Þá var tilkynnt um tvö slys, bæði í miðborg Reykjavíkur.
Í öðru tilvikinu féll einstaklingur af rafhlaupahjóli og var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. Í hinu var um að ræða einstakling sem hafði fallið í jörðina og misst meðvitund í skamma stund. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðamóttöku.
Einn var stöðvaður á stolinni bifreið og þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í miðborginni.