Ölvun en lítið um átök í miðbænum Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2022 07:27 Lögregluþjónar að störfum í miðbænum í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af þó nokkrum ölvuðum einstaklingum í miðbænum og víðar. Einnig var tilkynnt um líkamsárás í miðbænum þar sem meintur árásarmaður var handtekinn. Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning hafi borist um samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks hafi verið að skemmta sér. Talsvert mikil ölvun hafi verið á staðnum og þar sem fólkið hafi að miklu leyti verið sextán og sautján ára hafi samkvæmið verið leyst upp. Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði dottið af rafhlaupahjóli og var talið að hann hefði brotið bein. Sá var fluttur á á bráðamóttöku. Annar maður sem fluttur var á bráðamóttöku hafði fallið á skemmtistað og fann fyrir verk í höfði. Dyraverðir óskuðu eftir aðstoð vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Honum var vísað á brott en afskipti voru höfð af öðrum manni í miðbænum vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann mun hafa verið ofurölvi og ekki viðræðuhæfur og var því látinn gista fangageymslur í nótt. Lögreglan var einnig kölluð til fjölbýlishúss í Hlíðunum eftir að maður hafði komist þar inn á stigagang. Þá barst lögreglunni tilkynning um ofurölvi mann sem svaf í anddyri fyrirtækis í hverfi 104. Þaðan barst einnig tilkynning um rán en fjórir voru handteknir vegna málsins. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Múlunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gærkvöldi í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð höfðu gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað var við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í dagbók lögreglunnar segir að tilkynning hafi borist um samkvæmi á Seltjarnarnesi þar sem mikill fjöldi ungs fólks hafi verið að skemmta sér. Talsvert mikil ölvun hafi verið á staðnum og þar sem fólkið hafi að miklu leyti verið sextán og sautján ára hafi samkvæmið verið leyst upp. Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hafði dottið af rafhlaupahjóli og var talið að hann hefði brotið bein. Sá var fluttur á á bráðamóttöku. Annar maður sem fluttur var á bráðamóttöku hafði fallið á skemmtistað og fann fyrir verk í höfði. Dyraverðir óskuðu eftir aðstoð vegna einstaklings sem lét ófriðlega. Honum var vísað á brott en afskipti voru höfð af öðrum manni í miðbænum vegna brots á lögreglusamþykkt. Hann mun hafa verið ofurölvi og ekki viðræðuhæfur og var því látinn gista fangageymslur í nótt. Lögreglan var einnig kölluð til fjölbýlishúss í Hlíðunum eftir að maður hafði komist þar inn á stigagang. Þá barst lögreglunni tilkynning um ofurölvi mann sem svaf í anddyri fyrirtækis í hverfi 104. Þaðan barst einnig tilkynning um rán en fjórir voru handteknir vegna málsins. Einnig barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Múlunum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með stóraukinn viðbúnað í miðbænum í gærkvöldi í kjölfar árásar sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti club í síðustu viku og ætlaðra hefndaraðgerða eftir hana. Skilaboð höfðu gengið manna á milli síðustu daga þar sem varað var við aukinni hættu á átökum í miðbænum um helgina og var fólki jafnvel ráðlagt að fara ekki út á lífið í kvöld. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Næturlíf Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira