Segir meiri hávaða í miðbænum eftir faraldurinn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. nóvember 2022 22:31 Hannes segir ástandið skelfilegt. ívar fannar arnarsson Íbúar í miðbænum kvarta sáran undan hávaða frá skemmtistöðum. Einn þeirra segir ástandið hafa versnað eftir covid faraldurinn og dæmi um að hóteleigendur hafi þurft að endurgreiða svefnvana gestum gistingu vegna hávaða. „Ég er búin að búa hérna í 42 ár og fylgjast með þessari þróun. Þetta er glænýtt fyrirbæri þannig séð og hefur versnað, sérstaklega eftir Covid faraldurinn,“ sagði Hannes Sigurðsson, íbúi í miðbænum. Allt of margir skemmtistaðir séu í miðbænum og þeir starfræktir allt of þétt. Hannes segir að dæmi séu um að íbúar hafi selt og flúið svæðið. „Borgin hefur breytt miðbænum, þessari perlu, í eitthvað „partízone“ þar sem fólk gengur berserksgang.“ Bassadrunur nýtt vandamál Hannes kvartar sérstaklega undan bassadrunum. „Og við þurfum að búa við þetta. Ekki bara hávaðann upp í 100 desíbel heldur drunur, það er líka nýtt fyrirbæri úr bössum sem voru ekki til fyrir tíu árum. Þetta eru miklu öflugri tæki.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist finna til með íbúum en hún hefur nokkrum sinnum gert hávaða í miðbænum að umfjöllunarefni í borginni. Í vikunni var greint frá því að íbúar í lúxusíbúðum að Kolagötu 1 til 3 hefðu kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita fyrirtæki starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor. Í kærunni segir að íbúar hafi mörgum sinnum kvartað vegna hávaða og steikingarlyktar - og að við haup hafi íbúum verið tjáð að á jarðhæðinni yrðu verslanir en ekki skemmtistaður. Hannes segir að hóteleigendur hafi margir kvartað undan hávaða. „Hér leigir fólk íbúðir dýrum dómi en fær síðan ekki svefnfrið. Hótel- og gististaðaeigendur þurfa hvað eftir annað að biðjast afsökunar og jafnvel veita afslátt eða endurgreiða fólki fyrir gistingu hér.“ Næturlíf Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Ég er búin að búa hérna í 42 ár og fylgjast með þessari þróun. Þetta er glænýtt fyrirbæri þannig séð og hefur versnað, sérstaklega eftir Covid faraldurinn,“ sagði Hannes Sigurðsson, íbúi í miðbænum. Allt of margir skemmtistaðir séu í miðbænum og þeir starfræktir allt of þétt. Hannes segir að dæmi séu um að íbúar hafi selt og flúið svæðið. „Borgin hefur breytt miðbænum, þessari perlu, í eitthvað „partízone“ þar sem fólk gengur berserksgang.“ Bassadrunur nýtt vandamál Hannes kvartar sérstaklega undan bassadrunum. „Og við þurfum að búa við þetta. Ekki bara hávaðann upp í 100 desíbel heldur drunur, það er líka nýtt fyrirbæri úr bössum sem voru ekki til fyrir tíu árum. Þetta eru miklu öflugri tæki.“ Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segist finna til með íbúum en hún hefur nokkrum sinnum gert hávaða í miðbænum að umfjöllunarefni í borginni. Í vikunni var greint frá því að íbúar í lúxusíbúðum að Kolagötu 1 til 3 hefðu kært ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur um að veita fyrirtæki starfsleyfi til tólf ára til reksturs á skemmtistaðnum Skor. Í kærunni segir að íbúar hafi mörgum sinnum kvartað vegna hávaða og steikingarlyktar - og að við haup hafi íbúum verið tjáð að á jarðhæðinni yrðu verslanir en ekki skemmtistaður. Hannes segir að hóteleigendur hafi margir kvartað undan hávaða. „Hér leigir fólk íbúðir dýrum dómi en fær síðan ekki svefnfrið. Hótel- og gististaðaeigendur þurfa hvað eftir annað að biðjast afsökunar og jafnvel veita afslátt eða endurgreiða fólki fyrir gistingu hér.“
Næturlíf Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira