Óvíst að gervihnattasamband myndi anna öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra innviða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. nóvember 2022 09:04 Öryggis- og varnarmál í Evrópu eru í brennidepli um þessar mundir, í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Landhelgisgæslan Gervihnattasamband hefur takmarkaða flutningsgetu og óvíst að fjarskiptasamband um gervihnetti geti annað öllum fjarskiptaþörfum mikilvægra inniviða eða ríkisins við útlönd. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunni er ætlað að auka skýrleika á tilteknum sviðum „þeirrar stefnu sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að fylgja á næstu árum til að tryggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um öryggi fjarskiptainnviða og bent á að stórfelldar truflanir á þeim hefðu kerfislægar afleiðingar sem gætu oðið mjög neikvæðar fyrir flutning á orku og vatni, flugsamgöngur, heilsuvernd, löggæslu, banka-, fjármála- og verðbréfaþjónustu, viðbragðs- og neyðarþjónustu og samfellda starfsemi kerfisins. Þrír sæstrengir liggja frá og til Íslands, tveir til Evrópu og einn til Bandaríkjanna. Þriðju strengurinn til Evrópu verður tekinn í notkun á næsta ári. Í greinagerðinni segir að að sæstrengjunum frátöldum séu fjarskipti við útlönd aðeins möguleg um gervihnetti. „Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir noti gervihnattasamband til fjarskipta. Það gerir til að mynda Isavia sem hefur notað slíkt samband sem varaleið fyrir tal- og gagnasamband vegna flugleiðsögu. Einnig er algengt að í skipum sé gervihnattasamband notað fyrir tal- og gagnasamband.“ Gervihnattasamband hafi hins vegar takmarkaða flutningsgetu og geti því aðeins annað litlum hluta þeirra fjarskipta sem fara um sæstrengina. Ný staða í öryggismálum Evrópu kalli á aukna árvekni Vísir greindi frá því á dögunum að unnið hefði verið að áhættumati vegna sæstrengjanna og þá er unnið að viðbragðsáætlun sem nær yfir þá sviðsmynd ef allir strengirnir myndu rofna á sama tíma. Áhættumatið verður ekki birt sökum þjóðaröryggishagsmuna. Þótt ólíklegt verði að teljast að allir strengirnir rofnuðu á sama tíma hefur möguleikinn verið í umræðunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, aukinnar kafbátaumferðar norður af landinu og skemmdarverka á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. „Ný staða í öryggismálum Evrópu, alvarlegar afleiðingar hernaðar Rússa í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum kalla á aukna árvekni á fjölmörgum málefnasviðum sem þjóðaröryggisstefnan tekur til,“ segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni. „Þjóðaröryggisráð hefur bent á að ógnir og aðrar áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar og flóknari en áður. Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta af ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja þau grunngildi sem liggja þjóðaröryggisstefnunni til grundvallar og endurspeglast í stjórnarskránni. Á hinn bóginn getur andvaraleysi á þessu sviði grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari og grunngildum á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Þannig hefur hnattvæðing og hröð tækniþróun gjörbreytt stöðunni á alþjóðavettvangi.“ Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Fjarskipti Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartillögu forsætisráðherra um breytingu á þingsályktun um þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Tillögunni er ætlað að auka skýrleika á tilteknum sviðum „þeirrar stefnu sem lagt er til að Alþingi feli ríkisstjórninni að fylgja á næstu árum til að tryggja grundvallarhagsmuni þjóðarinnar“. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um öryggi fjarskiptainnviða og bent á að stórfelldar truflanir á þeim hefðu kerfislægar afleiðingar sem gætu oðið mjög neikvæðar fyrir flutning á orku og vatni, flugsamgöngur, heilsuvernd, löggæslu, banka-, fjármála- og verðbréfaþjónustu, viðbragðs- og neyðarþjónustu og samfellda starfsemi kerfisins. Þrír sæstrengir liggja frá og til Íslands, tveir til Evrópu og einn til Bandaríkjanna. Þriðju strengurinn til Evrópu verður tekinn í notkun á næsta ári. Í greinagerðinni segir að að sæstrengjunum frátöldum séu fjarskipti við útlönd aðeins möguleg um gervihnetti. „Dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir noti gervihnattasamband til fjarskipta. Það gerir til að mynda Isavia sem hefur notað slíkt samband sem varaleið fyrir tal- og gagnasamband vegna flugleiðsögu. Einnig er algengt að í skipum sé gervihnattasamband notað fyrir tal- og gagnasamband.“ Gervihnattasamband hafi hins vegar takmarkaða flutningsgetu og geti því aðeins annað litlum hluta þeirra fjarskipta sem fara um sæstrengina. Ný staða í öryggismálum Evrópu kalli á aukna árvekni Vísir greindi frá því á dögunum að unnið hefði verið að áhættumati vegna sæstrengjanna og þá er unnið að viðbragðsáætlun sem nær yfir þá sviðsmynd ef allir strengirnir myndu rofna á sama tíma. Áhættumatið verður ekki birt sökum þjóðaröryggishagsmuna. Þótt ólíklegt verði að teljast að allir strengirnir rofnuðu á sama tíma hefur möguleikinn verið í umræðunni í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, aukinnar kafbátaumferðar norður af landinu og skemmdarverka á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum. „Ný staða í öryggismálum Evrópu, alvarlegar afleiðingar hernaðar Rússa í Úkraínu og aukin spenna í alþjóðasamskiptum kalla á aukna árvekni á fjölmörgum málefnasviðum sem þjóðaröryggisstefnan tekur til,“ segir í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni. „Þjóðaröryggisráð hefur bent á að ógnir og aðrar áskoranir í öryggismálum eru síbreytilegar og flóknari en áður. Hröð tækniþróun, einkum í net- og upplýsingatækni, hefur leitt til margvíslegra framfara en um leið nýrra áskorana. Tækifærin sem felast í tæknibreytingum okkar tíma þarf að nýta af ábyrgð og tryggja að þær verði til þess að styrkja þau grunngildi sem liggja þjóðaröryggisstefnunni til grundvallar og endurspeglast í stjórnarskránni. Á hinn bóginn getur andvaraleysi á þessu sviði grafið undan lýðræðislegu stjórnarfari og grunngildum á kostnað mannréttinda og lýðræðis. Þannig hefur hnattvæðing og hröð tækniþróun gjörbreytt stöðunni á alþjóðavettvangi.“
Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Fjarskipti Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira