Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 10:44 Myndskeiðið er talið tengjast árásinni á Bankastræti Club s.l. fimmtudagskvöld Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. Vísir hefur áður greint frá því að hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti Club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásarinnar hafa orðið fyrir árásum og hótunum og dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús. Umrætt myndskeið má sjá hér: „Við fengum fréttir af því að aðilar hafi verið að hvetja til ofbeldis í kjölfarið á þessari árás. Ég get staðfest þetta sem þú nefnir að menn hafi verið að nota svona mólótov kokteila og valda fólki ónæði. Þetta hefur einnig orðið til þess að fólk hefur kosið að fara úr bænum,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2. Þá var slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Í samtali við Vísi nú í morgun staðfestir Margeir Sveinsson að lögreglan viti af ofangreindu myndskeiði, sem sé að öllum líkindum tekið um seinustu helgi. „Þetta er eins og fram hefur komið hjá okkur, það var verið að kasta svona bensínsprengju í hús núna um helgina og við teljum það tengjast þessum deilum. Svo voru náttúrulega þessar tvær sprengjur núna í nótt. Það er verið að fylgja eftir þessum hótunum og það heldur áfram.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að hótanir hafa gengið á milli hópa tengdum hnífstunguárásinni á Bankastræti Club eftir að hún var gerð á fimmtudag. Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásarinnar hafa orðið fyrir árásum og hótunum og dæmi eru um að menn hafi brotið rúður og að bensínsprengjum hafi verið kastað í hús. Umrætt myndskeið má sjá hér: „Við fengum fréttir af því að aðilar hafi verið að hvetja til ofbeldis í kjölfarið á þessari árás. Ég get staðfest þetta sem þú nefnir að menn hafi verið að nota svona mólótov kokteila og valda fólki ónæði. Þetta hefur einnig orðið til þess að fólk hefur kosið að fara úr bænum,“ sagði Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í fréttum Stöðvar 2. Þá var slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Í samtali við Vísi nú í morgun staðfestir Margeir Sveinsson að lögreglan viti af ofangreindu myndskeiði, sem sé að öllum líkindum tekið um seinustu helgi. „Þetta er eins og fram hefur komið hjá okkur, það var verið að kasta svona bensínsprengju í hús núna um helgina og við teljum það tengjast þessum deilum. Svo voru náttúrulega þessar tvær sprengjur núna í nótt. Það er verið að fylgja eftir þessum hótunum og það heldur áfram.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Tengdar fréttir Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32 Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47 Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. 23. nóvember 2022 06:32
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50
Stóraukinn viðbúnaður í miðborginni um helgina Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna. 22. nóvember 2022 16:47
Lögregla telur sig vita uppruna skilaboða sem eru í mikilli dreifingu Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum. Fjölmargir hafa haft samband við fréttastofu vegna skilaboðanna. Fréttastofu er ekki kunnugt um uppruna skilaboðanna en í þeim er fólk varað við því að fara í miðbæinn næstu helgi vegna mögulegrar árása. 22. nóvember 2022 14:41