Hættuleg brúðkaupsmyndataka fór í sjóinn við Reynisfjöru Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. nóvember 2022 23:00 Brúðarkjóllinn var þungur eftir að aldan skall á hann, að sögn leiðsögumanns sem festi atvikið á filmu. Hún segir ferðamenn ganga skugglega langt að sjónum í fjörunni þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi. skjáskot Myndband af ferðamönnum, meðal annars brúðhjónum, í kröppum dansi við Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir nýtt viðvörunarkerfi ganga ferðamenn enn skuggalega nálægt ölduganginum sem leiðsögumaður segir óásættanlegt. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum. Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Eftir banaslys í fjörunni í júní var unnið að uppsetningu aðvörunarljósa í Reynisfjöru. Af myndböndum sem tekin voru í fjörunni á sunnudag yfir 20 mínútna skeið sést að viðvörunarkerfið hefur ekki tilætluð áhrif. Umrætt myndband: „Það var í lagi með konuna en brúðarkjóllinn var mjög þungur,“ segir Christina Pavlou, leiðsögumaður, sem tók myndbandið. Hún kveðst hafa þegar haft samband við SafeTravel sem setti upp viðvörunarkerfið í samstarfi við almannavarnir. „Það eru alls ekki nægilega góðar útskýringar á því hvernig viðvörunarkerfið virkar. Til dæmis segir á skiltum að þegar gul viðvörun sé í gangi skuli fólk ekki ganga að gula svæðinu, en það er ekkert útskýrt nánar hvar gula svæðið er. SafeTravel segist ætla að bæta úr þessu en það er engin útskýring til staðar sem stendur,“ segir Christina. Vegagerðin hefur útbúið spálíkan um ölduhæð í Reynisfjöru. Viðvörunarljós eru tengd við líkanið þannig að grænt, gult og rautt ljós tákna hættuna. Sjá einnig: Grænt ljós á aðvörunarljós í Reynisfjöru sem fara upp á næstunni Reynisfjara er ægifögur, en getur reynst hættuleg.vísir/vilhelm Börn í för og gengið í helli „Þótt flestir hagi sér eru margir sem láta eins og þeir geti gert hvað sem er. Margir kölluðu á það fólk um að koma sér til baka en það eru ekki alltaf skynsamt fólk til staðar sem kallar á fólk. Það mætti alveg skoða hvort það sé ráð að fá verði á svæðið,“ segir Christina. Christina Pavlou, leiðsögumaður Nicetravel Iceland.aðsend Henni blöskraði á sunnudag að sjá hve margir hættu sér upp að öldunum í fjörunni. „Það voru fleiri en tuttugu manns að ganga að öldunum og jafnvel að ganga upp á klettana. Sumir gengu inn í hellana sem eru oft fullir af sjó. Fólk skilur augljóslega ekki hættuna sem er til staðar. Í mörgum löndum þýða svona aðvörunarljós aðeins það að ekki megi synda. Þegar ég útskýri fyrir ferðamönnum að þetta snúist um að halda fjarlægð frá öldunum eru margir sem skilja það ekki.“ Hún sá einnig mann sem hélt á barni sínu á meðan hann gekk að öldunum. „Maður skilur alveg fullorðna sem ganga aðeins of nálægt öldunum en að sjá barn á þessum slóðum. Ég myndi ekki vilja sjá ölduna hrífa barn með sér út í sjó fyrir framan mig,“ segir Christina að lokum.
Brúðkaup Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent