Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 22:47 Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, segir ýmislegt í dómi Landsréttar ekki nógu vel rökstutt. Vísir/Sigurjón Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í héraðsdómi fyrir rúmu ári síðan. Landsréttur lengdi dóminn í tuttugu ár en byggði hann á refsiþyngingarástæðum en ekki refsihækkunarástæðum. „Þau ákvæði sem Landsréttur byggir á eru þess eðlis að þau eiga að koma til álita við mat á því hver refsingin er innan refsirammans,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Í manndrápsmálum er hámark refsingar sextán ár og refsiþyngingarástæður því mat á hvort refsingin eigi að vera fimm, tíu eða sextán ár. Refsihækkunarástæður geta hins vegar orðið til þess að menn séu dæmdir í lengra fangelsi en refsiramminn er, til dæmis tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp þrátt fyrir að refsiramminn sé að sextán árum. „Í þessu tilviki verður ekki séð að Landsréttur hafi vísað í neinar refsihækkunarlagaheimildir og því teljum við hann ekki standast,“ segir Oddgeir. Eftirlit með bifreið metið til jafns við morð Því hafi Landsréttur ekki getað, miðað við forsendurnar, dæmt Angjelin í lengra fangelsi en sextán ár. Ýmislegt annað sé athugavert við dóminn, til dæmis að þremenningarnir Murat Selivrada, Claudia Carvalho og Shpetim Qerimi hafi verið sakfelld fyrir samverknað þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki verið á staðnum þegar morðið var framið. „Eins og að benda á hvar bíll sé staðsettur eða hvort hann fari af stað í miðbæ Reykjavíkur, sem er talið vera fullgilt á við morð af yfirlögðu ráði,“ segir Oddgeir „Þá má spyrja: Hvenær getur einstaklingur verið hlutdeildarmaður, sem aðstoðar einhvern við að fremja brot, þegar þetta er fullur samverknaður. Vilja að málið fari fyrir Hæstarétt Þar að auki séu til staðar efasemdir um ásetning þremenninganna, hvort þau hafi vitað hvað væri framundan. „Hvað vissu þau á þeim tímapunkti, með fullri vissu, hvað minn skjólstæðingur ætlaði að gera síðar.“ Oddgeir, Geir Gestsson verjandi Murats, Steinbergur Finnbogason verjandi Claudiu og Leó Daðason verjandi Shpetims hafa allir staðfest í samtali við fréttastofu að skjólstæðingar þeirra hafi annað hvort sent inn beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til ríkissaksóknara eða ætli að gera það á næstu dögum. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í héraðsdómi fyrir rúmu ári síðan. Landsréttur lengdi dóminn í tuttugu ár en byggði hann á refsiþyngingarástæðum en ekki refsihækkunarástæðum. „Þau ákvæði sem Landsréttur byggir á eru þess eðlis að þau eiga að koma til álita við mat á því hver refsingin er innan refsirammans,“ segir Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Í manndrápsmálum er hámark refsingar sextán ár og refsiþyngingarástæður því mat á hvort refsingin eigi að vera fimm, tíu eða sextán ár. Refsihækkunarástæður geta hins vegar orðið til þess að menn séu dæmdir í lengra fangelsi en refsiramminn er, til dæmis tuttugu ára fangelsi fyrir manndráp þrátt fyrir að refsiramminn sé að sextán árum. „Í þessu tilviki verður ekki séð að Landsréttur hafi vísað í neinar refsihækkunarlagaheimildir og því teljum við hann ekki standast,“ segir Oddgeir. Eftirlit með bifreið metið til jafns við morð Því hafi Landsréttur ekki getað, miðað við forsendurnar, dæmt Angjelin í lengra fangelsi en sextán ár. Ýmislegt annað sé athugavert við dóminn, til dæmis að þremenningarnir Murat Selivrada, Claudia Carvalho og Shpetim Qerimi hafi verið sakfelld fyrir samverknað þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki verið á staðnum þegar morðið var framið. „Eins og að benda á hvar bíll sé staðsettur eða hvort hann fari af stað í miðbæ Reykjavíkur, sem er talið vera fullgilt á við morð af yfirlögðu ráði,“ segir Oddgeir „Þá má spyrja: Hvenær getur einstaklingur verið hlutdeildarmaður, sem aðstoðar einhvern við að fremja brot, þegar þetta er fullur samverknaður. Vilja að málið fari fyrir Hæstarétt Þar að auki séu til staðar efasemdir um ásetning þremenninganna, hvort þau hafi vitað hvað væri framundan. „Hvað vissu þau á þeim tímapunkti, með fullri vissu, hvað minn skjólstæðingur ætlaði að gera síðar.“ Oddgeir, Geir Gestsson verjandi Murats, Steinbergur Finnbogason verjandi Claudiu og Leó Daðason verjandi Shpetims hafa allir staðfest í samtali við fréttastofu að skjólstæðingar þeirra hafi annað hvort sent inn beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar til ríkissaksóknara eða ætli að gera það á næstu dögum. Ekki náðist í Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við vinnslu fréttarinnar.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18 Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Myndi misbjóða réttlætiskennd almennings gangi hann laus Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir Shpetim Qerimi, sem dæmdur var í 14 ára fangelsi fyrir samkverknað í morði Angjelin Sterkaj á Armando Bequirai. Fyrir liggur að Shpetim hyggist áfrýja dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Telur Landsréttur að það myndi misbjóða réttlætiskennd almennings, gangi hann laus meðan beðið er endanlegs dóms í málinu. 3. nóvember 2022 21:18
Segir þunga dóma endurspegla breytingu í undirheimum Afbrotafræðingur segir Rauðagerðismálið ólíkt öllu því sem sést hefur áður hér á landi. Í því ljósi sé skiljanlegt að dómur Landsréttar yfir sakborningum hafi verið þyngri en sést hefur áður. Dómur yfir Angjelin Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana, var þyngdur í tuttugu ár og sýknu þriggja samverkamanna hans var snúið við og þeir dæmdir til fjórtán ára fangelsisvistar. 28. október 2022 22:14
„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16