Eiginleikum og ímynd íslenska hestins ógnað fyrir hagsmuni Ísteka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. nóvember 2022 21:12 „Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“ Vísir/MHH Dýraverndarsamtökin AWF/TSB, sem stóðu að gerð margumtalaðrar heimildarmyndar um blóðmerahald á Íslandi, segja hneyksli að fyrirtækið sem kaupir merablóð af bændum og hagnast á framleiðslunni sé nú í fyrsta sinn að greina frá frávikum við blóðtökuna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofu barst í dag. Samtökin segja hið 391 tilvik sem fjallað er um í ársyfirliti Ísteka yfir blóðtökur í ár í mótsögn við fullyrðingar um eftirlit dýralækna með starfseminni. „Enn fremur ber að spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig slíkir hlutir geta átt sér stað þegar dýralæknar á vegum Ísteka framkvæma blóðtökuranr og fylgjast með þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til heimildarmyndarinnar, þar sem dýralæknar hafi litið framhjá illri meðferð meranna án þess að aðhafast. Vísir fjallaði um ársyfirlit Ísteka fyrr í mánuðinum. Þar kom meðal annars fram að blóð hefði verið tekið úr 4.141 hryssu í ár, í samtals um 24 þúsund skipti, á 90 starfsstöðvum. AWF/TSB gagnrýna fullyrðingu Ísteka um fækkun í stétt blóðmerabænda sökum heimildarmyndar samtakanna og segjast þvert á móti hafa það eftir bændum að fækkunina megi rekja til mikils kostnaðar við blóðmerahaldið, meðal annars vegna fóðurs og vinnu. Þá gefa samtökin lítið fyrir fullyrðinga Ísteka um að fulltrúar þeirra sem hingað komu í ár hafi komið fram af ókurteisi við bændur og ögrað þeim. „AWF og TSB komu aftur til Íslands í ágúst 2022 til að kynna sér aðstæður og ræða við fulltrúa atvinnulífs og stofnana,“ segir í yfirlýsingunni. „Við tókum viðtöl við fjölda fulltrúa félaga, atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal annars gaf Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, kost á ítarlegu viðtali. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, vildi ekki veita viðtal á sama hátt og hann hafði áður hafnað viðtalsbeiðnum við íslenska fjölmiðla.“ AWF/TSB hafa beitt sér fyrir því að framleiðslu PMSG, sem unnið er úr merablóði, verði hætt. Samtökin segja Ísteka hafa staðfest það í ársyfirlitinu að markmið hrossaræktunar blóðmerabænda sé að auka hlutfall PMSG í blóði fylfullra hryssa, sem sé ábyrgt gagnvart ræktendum íslenska hestsins sem þurfi að huga að fjölmörgum tegundarbundnum eiginleikum. „Þannig verður ímynd íslenska hestsins smátt og smátt eyðilögð með hverju viðbótarprósenti „blóðmeraeiginleika“. Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“ Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fréttastofu barst í dag. Samtökin segja hið 391 tilvik sem fjallað er um í ársyfirliti Ísteka yfir blóðtökur í ár í mótsögn við fullyrðingar um eftirlit dýralækna með starfseminni. „Enn fremur ber að spyrja gagnrýnna spurninga um það hvernig slíkir hlutir geta átt sér stað þegar dýralæknar á vegum Ísteka framkvæma blóðtökuranr og fylgjast með þeim,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er vísað til heimildarmyndarinnar, þar sem dýralæknar hafi litið framhjá illri meðferð meranna án þess að aðhafast. Vísir fjallaði um ársyfirlit Ísteka fyrr í mánuðinum. Þar kom meðal annars fram að blóð hefði verið tekið úr 4.141 hryssu í ár, í samtals um 24 þúsund skipti, á 90 starfsstöðvum. AWF/TSB gagnrýna fullyrðingu Ísteka um fækkun í stétt blóðmerabænda sökum heimildarmyndar samtakanna og segjast þvert á móti hafa það eftir bændum að fækkunina megi rekja til mikils kostnaðar við blóðmerahaldið, meðal annars vegna fóðurs og vinnu. Þá gefa samtökin lítið fyrir fullyrðinga Ísteka um að fulltrúar þeirra sem hingað komu í ár hafi komið fram af ókurteisi við bændur og ögrað þeim. „AWF og TSB komu aftur til Íslands í ágúst 2022 til að kynna sér aðstæður og ræða við fulltrúa atvinnulífs og stofnana,“ segir í yfirlýsingunni. „Við tókum viðtöl við fjölda fulltrúa félaga, atvinnulífs, stjórnmála og stjórnsýslu. Meðal annars gaf Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Mast, kost á ítarlegu viðtali. Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, vildi ekki veita viðtal á sama hátt og hann hafði áður hafnað viðtalsbeiðnum við íslenska fjölmiðla.“ AWF/TSB hafa beitt sér fyrir því að framleiðslu PMSG, sem unnið er úr merablóði, verði hætt. Samtökin segja Ísteka hafa staðfest það í ársyfirlitinu að markmið hrossaræktunar blóðmerabænda sé að auka hlutfall PMSG í blóði fylfullra hryssa, sem sé ábyrgt gagnvart ræktendum íslenska hestsins sem þurfi að huga að fjölmörgum tegundarbundnum eiginleikum. „Þannig verður ímynd íslenska hestsins smátt og smátt eyðilögð með hverju viðbótarprósenti „blóðmeraeiginleika“. Með þessu er verið að þjóna einhliða viðskiptahagsmunum Ísteka og tefla í tvísýnu ímynd og einstökum erfðaeiginleikum íslenska hestsins.“
Blóðmerahald Dýr Dýraheilbrigði Hestar Tengdar fréttir Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Rannsaka slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku Matvælastofnun hefur til rannsóknar myndband sem sýnir slæma meðferð á fylfullum hryssum við blóðtöku. Dýralæknir hrossasjúkdóma segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum, en að meðferðin sé ekki lýsandi fyrir blóðmerarhald á Íslandi. 22. nóvember 2021 12:06