Þjálfarinn Sean McVay hefur þurft að glíma við meiðsli lykilmanna og óvíst er hvort að leikstjórnandinn Matthew Stafford spili meira á leiktíðinni vegna ítrekaða höfuðhögga.
Stjörnuútherjinn Cooper Kupp meiddist líka illa á dögunum og spilar líklega ekkert meira á tímabilinu.
Ofan á öll vandræðin, óheppnina og skellina þá fékk McVay sjálfur slæmt högg á hliðarlínunni í tapinu á móti Kanasa City Chiefs í gær.
Það gengur oft mikið á þegar leikmenn eru að skipta inn á og útaf vellinum á milli sókna. Þá gerast oft óhöpp en sjaldnast er það þó hæstráðandi í liðinu sem kemur verst út úr látunum.
Innherjinn Roger Carter lá þá svo mikið á að setja á sig hjálminn og drífa sig inn á völlinn að hann sjá ekki þjálfarann sinn.
McVay vissi ekki fyrr en hann var búinn að fá einn á kjammann frá Carter og þetta var ekki lítið högg eins og sjá má hér fyrir ofan og neðan.
Oof, Rams HC Sean McVay was hit in the head by one of his player's helmets on accident while on the sideline. pic.twitter.com/z4T6hiBAaR
— FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) November 27, 2022