Kröfðust sex hundruð milljóna en fá ekki krónu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 15:24 Egilsstaðir Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn tveggja eignarhaldsfélaga utan um fólksflutninga á Austurlandi fá ekki krónu frá Sambandi sveitarfélagi á Austurlandi. Félögin tvö höfðu krafið sambandið um tæpar 600 milljónir króna í skaðabætur lögbanns sem sett var á akstur þeirra á milli Hafnar og Egilsstaða. Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins. Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Málið má rekja aftur til ársins 2012 þegar Samband sveitarfélaga á Austurlandi fékk lögbann á umræddan akstur. Lögreglan meinaði þá bílstjóra fyrirtækisins Bíla og fólks að að aka um austfirði með farþega til Hafnar í Hornafirði. Áður höfðu forsvarsmenn Bíla og fólks stofnað fyrirtæki, Sterna Travel, og þróað svokalla hringmiðakerfi sem gerði erlendum ferðamönnum kleyft að ferðast hringinn í kringum landið á sveigjanlegan hátt. Árið 2011 var hins vegar gerður samningur á milli Vegagerðarinnar og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi um sér- og einkaleyfi um almenningssamgöngur á starfsvæði sambandsins. Leitaði sambandið þá eftir tilboðum í sérleið á milli Egilsstaða og Hornafjarðar. Árið 2012 var samið við annað hópbílafyrirtæki sem tók að sér aksturinn. Vildu 300 milljónir vegna ímyndarskaða og framtíðartjóns Sterna og Bílar og fólk héldu hins vegar áfram að auglýsa hringmiðana svokölluðu, sem meðal annars giltu á leiðinni á milli Egilsstaða og Hafnar. Fór það svo að sambandið fór fram á lögbann á akstur félaganna. Ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að akstur félaganna hafi hins vegar ekki bortið gegn sérleyfinu. Lögbannið ættu því ekki rét á sér. Forsvarsmenn félaganna höfðuðu því mál gegn sambandinu vegna málsins. Kröfðust þeir alls greiðslu 589 milljóna króna í skaðabætur, sundurliðað svo: Hagnaðarmissir árið 2012 - 132.600.000 krónur. Hagnaðarmissir árið 2013 - 156.400.000 krónur. Bætur fyrir ímyndarskaða og framtíðartjón - 300.000.000 krónur. Sambandið fór hins vegar fram á það að málinu yrði vísað frá, meðal annars á þeim grundvelli að skaðabótakrafan væri vanreifuð. Félögin hafi ekki sýnt fram á það tjón þeirra væri jafn mikið og haldið var fram. Höfn í HornafirðiStöð 2/Arnar Halldórsson. Í úrskurði Héraðsdóms Austurlands, sem féll á dögunum, segir að félögin tvö hafi ekki lagt fram grundvallargögn úr bókhaldi sínu, þrátt fyrir áskoranir, sem ætla megi að styðja geti við kröfu þeirra og það tjón sem þeir telji sig hafa orðið fyrir. Kröfurnar væru því vanreifaðar og því óhjákvæmilegt að vísa málinu frá. Alls þurfa félögin tvö að greiða sambandinu 1,3 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Samgöngur Dómsmál Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira