma klæði eða við flutning á hráefnum milli heimsálfa, allt þar til varan sem verið er að kaupa til fyrirtækisins berst þeim. Fyrirtækin þurfa að gera slíka greiningu og birta þær upplýsingar á gagnsæjan hátt. Þannig munu neytendur geta fullvissað sig um að hugað sé að þessum atriðum út í gegn. Þetta er ný nálgun á mannréttindum fyrir þau fyrirtæki sem hingað til hafa eingöngu hugað að vellíðan og réttindum eigin starfsfólks. Þessi lög munu svo hafa keðjuverkandi áhrif í öllum viðskiptum sem fara í gegnum Evrópu. Mörg lönd eru nú þegar byrjuð að undirbúa sig undir að þetta regluverk taki gildi í Evrópusambandinu en þar má nefna til dæmis granna okkar í Noregi. Þar tóku í gildi lög síðastliðið sumar sem kallast The Transparency Act. Lögin skylda fyrirtæki til að framkvæma áreiðanleikakönnun á starfsemi sinni sem og virðiskeðju og nær þessi krafa einnig til allra viðskiptafélaga þess. Þau þurfa að auðkenna, taka á, koma í veg fyrir og takmarka brot á mannréttindum ásamt því að tryggja mannsæmandi vinnuskilyrði. Fyrirtæki þurfa að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og veita stuðning eða vinna í því að bæta úr hvers kyns brotum. Þau þurfa svo að greina frá þessum aðgerðum í skýrslu sem er aðgengileg almenningi og eykur gagnsæi. Lögin skylda einnig fyrirtæki til þess að bregðast við fyrirspurnum frá almenningi um hvernig þau taka á mögulegum áhrifum á mannréttindi og vinnuskilyrði. Gera má ráð fyrir að lög af þessu tagi verði innleidd á Íslandi fyrr en varir og því er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi hugi að því hvernig þau geta sýnt fram á áreiðanleika upplýsinga um mannréttindi í virðiskeðju sinni. Þrátt fyrir að flest íslensk fyrirtæki séu of lítil til þess að CSDDD lögin gildi beinlínis um þau, munu lögin líklegast vera aðlöguð að smæð landsins og því taka til fleiri fyrirtækja. Einnig ber að hafa í huga að fyrirtæki á Íslandi eru hluti af stærri virðiskeðjum og því er ekki hægt að sleppa með skrekkinn að fullu og skýla sér á bak við stærri þjóðir, því öll berum við jú ábyrgð. Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á allri virðiskeðjunni sinni. Regluverkið sem nálgast er flókið og er CSDDD einungis einn hluti af stærri heild. Til þess að fræðast meira um komandi reglur og mannréttindi í virðiskeðju fyrirtækja, hvet ég öll til að mæta á Sjálfbærnidag EY og SA sem haldinn verður 23. nóvember næstkomandi. Þar mun einn helsti sérfræðingur í mannréttindum frá EY í Noregi flytja erindi og stýra vinnustofu um efnið. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég opna samfélagsmiðla og við mér blasir myndband af fátæku barni í skelfilegum aðstæðum við barnaþrælkun að sauma föt. Ég hugsa með mér hvað þetta ástand sé nú hrikalegt þarna út í heimi, legg frá mér símann sem var framleiddur við álíka aðstæður, klæði mig í fötin saumuð í útlöndum af konum í neyð og gleymi myndbandinu um leið og ég byrja að hugsa um hvað á að vera í matinn í kvöld. Það er auðvelt að leiða hjá sér brot á mannréttindum sem gerast fjarri okkur en raunin er sú að neytendahegðun hefur bein áhrif á þessi brot. Lítið gagnsæi hefur gert það að verkum að fyrirtæki og neytendur hafa getað falið sig bak við það að vita ekki nákvæmlega hvað er að gerast og þannig getað vonað að allt sé í lagi bak við vörurnar sem verið er að bjóða uppá og kaupa. Með auknum kröfum um gagnsæi á öllum stigum framleiðslu má gera ráð fyrir að dagar þess að krossa fingur og vona það besta séu taldir. Með nýju regluverki frá Evrópusambandinu (ESB) verða fyrirtækjum settar fastari skorður varðandi sjálfbærni í starfsemi sinni, ekki einungis hvað varðar umhverfismál heldur einnig félagslega þætti líkt og mannréttindi. Áherslan á mannréttindi kemur fram í