Rannsókn á skipulagningu hryðjuverka lokið og boltinn hjá saksóknara Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 16:32 Frá upplýsingafundi lögreglu í september. Vísir/Vilhelm Rannsókn í máli tveggja manna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka er nú lokið og eru gögnin komin til saksóknara sem ákveður næstu skref og hvort ákæra verði gefin út. Mennirnir hafa verið í gæsluvarðhaldi í tíu vikur og verða þar áfram í hið minnsta fram á næstu viku. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu en rannsóknin beindist að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæra verði gefin út og þá hvenær en að sögn Ólafs ætti ekki að líða langur tími þar til saksóknari tekur ákvörðun. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í síðustu viku en þeir höfðu þá þegar verið í varðhaldi í níu vikur. Lögmaður annars mannsins kærði úrskurðinn í síðustu viku til Landsréttar sem síðan staðfesti úrskurðinn, að sögn Ólafs. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald að svo stöddu. Fleiri hafa stöðu sakbornings á mögulegum vopnalagabrotum en saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sagði þá innan við tíu talsins þegar fréttastofa ræddi við hann í síðustu viku. Upp komst um málið um miðjan september eftir upplýsingar um rannsókn sem hafði staðið yfir í nokkrar vikur, og sneri að framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum, leiddi til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Fjórir voru handteknir í sambandi við málið í september í umfangsmiklum aðgerðum víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá lagði lögregla hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Á upplýsingafundi lögreglu eftir að upp komst um málið var vísað til þess að rætt hafi verið um Alþingi og árshátíð lögreglumanna sem möguleg skotmörk. Um miðjan október kom síðan fram í fjölmiðlum að mennirnir hefðu rætt sín á milli að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og sósíalistana Gunnar Smára Egilsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi þingmenn Pírata einnig komið til tals. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við fréttastofu en rannsóknin beindist að brotum á almennum hegningarlögum hvað varðar hryðjuverk og hins vegar brotum á vopnalögum. Ekki liggur fyrir hvort ákæra verði gefin út og þá hvenær en að sögn Ólafs ætti ekki að líða langur tími þar til saksóknari tekur ákvörðun. Mennirnir tveir voru úrskurðaðir í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í síðustu viku en þeir höfðu þá þegar verið í varðhaldi í níu vikur. Lögmaður annars mannsins kærði úrskurðinn í síðustu viku til Landsréttar sem síðan staðfesti úrskurðinn, að sögn Ólafs. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald að svo stöddu. Fleiri hafa stöðu sakbornings á mögulegum vopnalagabrotum en saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara sagði þá innan við tíu talsins þegar fréttastofa ræddi við hann í síðustu viku. Upp komst um málið um miðjan september eftir upplýsingar um rannsókn sem hafði staðið yfir í nokkrar vikur, og sneri að framleiðslu vopna með þrívíddarprenturum, leiddi til gruns um að í undirbúningi væru árásir gegn borgurum ríkisins og stofnunum þess. Fjórir voru handteknir í sambandi við málið í september í umfangsmiklum aðgerðum víða á höfuðborgarsvæðinu. Þá lagði lögregla hald á tugi af skotvopnum, hálfsjálfvirkum þar á meðal, ásamt þúsundum af skotfærum. Á upplýsingafundi lögreglu eftir að upp komst um málið var vísað til þess að rætt hafi verið um Alþingi og árshátíð lögreglumanna sem möguleg skotmörk. Um miðjan október kom síðan fram í fjölmiðlum að mennirnir hefðu rætt sín á milli að myrða Guðlaug Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og sósíalistana Gunnar Smára Egilsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þá hafi þingmenn Pírata einnig komið til tals.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05 Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51 Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður Fleiri fréttir Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Sjá meira
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. 24. nóvember 2022 21:55
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. 18. október 2022 13:05
Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Mennirnir fjórir sem grunaðir eru um að hafa haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi voru allir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri en refsing fyrir hryðjuverk er allt að lífstíðarfangelsi. Að sögn lögreglu má ætla að möguleg árás hefði beinst gegn Alþingi eða jafnvel lögreglu. Tengsl við erlend öfgasamtök eru til skoðunar. 22. september 2022 16:51
Grunaðir um að undirbúa hryðjuverk Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglu grunar að mennirnir hafi haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. 22. september 2022 15:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent