Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 08:00 Hér má sjá að Tindastólsliðið var með fjóra erlenda leikmenn inn á vellinum en tókst að biðja um leikhlé rétt áður en dómarinn afhenti boltann. S2 Sport Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. Tindastóll vann bikarleikinn örugglega á móti Haukum og sigur þeirra á móti Grindavík var líka nokkuð sannfærandi. Það virðist þó vera þessi regla sem er hættuleg fyrir Tindastólsmenn. Subway Körfuboltakvöld sýndi hversu nálægt Stólarnir voru að brjóta regluna aftur en aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inn á vellinum á sama tíma. „Þetta mál á milli Tindastóls og Hauka þegar Stólarnir voru með fjóra erlenda leikmenn inn á þegar það mega bara vera þrír eins og flestir sem horfa á þennan þátt vita,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Það voru fjórir leikmenn inn á í einu vítaskoti hjá Haukum og sagan endurtók sig næstum því í Grindavík. Hér sjáum við að það er dæmt víti og Siggi Þorsteins er að koma af velli. Drungilas er að koma inná,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Tindastóll aftur með fjóra leikmenn inn á vellinum „Þarna eru þegar inn á þeir Zoran Vrkic, Taiwo Badmus og Keyshawn Woods. Það fyrsta sem Vladimir Anzulovic þjálfari gerir er að biðja um leikhlé áður en dómarinn nær að senda boltann á Valdas. Þetta er svakalegt,“ sagði Kjartan Atli. „Nú var Grindavík inn á með fimm Íslendinga í einu, er það ekki bannað,“ grínaðist Hermann Hauksson með. „Það er eins og það sé komin venja fyrir því að það sé bannað. Það ætti að setja það í sextándu grein reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót,“ sagði Sævar Sævarsson léttur en hélt svo áfram: „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar. „Það vantar ekki þjálfara á bekkinn hjá þeim til þess að hjálpa til við þetta,“ sagði Kjartan Atli. Það má sjá þetta atvik og umfjöllunina hér fyrir ofan. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Tengdar fréttir Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31 Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31 Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22 „Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. 24. október 2022 08:02 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Tindastóll vann bikarleikinn örugglega á móti Haukum og sigur þeirra á móti Grindavík var líka nokkuð sannfærandi. Það virðist þó vera þessi regla sem er hættuleg fyrir Tindastólsmenn. Subway Körfuboltakvöld sýndi hversu nálægt Stólarnir voru að brjóta regluna aftur en aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inn á vellinum á sama tíma. „Þetta mál á milli Tindastóls og Hauka þegar Stólarnir voru með fjóra erlenda leikmenn inn á þegar það mega bara vera þrír eins og flestir sem horfa á þennan þátt vita,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds. „Það voru fjórir leikmenn inn á í einu vítaskoti hjá Haukum og sagan endurtók sig næstum því í Grindavík. Hér sjáum við að það er dæmt víti og Siggi Þorsteins er að koma af velli. Drungilas er að koma inná,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Tindastóll aftur með fjóra leikmenn inn á vellinum „Þarna eru þegar inn á þeir Zoran Vrkic, Taiwo Badmus og Keyshawn Woods. Það fyrsta sem Vladimir Anzulovic þjálfari gerir er að biðja um leikhlé áður en dómarinn nær að senda boltann á Valdas. Þetta er svakalegt,“ sagði Kjartan Atli. „Nú var Grindavík inn á með fimm Íslendinga í einu, er það ekki bannað,“ grínaðist Hermann Hauksson með. „Það er eins og það sé komin venja fyrir því að það sé bannað. Það ætti að setja það í sextándu grein reglugerðar KKÍ um körfuknattleiksmót,“ sagði Sævar Sævarsson léttur en hélt svo áfram: „Þetta er svo klaufalegt að þetta daðrar við að vera lúðalegt. Þeir ættu að setja á körfuboltaspjaldið hjá honum Vlad þjálfara: Íslenska fánann og einhvern fána sem segir honum hverjir eru útlendingar. Það þarf að setja þar einhverjar skotheldar myndir fyrir hann,“ sagði Sævar. „Það vantar ekki þjálfara á bekkinn hjá þeim til þess að hjálpa til við þetta,“ sagði Kjartan Atli. Það má sjá þetta atvik og umfjöllunina hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Tengdar fréttir Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31 Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31 Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22 „Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. 24. október 2022 08:02 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31
Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31
Haukum dæmdur sigur og liðið tekur sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum Haukar munu taka sæti Tindastóls í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta eftir að aga- og úrskurðarnefnd KKÍ dæmdi liðinu sigur í bikarleik liðanna sem fram fór fyrir tæpum mánuði síðan. 15. nóvember 2022 18:22
„Vona að körfuboltasamfélagið sé einhuga um að svona fáránleiki fái ekki að ráða för“ Formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið viðurkenni brot á reglu um fjölda erlendra leikmanna, í bikarsigrinum gegn Haukum í síðustu viku Strax hafi þó verið reynt að leiðrétta mistökin, og það gert án þess að ein sekúnda liði af leikklukku, og hann voni að aganefnd KKÍ komist ekki að þeirri niðurstöðu að dæma beri Haukum 20-0 sigur. 24. október 2022 08:02