Aðeins barnlausum og heilbrigðum fullorðnum neitað um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2022 07:31 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ákvæði í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga er varðar niðurfellingu á heilbrigðisþjónustu mun eingöngu koma til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga sem dvelja hér ólöglega og neita að yfirgefa landið. Þetta kemur fram í athugasemdum dómsmálaráðuneytisins við umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Embætti landlæknis var einn umsagnaraðila og gerði meðal annars athugasemd við að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta félli niður 30 dögum frá endanlegri synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Í athugasemd ráðuneytisins segir hins vegar að umrætt ákvæði heimili ekki að fella niður réttindi tiltekinna einstaklinga, það er að segja barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlegra veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. „Þá gerir ákvæðið ráð fyrir að heimilt sé að fresta niðurfellingu réttinda ef það telst nauðsynlegt vegna sanngimissjónarmiða hafi viðkomandi sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið. Framangreindar undanþágur eiga þó ekki við þegar umsækjandi er ríkisborgari EES- og EFTA-ríkis, sbr. 8. mgr. 33. gr. gildandi laga um útlendinga, eða kemur frá ömggu upprunaríki og umsókn hans var talin bersýnilega tilhæfiilaus í skilningi laganna,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Umrætt ákvæði komi þannig eingöngu til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga, sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl og neita samvinnu við stjórnvöld við framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. „Í því samhengi áréttar ráðuneytið að einstaklingur í þessari stöðu á rétt á margvíslegri aðstoð frá stjómvöldum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu fargjalds og ferðastyrks og eftir atvikum enduraðlögunarstyrks sem getur numið allt að 450 þúsund krónum. Það verður að teljast eðlileg krafa að einstaklingur hlíti lögmætum ákvörðunum stjómvalda. Allir umræddir útlendingar hafa hlotið ítarlega meðferð mála sinna hjá stjómvöldum og notið aðstoðar löglærðs talsmanns í því ferli, talsmanns sem gætir hagsmuna og réttinda viðkomandi,“ segir ráðuneytið. Það segir einnig að það skjóti skökku við að útlendingur, sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd en neiti að virða ákvörðunina og komi í veg fyrir að hún komi til framkvæmda, njóti áfram þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveða á um, þar á meðal heilbrigðisþjónustu. Dómsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Þetta kemur fram í athugasemdum dómsmálaráðuneytisins við umsagnir sem borist hafa um frumvarpið. Embætti landlæknis var einn umsagnaraðila og gerði meðal annars athugasemd við að nauðsynleg heilbrigðisþjónusta félli niður 30 dögum frá endanlegri synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Í athugasemd ráðuneytisins segir hins vegar að umrætt ákvæði heimili ekki að fella niður réttindi tiltekinna einstaklinga, það er að segja barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra og annarra heimilismanna sem teljast til ættingja barna, barnshafandi kvenna, alvarlegra veikra einstaklinga og fatlaðra einstaklinga með langvarandi stuðningsþarfir. „Þá gerir ákvæðið ráð fyrir að heimilt sé að fresta niðurfellingu réttinda ef það telst nauðsynlegt vegna sanngimissjónarmiða hafi viðkomandi sýnt samstarfsvilja við framkvæmd ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið. Framangreindar undanþágur eiga þó ekki við þegar umsækjandi er ríkisborgari EES- og EFTA-ríkis, sbr. 8. mgr. 33. gr. gildandi laga um útlendinga, eða kemur frá ömggu upprunaríki og umsókn hans var talin bersýnilega tilhæfiilaus í skilningi laganna,“ segir í athugasemd ráðuneytisins. Umrætt ákvæði komi þannig eingöngu til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga, sem dvelja hér á landi í ólögmætri dvöl og neita samvinnu við stjórnvöld við framkvæmd ákvörðunar um að yfirgefa landið. „Í því samhengi áréttar ráðuneytið að einstaklingur í þessari stöðu á rétt á margvíslegri aðstoð frá stjómvöldum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu fargjalds og ferðastyrks og eftir atvikum enduraðlögunarstyrks sem getur numið allt að 450 þúsund krónum. Það verður að teljast eðlileg krafa að einstaklingur hlíti lögmætum ákvörðunum stjómvalda. Allir umræddir útlendingar hafa hlotið ítarlega meðferð mála sinna hjá stjómvöldum og notið aðstoðar löglærðs talsmanns í því ferli, talsmanns sem gætir hagsmuna og réttinda viðkomandi,“ segir ráðuneytið. Það segir einnig að það skjóti skökku við að útlendingur, sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um alþjóðlega vernd en neiti að virða ákvörðunina og komi í veg fyrir að hún komi til framkvæmda, njóti áfram þeirra réttinda sem lög um útlendinga kveða á um, þar á meðal heilbrigðisþjónustu.
Dómsmál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira