Landsliðsmarkvörðurinn Sandra um HM í Katar: „Þetta er högg í magann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. nóvember 2022 23:00 Sandra Sigurðardóttir telur að ákvörðun FIFA að halda HM karla í knattspyrnu í Katar gæti sameinað sérsambönd ákveðinna þjóða í afstöðu sinni gegn FIFA. Getty Sandra Sigurðardóttir, markvörður Íslands- og bikarmeistara Vals sem og íslenska landsliðsins, var gestur í Silfrinu á RÚV í dag. Hún segir það högg í magann fyrir baráttu samkynhneigðra að heimsmeistaramót karla í knattspyrnu sé haldið í Katar. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu. Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við landsliðsmarkvörðurinn í Silfrinu um stöðu mála í Katar og alla umræðuna í kringum fyrirliðaböndin og þar fram eftir götunum. „Hún er verulega heit, svolítið er eldfim en samt sem áður þörf. Það þarf að ræða þetta. Það þarf að gera eitthvað í þessu,“ sagði hin margreynda Sandra. Hún á að baki 48 landsleiki fyrir Íslands hönd og varði mark liðsins á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Landsliðsmarkvörðurinn segist mjög vonsvikin með Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og hvernig það starfar. „Í fyrsta lagi að taka þessa ákvörðun fyrir 12 árum eða svo að mótið sé haldið þarna. Og sé að setja stopp á ákveðna baráttu hjá fólki í heiminum, íþróttum og almennt.“ Samkynhneigð er bönnuð í Katar og leikmenn landsliðanna sem nú taka þátt á HM hefur verið bannað að gagnrýna þá afstöðu eða yfirhöfuð tjá sig um málefni minni hluta hópa í landinu. „Leikmenn á mótinu eru ósáttir“ „Þetta er högg í magann, fyrir þessa baráttu, að þetta sé gert svona. Að það sé verið að banna þessi í rauninni litlu atriði en samt svo stór fyrir þessa baráttu út af því það eru allir reiðir og maður sér það. Leikmenn á mótinu eru ósáttir, en eru rosa mikið að vanda sig að segja ekki neitt svo þeim sé ekki refsað,“ sagði Sandra Sigurðardóttir að endingu aðspurð hvort um væri að ræða bakslag fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og mannréttindabaráttu almennt. „Ég held að í framhaldinu verði þetta til þess að baráttan verði sterkari og það veðri teknar stærri ákvarðanir hjá samböndunum í hverju landi fyrir sig og það myndist ákveðin samstaða á móti FIFA og öðrum yfirvöldum sem hafa peninga á milli handanna til að stjórna,“ bætti hún við að endingu.
Fótbolti FIFA HM 2022 í Katar Hinsegin Mannréttindi Katar Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Fleiri fréttir Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira