Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2022 23:00 Sandra Sigurðardóttir telur að ákvörðun FIFA að halda HM karla í knattspyrnu í Katar gæti sameinað sérsambönd ákveðinna þjóða í afstöðu sinni gegn FIFA. Getty Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira
Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Fótbolti Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Sjá meira