Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 15:01 Á þessari tölvuteiknuðu mynd má meðal annars sjá þrjá Project Olympus þjarka, eins og þeir eru hugsaðir í dag, vinna að byggingu innviða og húsa á tunglinu. ICON Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha. Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha.
Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Sjá meira
Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29