Óvíst að gervihnattasamband myndi anna öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra innviða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 09:04 Öryggis- og varnarmál í Evrópu eru í brennidepli um þessar mundir, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Landhelgisgæslan Gervihnattasamband hefur takmarkaða flutningsgetu og óvíst að fjarskiptasamband um gervihnetti geti annað öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra inniviða eða ríkisins við útlönd. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunni er ætlað að auka skýrleika á tilteknum sviðum „þeirrar stefnu sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að fylgja á næstu árum til að tryggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um öryggi fjarskiptainnviða og bent á að stórfelldar truflanir á þeim hefðu kerfislægar afleiðingar sem gætu oðið mjög neikvæðar fyrir flutning á orku og vatni, flugsamgöngur, heilsuvernd, löggæslu, banka-, fjármála- og verðbréfaþjónustu, viðbragðs- og neyðarþjónustu og samfellda starfsemi kerfisins. Þrír sæstrengir liggja frá og til Íslands, tveir til Evrópu og einn til Bandaríkjanna. Þriðju strengurinn til Evrópu verður tekinn í notkun á næsta ári. Í greinagerðinni segir að að sæstrengjunum frátöldum séu fjarskipti við útlönd aðeins möguleg um gervihnetti. „Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir noti gervihnattasamband til fjarskipta. Það gerir til að mynda Isavia sem hefur notað slíkt samband sem varaleið fyrir tal- og gagnasamband vegna flugleiðsögu. Einnig er algengt að í skipum sé gervihnattasamband notað fyrir tal- og gagnasamband.“ Gervihnattasamband hafi hins vegar takmarkaða flutningsgetu og geti því aðeins annað litlum hluta þeirra fjarskipta sem fara um sæstrengina. Ný staða í öryggismálum Evrópu kalli á aukna árvekni Vísir greindi frá því á dögunum að unnið hefði verið að áhættumati vegna sæstrengjanna og þá er unnið að viðbragðsáætlun sem nær yfir þá sviðsmynd ef allir strengirnir myndu rofna á sama tíma. Áhættumatið verður ekki birt sökum þjóðaröryggishagsmuna. Þótt ólíklegt verði að teljast að allir strengirnir rofnuðu á sama tíma hefur möguleikinn verið í umræðunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, aukinnar kafbátaumferðar norður af landinu og skemmdarverka á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. „Ný staða í öryggismálum Evrópu, alvarlegar afleiðingar hernaðar Rússa í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum kalla á aukna árvekni á fjölmörgum málefnasviðum sem þjóðaröryggisstefnan tekur til,“ segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni. „Þjóðaröryggisráð hefur bent á að ógnir og aðrar áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar og flóknari en áður. Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta af ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja þau grunngildi sem liggja þjóðaröryggisstefnunni til grundvallar og endurspeglast í stjórnarskránni. Á hinn bóginn getur andvaraleysi á þessu sviði grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari og grunngildum á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Þannig hefur hnattvæðing og hröð tækniþróun gjörbreytt stöðunni á alþjóðavettvangi.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Fjarskipti Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunni er ætlað að auka skýrleika á tilteknum sviðum „þeirrar stefnu sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að fylgja á næstu árum til að tryggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um öryggi fjarskiptainnviða og bent á að stórfelldar truflanir á þeim hefðu kerfislægar afleiðingar sem gætu oðið mjög neikvæðar fyrir flutning á orku og vatni, flugsamgöngur, heilsuvernd, löggæslu, banka-, fjármála- og verðbréfaþjónustu, viðbragðs- og neyðarþjónustu og samfellda starfsemi kerfisins. Þrír sæstrengir liggja frá og til Íslands, tveir til Evrópu og einn til Bandaríkjanna. Þriðju strengurinn til Evrópu verður tekinn í notkun á næsta ári. Í greinagerðinni segir að að sæstrengjunum frátöldum séu fjarskipti við útlönd aðeins möguleg um gervihnetti. „Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir noti gervihnattasamband til fjarskipta. Það gerir til að mynda Isavia sem hefur notað slíkt samband sem varaleið fyrir tal- og gagnasamband vegna flugleiðsögu. Einnig er algengt að í skipum sé gervihnattasamband notað fyrir tal- og gagnasamband.“ Gervihnattasamband hafi hins vegar takmarkaða flutningsgetu og geti því aðeins annað litlum hluta þeirra fjarskipta sem fara um sæstrengina. Ný staða í öryggismálum Evrópu kalli á aukna árvekni Vísir greindi frá því á dögunum að unnið hefði verið að áhættumati vegna sæstrengjanna og þá er unnið að viðbragðsáætlun sem nær yfir þá sviðsmynd ef allir strengirnir myndu rofna á sama tíma. Áhættumatið verður ekki birt sökum þjóðaröryggishagsmuna. Þótt ólíklegt verði að teljast að allir strengirnir rofnuðu á sama tíma hefur möguleikinn verið í umræðunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, aukinnar kafbátaumferðar norður af landinu og skemmdarverka á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. „Ný staða í öryggismálum Evrópu, alvarlegar afleiðingar hernaðar Rússa í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum kalla á aukna árvekni á fjölmörgum málefnasviðum sem þjóðaröryggisstefnan tekur til,“ segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni. „Þjóðaröryggisráð hefur bent á að ógnir og aðrar áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar og flóknari en áður. Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta af ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja þau grunngildi sem liggja þjóðaröryggisstefnunni til grundvallar og endurspeglast í stjórnarskránni. Á hinn bóginn getur andvaraleysi á þessu sviði grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari og grunngildum á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Þannig hefur hnattvæðing og hröð tækniþróun gjörbreytt stöðunni á alþjóðavettvangi.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Fjarskipti Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Sjá meira