Ölvun en lítið um átök í miðbænum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 07:27 Lögregluþjónar að störfum í miðbænum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning hafi borist um samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks hafi verið að skemmta sér. Talsvert mikil ölvun hafi verið á staðnum og þar sem fólkið hafi að miklu leyti verið sextán og sautján ára hafi samkvæmið verið leyst upp. Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði dottið af rafhlaupahjóli og var talið að hann hefði brotið bein. Sá var fluttur á á bráðamóttöku. Annar maður sem fluttur var á bráðamóttöku hafði fallið á skemmtistað og fann fyrir verk í höfði. Dyraverðir óskuðu eftir aðstoð vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Honum var vísað á brott en afskipti voru höfð af öðrum manni í miðbænum vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann mun hafa verið ofurölvi og ekki viðræðuhæfur og var því látinn gista fangageymslur í nótt. Lögreglan var einnig kölluð til fjölbýlishúss í Hlíðunum eftir að maður hafði komist þar inn á stigagang. Þá barst lögreglunni tilkynning um ofurölvi mann sem svaf í anddyri fyrirtækis í hverfi 104. Þaðan barst einnig tilkynning um rán en fjórir voru handteknir vegna málsins. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Múlunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gærkvöldi í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð höfðu gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað var við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning hafi borist um samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks hafi verið að skemmta sér. Talsvert mikil ölvun hafi verið á staðnum og þar sem fólkið hafi að miklu leyti verið sextán og sautján ára hafi samkvæmið verið leyst upp. Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði dottið af rafhlaupahjóli og var talið að hann hefði brotið bein. Sá var fluttur á á bráðamóttöku. Annar maður sem fluttur var á bráðamóttöku hafði fallið á skemmtistað og fann fyrir verk í höfði. Dyraverðir óskuðu eftir aðstoð vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Honum var vísað á brott en afskipti voru höfð af öðrum manni í miðbænum vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann mun hafa verið ofurölvi og ekki viðræðuhæfur og var því látinn gista fangageymslur í nótt. Lögreglan var einnig kölluð til fjölbýlishúss í Hlíðunum eftir að maður hafði komist þar inn á stigagang. Þá barst lögreglunni tilkynning um ofurölvi mann sem svaf í anddyri fyrirtækis í hverfi 104. Þaðan barst einnig tilkynning um rán en fjórir voru handteknir vegna málsins. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Múlunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gærkvöldi í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð höfðu gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað var við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira