Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 21:01 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira