„Gamla skammtíma- og óskilvirka loforðapólitíkin ræður nú aftur ríkjum í Kópavogi“ Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2022 11:02 Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar í Kópavogi, er ekki ánægð með vinnubrögð hins nýja meirihluta í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Fulltrúar í minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs eru allt annað en ánægðir með verklag við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2023. Segja þeir að mikil afturför hafi orðið hvað þetta varðar með nýjum meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna sem myndaður var eftir kosningarnar í vor og að nú hafi vinnan ekki verið unnin í þverpólitískri sátt líkt og síðustu ár. Þetta kemur fram í bókunum í fundargerð eftir fund bæjarstjórnar í gær þar sem meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa samþykkti áætlunina sem sex atkvæðum bæjarfulltrúa meirihlutaflokkanna. Fimm bæjarfulltrúar minnihlutans sátu allir hjá. Fram kemur að áætlunin hafi óverulegum breytingum milli umræðna en þó væri gert ráð fyrir betri afkomu en við fyrri umræðu, 87 í stað 83 milljóna. Gjaldskrár voru samþykktar við seinni umræðu og hækka þær um 7,7 prósent. Meirihlutinn ánægður með niðurstöðuna Í bókun meirihlutans segir áætlunin endurspegli ábyrgan rekstur og rétta forgangsröðun. Álögur lækki og gjöldum sé stillt í hóf. Grunnþjónusta við bæjarbúa verði efld og forgangsröðun fjármuna varið í skóla- og velferðamál. Ennfremur segir í bókun meirihlutans að Kópavogur muni leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgu og liðka fyrir gerð kjarasamninga. „Almennt munu gjaldskrár ekki fylgja kostnaðarhækkunum eftir að öllu leyti, heldur hækka minna. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs og leiðtogi Sjálfstæðismanna í bænum.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að ráðast í hagræðingar en grunnþjónusta verður undanskilin þeim aðgerðum. Umfangsmiklar fjárfestingar eru á vegum bæjarins á næsta ári, framkvæmdir er snúa að skólum, leikskólum, íþróttamannvirkjum svo dæmi séu tekin. Einnig verður fjármunum varið í markvisst viðhald fasteigna og loftgæði verða bætt í stofnunum bæjarins,“ segir í bókun meirihlutans. Skref aftur á bak Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segir þó að hinn nýi meirihluti hafi stigið skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Lýsir hún hvernig bæjarstjórn hafi þó nokkur undanfarin ár unnið að „þverpólitískri, sameiginlegri og stefnumarkandi fjárhagsáætlun þar sem aðgerðaráætlanir [séu] lagðar til grundvallar.“ Orri Hlöðversson er forseti bæjarráðs Kópavogsbæjar og leiddi lista Framsóknar vor.Vísir/Vilhelm Segir hún að með sammæli allra kjörinna fulltrúa og starfsmanna hafi verið tryggður faglegur og skilvirkur rekstur sveitarfélagsins. „Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er hér að stíga skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Það eru mér mikil vonbrigði því sveitarfélagið hefði svo sannarlega þörf á áframhaldandi framþróun. Gamla skammtíma- og óskilvirka loforðapólitíkin ræður nú aftur ríkjum í Kópavogi. Undirrituð vill ekki þátt í þeirri þróun og lýsir yfir vonbrigðum með fjárhagsáætlun sem hér er til afgreiðslu, bæði að formi og innihaldi, og sit því hjá við afgreiðsluna,“ segir Theodóra. Píratinn Indriði Stefánsson.Aðsend Ekki rökstuddar Indriði I. Stefánsson frá Pírötum er sömuleiðis harðorður og segist hann harma „afturför í vinnubrögðum“ við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar, sem nú í ár sé ekki unninn í samvinnu allra flokka, ólíkt því sem hafi verið undanfarin sjö ár. „Nýjar aðgerðir í aðgerðaáætlunum næsta árs eru ekki rökstuddar með vísan í mat á árangri áætlana síðasta árs, líkt og lagt var upp með í þverpólitískri sátt með stefnumiðaðri vinnu. Þess í stað var málefnasamningur meirihlutaflokkanna nú lagður til grundvallar, áður en minnihlutaflokkarnir fengu svo mikið sem sæti við borðið. Með þessum hætti útilokuðu fulltrúar meirihluta hina flokkana frá því að hafa raunverulega aðkomu að vinnunni. Fyrir utan það að samvinna þvert á flokka er bæði lýðræðislegri og líklegri til þess að skila betri og sanngjarnarni útkomu sem meiri sátt ríkir um, er það fyrst og fremst sorglegt að sjá fjara undan gagnadrifinni ákvarðanatöku. Þeirri hugsun að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rökum og horfa til lengri tíma en fjögurra ára í senn,“ segir Indriði. Kópavogur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í bókunum í fundargerð eftir fund bæjarstjórnar í gær þar sem meirihluti bæjarstjórnarfulltrúa samþykkti áætlunina sem sex atkvæðum bæjarfulltrúa meirihlutaflokkanna. Fimm bæjarfulltrúar minnihlutans sátu allir hjá. Fram kemur að áætlunin hafi óverulegum breytingum milli umræðna en þó væri gert ráð fyrir betri afkomu en við fyrri umræðu, 87 í stað 83 milljóna. Gjaldskrár voru samþykktar við seinni umræðu og hækka þær um 7,7 prósent. Meirihlutinn ánægður með niðurstöðuna Í bókun meirihlutans segir áætlunin endurspegli ábyrgan rekstur og rétta forgangsröðun. Álögur lækki og gjöldum sé stillt í hóf. Grunnþjónusta við bæjarbúa verði efld og forgangsröðun fjármuna varið í skóla- og velferðamál. Ennfremur segir í bókun meirihlutans að Kópavogur muni leggja sitt af mörkum við að ná niður verðbólgu og liðka fyrir gerð kjarasamninga. „Almennt munu gjaldskrár ekki fylgja kostnaðarhækkunum eftir að öllu leyti, heldur hækka minna. Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs og leiðtogi Sjálfstæðismanna í bænum.Vísir/Vilhelm Nauðsynlegt er að ráðast í hagræðingar en grunnþjónusta verður undanskilin þeim aðgerðum. Umfangsmiklar fjárfestingar eru á vegum bæjarins á næsta ári, framkvæmdir er snúa að skólum, leikskólum, íþróttamannvirkjum svo dæmi séu tekin. Einnig verður fjármunum varið í markvisst viðhald fasteigna og loftgæði verða bætt í stofnunum bæjarins,“ segir í bókun meirihlutans. Skref aftur á bak Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segir þó að hinn nýi meirihluti hafi stigið skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Lýsir hún hvernig bæjarstjórn hafi þó nokkur undanfarin ár unnið að „þverpólitískri, sameiginlegri og stefnumarkandi fjárhagsáætlun þar sem aðgerðaráætlanir [séu] lagðar til grundvallar.“ Orri Hlöðversson er forseti bæjarráðs Kópavogsbæjar og leiddi lista Framsóknar vor.Vísir/Vilhelm Segir hún að með sammæli allra kjörinna fulltrúa og starfsmanna hafi verið tryggður faglegur og skilvirkur rekstur sveitarfélagsins. „Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er hér að stíga skref aftur á bak í vinnubrögðum við gerð þessarar áætlunar. Það eru mér mikil vonbrigði því sveitarfélagið hefði svo sannarlega þörf á áframhaldandi framþróun. Gamla skammtíma- og óskilvirka loforðapólitíkin ræður nú aftur ríkjum í Kópavogi. Undirrituð vill ekki þátt í þeirri þróun og lýsir yfir vonbrigðum með fjárhagsáætlun sem hér er til afgreiðslu, bæði að formi og innihaldi, og sit því hjá við afgreiðsluna,“ segir Theodóra. Píratinn Indriði Stefánsson.Aðsend Ekki rökstuddar Indriði I. Stefánsson frá Pírötum er sömuleiðis harðorður og segist hann harma „afturför í vinnubrögðum“ við gerð fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar, sem nú í ár sé ekki unninn í samvinnu allra flokka, ólíkt því sem hafi verið undanfarin sjö ár. „Nýjar aðgerðir í aðgerðaáætlunum næsta árs eru ekki rökstuddar með vísan í mat á árangri áætlana síðasta árs, líkt og lagt var upp með í þverpólitískri sátt með stefnumiðaðri vinnu. Þess í stað var málefnasamningur meirihlutaflokkanna nú lagður til grundvallar, áður en minnihlutaflokkarnir fengu svo mikið sem sæti við borðið. Með þessum hætti útilokuðu fulltrúar meirihluta hina flokkana frá því að hafa raunverulega aðkomu að vinnunni. Fyrir utan það að samvinna þvert á flokka er bæði lýðræðislegri og líklegri til þess að skila betri og sanngjarnarni útkomu sem meiri sátt ríkir um, er það fyrst og fremst sorglegt að sjá fjara undan gagnadrifinni ákvarðanatöku. Þeirri hugsun að taka upplýstar ákvarðanir byggðar á rökum og horfa til lengri tíma en fjögurra ára í senn,“ segir Indriði.
Kópavogur Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira