Mátturinn í hugviti mannkyns Hrund Gunnsteinsdóttir og Ísabella Ósk Másdóttir skrifa 25. nóvember 2022 11:00 Matur, kerfi og tilgangur Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru. Verð á mat hefur náð hæstu hæðum á þessu ári og fjöldi fólks sem býr við alvarlegt mataróöryggi hefur tvölfaldast frá árinu 2019, samkvæmt Alþjóðlegu Matvælastofnuninni. Við erum á umbreytingartímum og nú þarf að hugsa vel hvernig matkvælakerfi við viljum skapa. Styrkjum innlenda matvælaframleiðslu Við á Íslandi flytjum um helming af matvælum sem við neytum til landsins og „neyðarbirgðir á Íslandi eru sáralitlar,“ eins og fram kom í þætti Kveiks í síðasta mánuði. Í ljósi þess að við þurfum að auka árvekni um fæðuöryggi á Íslandi, tryggja að við verðum minna háð innfluttum hráefnum og aðföngum og styrkja innlenda matvælaframleiðslu, boðaði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, til fyrsta Matvælaþingsins hérlendis. Á sama tíma voru kynnt drög að nýrri matvælastefnu fyrir Ísland. Fulltrúar starfsgreina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla hérlendis komu saman í Hörpu og gáfu endurgjöf á drögin sem og veganesti inn í frekari þróun á þeim. Drög að matvælastefnu verða svo sett í samráðsgátt stjórnvalda, áður en unnin verður þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi. Sinn versti óvinur? Matvælabransinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum og á sama tíma sá iðnaður sem loftslagsbreytingar hafa hvað mest áhrif á. Við höfum þegar umbreytt um helmingi af íbúarhæfu landi á jörðinni í ræktarland eða nýtt það í beitingu búfjár. Rekja má um 80% af rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika til þess hvernig við nýtum náttúruna til framleiðslu matar og nýtingu búfjár. Segja má að alþjóðlegt matvælakerfi sé sinn versti óvinur. Það tekur á móti gjöfum jarðar um leið og það grefur hratt undan þeim auðlindum sem það reiðir sig á. Matvælakerfin verði hreyfiafl í átt að sjálfbærni En svona þarf matvælabransinn ekki að vera. Hægt er að búa svo um hnútana að framleiðsla, þróun og dreifing matvæla sé í sátt við þolmörk jarðar og um leið svari þörfum og eftirspurn fólks. Sem dæmi er gífurleg umframframleiðsla á óhollum mat, sem dregur úr heilsu fólks. Þar að auki sóum við um þriðjungi matvæla á heimsvísu. Á móti kemur að í matvælakerfunum okkar felast stærstu tækifærin til að leysa loftslagskrísuna, sérstaklega þegar kemur að bindingu kolefnis og notkun á grænni orku. Hér liggja fjölmörg tækifæri á Íslandi sem og í íslensku hugviti sem beita má um allan heim. Áherslan á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið markar leiðina Við hjá Festu fögnum áherslum á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í drögunum að matvælastefnu fyrir Ísland. Þar koma orðin sjálfbærni fyrir 29 sinnum og hringrásarhagkerfið 17 sinnum. Þetta er vísbending um réttan fókus. Á þinginu sjálfu kom það bersýnilega fram að í slíkum áherslum felast okkar stærstu tækifæri og áskoranir. Leiðarljós í rétta átt Við sjáum dæmi um slíkt hugvit í samstarfsverkefninu Orkídea á Suðurlandi, sem stuðlar að betri, grænni orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. VAXA, sem stundar lóðréttan landbúnað við framleiðslu á heilnæmum mat, káli og kryddjurtum, notar 90% minna vatn en hefðbundin utandyraræktun og notar ekkert skordýraeitur í sinni framleiðslu. Verandi er húð- og hárvöruframleiðandi sem endurvinnur og endurnýtir hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu sem annars yrði hent. Á svipaðan hátt vinnur Gefn að því að skapa verðmæti úr aukaafurðum og úrgangi frá vinnslu líffitu, um leið og CO2 er bundið í ferlið. Fyrirtæki eins og súkkulaðiframleiðandinn Omnom eru í fararbroddi þegar kemur að því að tryggja sjálfbærni í allri virðiskeðjunni og mannsæmandi kjör fyrir kakóbaunaframleiðendur. 