Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2022 07:01 Erfitt er að sjá hvað orsakaði hópslagsmálin. Á myndinni má sjá Quincy Promes [til vinstri] og Shamar Nicholson [til hægri] ásamt dómara leiksins og þeim Wilmar Barrios, og Rodrigo. Mike Kireev/Getty Images Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum. Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira
Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum.
Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Sjá meira