„Sárgrætileg staða sem Seðlabankinn hefur komið okkur í“ Ólafur Björn Sverrisson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2022 20:18 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er vægast sagt óhress með ákvörðun Seðlabankans í dag um að hækka meginvexti bankans um 0,25. Vextirnir eru komnir í sex prósent með þessari tíundu hækkun á síðustu átján mánuðum. Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin ósammála ákvörðun Seðlabankans um að hækka meginvexti um 0,25 prósentustig í dag. Ákvörðunin setji kjaraviðræður í uppnám og segir Halldór að trúverðugleiki Seðlabankans hafa beðið hnekki við þessa ákvörðun. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum. Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsin tekur í sama streng; ákvörðunin hafi gríðarleg áhrif á kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins. Hann segir Seðlabankann hafa skorað sjálfsmark með vaxtahækkun sinni í dag. Sjá einnig: Sjálfsmark Seðlabankans kallar á auknar kröfur verkalýðsfélaga að mati formanns SGS Halldór Benjamín ræddi stöðuna sem komin er upp í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtal við hann hefst þegar 2:30 eru liðnar af fréttinni: „Mér finnst það afskaplega vel orðað hjá formanni SGS, enda mátti heyra í dag á fundum okkar hjá ríkissáttasemjara að allt andrúmsloft í viðræðunum gjörbreyttist við þessa ákvörðun. Auðvitað mátti gera því skóna að hún gæti átt sér stað í dag en við trúðum því hins vegar að seðlabankastjóri og peningastefnunefnd myndu beita sér með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín og nefnir að seðlabankinn hefði getað haldið vöxtum óbreyttum en áskilið sér rétt til að boða auka-vaxtaákvörðunardag eftir að kjarasamningar lægju fyrir. Hann segir ákvörðunina því mikil vonbrigði og segir Samtök atvinnulífsins ekki sammála mati Seðlabankans á stöðunni. Halldór Benjamín segir viðræður hafa gengið býsna vel fram að þessari ákvörðun. „Það sem er sárgrætilegt í þessu tilliti er að Seðlabankinn á að vera fullviss um gang viðræðna, það er beinlínis hlutverk ríkissáttasemjara að halda ríkisstjón og Seðlabanka upplýstum um gang viðræðna. Það hefur gengið býsna vel hjá okkur undanfarna daga og markmiðið svo sem ekki breyst en þessi ákvörðun í morgun er fleinn í síðu þessara viðræðna og mun þyngja allt sem á eftir kemur.“ Vond staða sé því komin upp. „Mér finnst þetta sárgrætileg staða sem Seðlabankinn upp á sitt eindæmi, hefur komið okkur í. Ég hefði kosið að Seðlabankinn hefði virt fleiri þætti við ákvörðun sína, meðal annars á hve viðkvæmu stigi viðræður voru,“ segir Halldór Benjamín að lokum.
Kjaramál Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Kjaraviðræður 2022 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira