Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2022 10:14 Tilkynningar um heimilisofbeldi eða ágreining milli tengdra eða skyldra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins voru 1.787 talsins. Vísir/Vilhelm Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi en um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Flest tilvik heimilisofbeldis voru af hálfu maka eða fyrrverandi maka eða 64 prósent mála, en þeim málum fækkar þó eilítið hlutfallslega, þó heildarfjöldi tilkynninga hafi vissulega aukist milli ára, og eru mál þar sem fjölskyldutengsl eru til staðar nú 30 prósent heimilisofbeldismála. Heimilisofbeldismál frá janúar til september 2022.Ríkislögreglustjóri Í 78 prósent tilvika var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar um var að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka voru 80 prósent árásaraðila karlar og 78 prósent brotaþola konur. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þar sem grunur var um brot á borð við líkamsárásir hótanir eða eignaspjöll voru tilkynningar 833 talsins, 2,5 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2021 og fjögur prósent árið 2020. Tilkynningar um ágreining voru 956 talsins, 25 prósent fleiri en yfir sama tíma í fyrra. Þá hafa mál er varða ofbeldi foreldris í garð barns einnig fjölgað en þau mál voru að meðaltali sex til sjö á mánuði árin 2016 til 2020 en þeim fjölgaði aðeins í fyrra og voru loks að meðaltali ellefu á mánuði í ár. Þrjátíu prósent brotaþola í heimilisofbeldismálum vegna fjölskyldutengsla voru undir átján ára aldri og tólf prósent árásaraðila voru undir átján ára. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni um skýrsluna er fjöldi nálgunarbanna þó ekki í takt við fjölgun mála en beiðnir um nálgunarbann voru 91 í ár. Vísað er til fyrstu úttektar á eftirfylgni Íslands á Istanbúlsamningum, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, þar sem vísað er til mikilvægi nálgunarbanns og brottvísana til að vernda brotaþola heimilisofbeldis. Í sömu úttekt er bent á nauðsyn þess að setja upp kerfi ti l að yfirfara manndrápsmál á heimilum til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni. Um 37 prósent manndrápsmála á tímabilinu 1999 til 2020 eru heimilisofbeldismál og í rúmlega tuttugu prósent tilvika var um að ræða maka eða fyrrverandi maka. Heimilisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi en um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Flest tilvik heimilisofbeldis voru af hálfu maka eða fyrrverandi maka eða 64 prósent mála, en þeim málum fækkar þó eilítið hlutfallslega, þó heildarfjöldi tilkynninga hafi vissulega aukist milli ára, og eru mál þar sem fjölskyldutengsl eru til staðar nú 30 prósent heimilisofbeldismála. Heimilisofbeldismál frá janúar til september 2022.Ríkislögreglustjóri Í 78 prósent tilvika var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar um var að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka voru 80 prósent árásaraðila karlar og 78 prósent brotaþola konur. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þar sem grunur var um brot á borð við líkamsárásir hótanir eða eignaspjöll voru tilkynningar 833 talsins, 2,5 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2021 og fjögur prósent árið 2020. Tilkynningar um ágreining voru 956 talsins, 25 prósent fleiri en yfir sama tíma í fyrra. Þá hafa mál er varða ofbeldi foreldris í garð barns einnig fjölgað en þau mál voru að meðaltali sex til sjö á mánuði árin 2016 til 2020 en þeim fjölgaði aðeins í fyrra og voru loks að meðaltali ellefu á mánuði í ár. Þrjátíu prósent brotaþola í heimilisofbeldismálum vegna fjölskyldutengsla voru undir átján ára aldri og tólf prósent árásaraðila voru undir átján ára. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni um skýrsluna er fjöldi nálgunarbanna þó ekki í takt við fjölgun mála en beiðnir um nálgunarbann voru 91 í ár. Vísað er til fyrstu úttektar á eftirfylgni Íslands á Istanbúlsamningum, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, þar sem vísað er til mikilvægi nálgunarbanns og brottvísana til að vernda brotaþola heimilisofbeldis. Í sömu úttekt er bent á nauðsyn þess að setja upp kerfi ti l að yfirfara manndrápsmál á heimilum til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni. Um 37 prósent manndrápsmála á tímabilinu 1999 til 2020 eru heimilisofbeldismál og í rúmlega tuttugu prósent tilvika var um að ræða maka eða fyrrverandi maka.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27
Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45
Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03