nokkrum af fjölmörgum lögum og frumvörpum frá ESB varðandi sjálfbærni. Sum hver hafa þegar tekið gildi og önnur eru væntanleg í náinni framtíð. Sem dæmi má nefna frumvarp til laga um upplýsingagjöf varðandi sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar (e. Taxonomy) sem komið er til umfjöllunar á Alþingi Íslands, en þar kveður á um að fylgja þurfi lágmarksverndarráðstöfunum (e. minimum safeguards) til þess að atvinnustarfsemi geti talist sjálfbær. Einnig ber að nefna Corporate Sustainability Reporting Directive (CSRD) frá ESB sem mun taka gildi á næstu mánuðum og segir til um hverju fyrirtæki þurfa að segja frá í tengslum við mannréttindi. Þá liggja nú fyrir drög af nýjum lögum frá ESB um áreiðanleikakönnun á sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja (e. Corporate Sustainability Due Diligence and amending Directive (CSDDD)) sem meðal annars munu skylda stærri fyrirtæki til þess að vinna eftir ábyrgum viðskiptaháttum og skoða virðiskeðjuna sína frá A-Ö og þar með tryggja að mannréttindi séu hvergi brotin. Þetta þýðir þá að fyrirtækin þurfa að vita hvort mannréttindi séu brotin til að mynda við það að ná málmum úr jörðu, lita og sauma klæði eða við flutning á hráefnum milli heimsálfa, allt þar til varan sem verið er að kaupa til fyrirtækisins berst þeim. Fyrirtækin þurfa að gera slíka greiningu og birta þær upplýsingar á gagnsæjan hátt. Þannig munu neytendur geta fullvissað sig um að hugað sé að þessum atriðum út í gegn. Þetta er ný nálgun á mannréttindum fyrir þau fyrirtæki sem hingað til hafa eingöngu hugað að vellíðan og réttindum eigin starfsfólks. Þessi lög munu svo hafa keðjuverkandi áhrif í öllum viðskiptum sem fara í gegnum Evrópu. Mörg lönd eru nú þegar byrjuð að undirbúa sig undir að þetta regluverk taki gildi í Evrópusambandinu en þar má nefna til dæmis granna okkar í Noregi. Þar tóku í gildi lög síðastliðið sumar sem kallast The Transparency Act. Lögin skylda fyrirtæki til að framkvæma áreiðanleikakönnun á starfsemi sinni sem og virðiskeðju og nær þessi krafa einnig til allra viðskiptafélaga þess. Þau þurfa að auðkenna, taka á, koma í veg fyrir og takmarka brot á mannréttindum ásamt því að tryggja mannsæmandi vinnuskilyrði. Fyrirtæki þurfa að innleiða viðeigandi stefnur, framkvæma áhættugreiningar og veita stuðning eða vinna í því að bæta úr hvers kyns brotum. Þau þurfa svo að greina frá þessum aðgerðum í skýrslu sem er aðgengileg almenningi og eykur gagnsæi. Lögin skylda einnig fyrirtæki til þess að bregðast við fyrirspurnum frá almenningi um hvernig þau taka á mögulegum áhrifum á mannréttindi og vinnuskilyrði. Gera má ráð fyrir að lög af þessu tagi verði innleidd á Íslandi fyrr en varir og því er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi hugi að því hvernig þau geta sýnt fram á áreiðanleika upplýsinga um mannréttindi í virðiskeðju sinni. Þrátt fyrir að flest íslensk fyrirtæki séu of lítil til þess að CSDDD lögin gildi beinlínis um þau, munu lögin líklegast vera aðlöguð að smæð landsins og því taka til fleiri fyrirtækja. Einnig ber að hafa í huga að fyrirtæki á Íslandi eru hluti af stærri virðiskeðjum og því er ekki hægt að sleppa með skrekkinn að fullu og skýla sér á bak við stærri þjóðir, því öll berum við jú ábyrgð. Fyrirtæki verða að bera ábyrgð á allri virðiskeðjunni sinni. Regluverkið sem nálgast er flókið og er CSDDD einungis einn hluti af stærri heild. Til þess að fræðast meira um komandi reglur og mannréttindi í virðiskeðju fyrirtækja, hvet ég öll til að mæta á Sjálfbærnidag EY og SA sem haldinn verður 23. nóvember næstkomandi. Þar mun einn helsti sérfræðingur í mannréttindum frá EY í Noregi flytja erindi og stýra vinnustofu um efnið. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun