VR sleit viðræðum við SA í gærkvöldi Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2022 08:47 Ragnar Þór Jónsson formaður VR sagði fyrir fund með forsætisráðherra í gær að með vaxtahækkun Seðlabankans væri ætlast til að vinnandi fólk greiddi fyrir eyðslu efsta lags samfélagsins. Vísir/Vilhelm VR sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins seint í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu lögðust ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær mjög illa í samninganefnd VR. Á fundinum lýsti Bjarni yfir stuðningi við vaxtaákvörðun Seðlabankans samkvæmt grein Innherja í gær. Bjarni hefði sagt vinnumarkaðinn vera „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna. „Við sem þjóð værum föst í að biðja alltaf um meira og meira en þjóðarbúið stæði undir hverju sinni." Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til 14 mánaða. Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Fulltrúar VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands lífeyrissjóða funduðu með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Eftir það sleit VR viðræðunum við SA.Stöð 2/Sigurjón Samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudag. Samninganefndir VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna funda hver um sig núna klukkan níu til að ráða ráðum sínum eftir að VR sleit sig frá viðræðunum í gærkveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins til fundar með stuttum fyrirvara í gærmorgun eftir að upp úr sauð hjá samningsaðilum vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkun seðlabankans. Eftir þann fund voru menn heldur bjartsýnni enda hefði forsætisráðherra lýst vilja stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Eftir það lýsti fjármálaráðherra stöðunni hins vegar eins og að framan greinir á fundi Viðskiptaráðs sem samkvæmt heimildum fréttastofu var eins og að skvett hefði verið olíu á eld. Þar sagði hann einnig að kröfur verkalýðsfélaganna væru óraunhæfar. „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs – undir yfirskriftinni: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? – og nefndi að þótt vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi „verið köld vatnsgusa“fyrir suma þá kunni hún að hafa sent nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins," segir á Innherja í gær. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Á fundinum lýsti Bjarni yfir stuðningi við vaxtaákvörðun Seðlabankans samkvæmt grein Innherja í gær. Bjarni hefði sagt vinnumarkaðinn vera „raunverulega vandamálið“ vegna þess hversu lítill samhljómur væri í kröfugerð verkalýðsfélaganna. Krafist væri bæði krónutöluhækkana og að miðað yrði við stöðu verðbólgunnar núna. „Við sem þjóð værum föst í að biðja alltaf um meira og meira en þjóðarbúið stæði undir hverju sinni." Undanfarnar vikur hafa samningsaðilar rætt um gerð skammtímasamnings til 14 mánaða. Samkvæmt heimildum fréttastofu buðu Samtök atvinnulífsins upp á að laun hækkuðu að lágmarki um 17 þúsund krónur á samningstímanum og aldrei meira en um 30 þúsund. Hagvaxtarauki sem koma á til greiðslu í maí á næsta ári samkvæmt fyrri samningum reiknaðist inn í þá tölu. Fulltrúar VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands lífeyrissjóða funduðu með fulltrúum SA hjá ríkissáttasemjara til klukkan rúmlega ellefu í gærkvöldi. Eftir það sleit VR viðræðunum við SA.Stöð 2/Sigurjón Samningafundi hjá ríkissáttasemjara lauk upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi og hefur nýr fundur ekki verið boðaður fyrr en á þriðjudag. Samninganefndir VR, Starfsgreinasambandsins og Landssambands verslunarmanna funda hver um sig núna klukkan níu til að ráða ráðum sínum eftir að VR sleit sig frá viðræðunum í gærkveldi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins til fundar með stuttum fyrirvara í gærmorgun eftir að upp úr sauð hjá samningsaðilum vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkun seðlabankans. Eftir þann fund voru menn heldur bjartsýnni enda hefði forsætisráðherra lýst vilja stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Eftir það lýsti fjármálaráðherra stöðunni hins vegar eins og að framan greinir á fundi Viðskiptaráðs sem samkvæmt heimildum fréttastofu var eins og að skvett hefði verið olíu á eld. Þar sagði hann einnig að kröfur verkalýðsfélaganna væru óraunhæfar. „Við þurfum aðeins að vakna,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í umræðum á Peningamálafundi Viðskiptaráðs – undir yfirskriftinni: Hver ber ábyrgð á verðbólgunni? – og nefndi að þótt vaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi „verið köld vatnsgusa“fyrir suma þá kunni hún að hafa sent nauðsynleg skilaboð til aðila vinnumarkaðarins," segir á Innherja í gær.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. 24. nóvember 2022 19:21