10.000 ára jafnvægi raskað á einni mannsævi Í 10.000 ár hafa veðurkerfi jarðar verið í þónokkru jafnvægi. Sveiflast um 1 gráðu til eða frá á þeim langa tíma. Á einni mannsævi hefur okkur tekist að raska þessu mikilvæga jafnvægi sem hefur gert okkur kleift að áætla uppskerur, flutninga, ferðalög og viðskiptaplön svo lengi sem fólk man. Í dag hefur meðalhlýnun þegar náð 1.2 gráðu á celsíus. Færri en níu uppskeru- eða gróðursetningarlotur eru eftir til ársins 2030, þegar við ætlum okkur að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulaginu, sem felur í sér að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun, miðað við upphaf iðnbyltingar. Hagkerfin eiga að þjóna fólki og náttúru, ekki öfugt Í bók sinni Value(s) skrifar Mark Carney, fyrrverandi Seðlabankastjóri Englands og Kanada um sögu hagkerfis okkar og hvetur okkur til að endurskoða skilgreiningu okkar á virði. Hann segir okkur hafa misst tilfinninguna fyrir virði náttúrunnar sem við reiðum okkur á til að keyra áfram hagkerfin okkar, skapa verðmæti og hreinlega lifa af. Hann vísar í Oscar Wilde þegar hann segir „við vitum verðið á öllu en virði einskis.“ Carney gerir að umræðuefni hversu hratt við göngum á auðlindir jarðar án þess að greiða kostnaðarverð fyrir eða hlúa að getu jarðar til að endurnýja krafta sína. Hann tekur Amazon regnskóginn sem dæmi, en hann gegnir lykilhlutverki í veður- og vistkerfum heims. Á fyrstu 2 mánuðum þessa árs, var tvisvar sinnum stærri hluti af Amazon regnskóginum jafnaður við jörðu en að meðaltali á ári, síðastliðin tíu ár. Carney segir okkur ekki skilja eða vita virði trés í regnskógum Amazon, en höfum á hreinu hvað timbur í búðarhillu kostar. Í panelumræðum hitti Stefán Jón Hafstein, fyrrum sendiherra Íslands hjá FAO og höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, naglann á höfuðið þegar hann sagði að ,,hagkerfið þarf að þjóna matvælakerfinu, ekki öfugt.“ Þetta er spurning um forgangsröðun. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöð um sjálfbærniÍsabella Ósk Másdóttir, miðlunarstjóri Festu – miðstöð um sjálfbærni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Matvælaframleiðsla Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Matur, kerfi og tilgangur Alþjóðlegt matvælakerfi er dæmi um einstakt afrek mannkynsins. Það fæðir 7.9 milljarða manna og um 40% af mannkyni starfar í matvælakerfinu sem skapar um þriðjung af vergri heimsframleiðslu. Covid-heimsfaraldurinn, áhrif loftslagsbreytinga og átök eins og innrás Rússa í Úkraínu hafa varpað ljósi á hversu samofin kerfin og virðiskeðjurnar okkar eru. Verð á mat hefur náð hæstu hæðum á þessu ári og fjöldi fólks sem býr við alvarlegt mataróöryggi hefur tvölfaldast frá árinu 2019, samkvæmt Alþjóðlegu Matvælastofnuninni. Við erum á umbreytingartímum og nú þarf að hugsa vel hvernig matkvælakerfi við viljum skapa. Styrkjum innlenda matvælaframleiðslu Við á Íslandi flytjum um helming af matvælum sem við neytum til landsins og „neyðarbirgðir á Íslandi eru sáralitlar,“ eins og fram kom í þætti Kveiks í síðasta mánuði. Í ljósi þess að við þurfum að auka árvekni um fæðuöryggi á Íslandi, tryggja að við verðum minna háð innfluttum hráefnum og aðföngum og styrkja innlenda matvælaframleiðslu, boðaði matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, til fyrsta Matvælaþingsins hérlendis. Á sama tíma voru kynnt drög að nýrri matvælastefnu fyrir Ísland. Fulltrúar starfsgreina sem koma að framleiðslu, vinnslu og dreifingu matvæla hérlendis komu saman í Hörpu og gáfu endurgjöf á drögin sem og veganesti inn í frekari þróun á þeim. Drög að matvælastefnu verða svo sett í samráðsgátt stjórnvalda, áður en unnin verður þingsályktunartillaga um matvælastefnu sem verður lögð fyrir Alþingi. Sinn versti óvinur? Matvælabransinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum og á sama tíma sá iðnaður sem loftslagsbreytingar hafa hvað mest áhrif á. Við höfum þegar umbreytt um helmingi af íbúarhæfu landi á jörðinni í ræktarland eða nýtt það í beitingu búfjár. Rekja má um 80% af rýrnun líffræðilegs fjölbreytileika til þess hvernig við nýtum náttúruna til framleiðslu matar og nýtingu búfjár. Segja má að alþjóðlegt matvælakerfi sé sinn versti óvinur. Það tekur á móti gjöfum jarðar um leið og það grefur hratt undan þeim auðlindum sem það reiðir sig á. Matvælakerfin verði hreyfiafl í átt að sjálfbærni En svona þarf matvælabransinn ekki að vera. Hægt er að búa svo um hnútana að framleiðsla, þróun og dreifing matvæla sé í sátt við þolmörk jarðar og um leið svari þörfum og eftirspurn fólks. Sem dæmi er gífurleg umframframleiðsla á óhollum mat, sem dregur úr heilsu fólks. Þar að auki sóum við um þriðjungi matvæla á heimsvísu. Á móti kemur að í matvælakerfunum okkar felast stærstu tækifærin til að leysa loftslagskrísuna, sérstaklega þegar kemur að bindingu kolefnis og notkun á grænni orku. Hér liggja fjölmörg tækifæri á Íslandi sem og í íslensku hugviti sem beita má um allan heim. Áherslan á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið markar leiðina Við hjá Festu fögnum áherslum á sjálfbærni og hringrásarhagkerfið í drögunum að matvælastefnu fyrir Ísland. Þar koma orðin sjálfbærni fyrir 29 sinnum og hringrásarhagkerfið 17 sinnum. Þetta er vísbending um réttan fókus. Á þinginu sjálfu kom það bersýnilega fram að í slíkum áherslum felast okkar stærstu tækifæri og áskoranir. Leiðarljós í rétta átt Við sjáum dæmi um slíkt hugvit í samstarfsverkefninu Orkídea á Suðurlandi, sem stuðlar að betri, grænni orkunýtingu og sjálfbærni í matvælaframleiðslu. VAXA, sem stundar lóðréttan landbúnað við framleiðslu á heilnæmum mat, káli og kryddjurtum, notar 90% minna vatn en hefðbundin utandyraræktun og notar ekkert skordýraeitur í sinni framleiðslu. Verandi er húð- og hárvöruframleiðandi sem endurvinnur og endurnýtir hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu sem annars yrði hent. Á svipaðan hátt vinnur Gefn að því að skapa verðmæti úr aukaafurðum og úrgangi frá vinnslu líffitu, um leið og CO2 er bundið í ferlið. Fyrirtæki eins og súkkulaðiframleiðandinn Omnom eru í fararbroddi þegar kemur að því að tryggja sjálfbærni í allri virðiskeðjunni og mannsæmandi kjör fyrir kakóbaunaframleiðendur. 10.000 ára jafnvægi raskað á einni mannsævi Í 10.000 ár hafa veðurkerfi jarðar verið í þónokkru jafnvægi. Sveiflast um 1 gráðu til eða frá á þeim langa tíma. Á einni mannsævi hefur okkur tekist að raska þessu mikilvæga jafnvægi sem hefur gert okkur kleift að áætla uppskerur, flutninga, ferðalög og viðskiptaplön svo lengi sem fólk man. Í dag hefur meðalhlýnun þegar náð 1.2 gráðu á celsíus. Færri en níu uppskeru- eða gróðursetningarlotur eru eftir til ársins 2030, þegar við ætlum okkur að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og Parísarsamkomulaginu, sem felur í sér að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun, miðað við upphaf iðnbyltingar. Hagkerfin eiga að þjóna fólki og náttúru, ekki öfugt Í bók sinni Value(s) skrifar Mark Carney, fyrrverandi Seðlabankastjóri Englands og Kanada um sögu hagkerfis okkar og hvetur okkur til að endurskoða skilgreiningu okkar á virði. Hann segir okkur hafa misst tilfinninguna fyrir virði náttúrunnar sem við reiðum okkur á til að keyra áfram hagkerfin okkar, skapa verðmæti og hreinlega lifa af. Hann vísar í Oscar Wilde þegar hann segir „við vitum verðið á öllu en virði einskis.“ Carney gerir að umræðuefni hversu hratt við göngum á auðlindir jarðar án þess að greiða kostnaðarverð fyrir eða hlúa að getu jarðar til að endurnýja krafta sína. Hann tekur Amazon regnskóginn sem dæmi, en hann gegnir lykilhlutverki í veður- og vistkerfum heims. Á fyrstu 2 mánuðum þessa árs, var tvisvar sinnum stærri hluti af Amazon regnskóginum jafnaður við jörðu en að meðaltali á ári, síðastliðin tíu ár. Carney segir okkur ekki skilja eða vita virði trés í regnskógum Amazon, en höfum á hreinu hvað timbur í búðarhillu kostar. Í panelumræðum hitti Stefán Jón Hafstein, fyrrum sendiherra Íslands hjá FAO og höfundur bókarinnar Heimurinn eins og hann er, naglann á höfuðið þegar hann sagði að ,,hagkerfið þarf að þjóna matvælakerfinu, ekki öfugt.“ Þetta er spurning um forgangsröðun. Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu – miðstöð um sjálfbærniÍsabella Ósk Másdóttir, miðlunarstjóri Festu – miðstöð um sjálfbærni
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun