Réðst á konu með öxi fyrir framan grunnskóla Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2022 17:39 Árásin fór fram fyrir framan Dalskóla í Úlfársdal. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi verið að sækja börnin sín í skólann þegar árásin átti sér stað. Dalskóli Maður réðst á fyrrverandi konu sína með öxi fyrir framan Dalskóla seinni partinn í gær. Mörg vitni urðu að árásinni, þar á meðal börn. Konan var flutt á spítala, talsvert slösuð en er ekki talin í lífshættu. Lögreglan hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum. Margeir Sveinsson staðfestir í samtali við fréttastofu að öxi hafi verið beitt við árásina. Hann segist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um líðan konunnar en telur að hún sé ekki í lífshættu. Hann segir lögregluna hafa óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum. Lögregla var með mikinn viðbúnað við Dalskóla í gær. Fjölmörg vitni voru að árásinni.Vísir/Vilhelm Sögusagnir um skotárás fóru á flug Skólastjóri Dalskóla, Helena Katrín Hjaltadóttir, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband vegna málsins og vísaði í tölvupóst sem hún sendi foreldrum fyrr í dag. Í póstinum, sem fréttastofa hefur undir höndum segir meðal annars: „Kæru foreldrar og forráðamenn. Nú er ljóst að atvik sem átti sér stað framan við Dalskóla seinni partinn i gær, beindist ekki gegn nemendum, starfsfólki eda skólanum sjálfum. Lögregla telur að um einangrað tilvik sé að ræða og er ekki talin hætta á ferðum. Vegna sögusagna viljum við árétta að ekki var um skotárás að ræða. Starfsfólk Úlfabyggðar brást hárrétt við í flóknum aðstæðum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Við munum, eins og ávallt, gera allt til að tryggja öryggi nemenda okkar. Atvikið snertir tvö börn í skólanum og viljum við biðja foreldra að sýna nærgætni í umræðu um málið.“ Þá tekur hún fram að all nokkrir foreldrar og börn hafi orðið vitni að atvikinu. Verður boðið upp á samtal við skólasálfræðing og félagsráðgjafa í skólanum á morgun fyrir þá foreldra sem vilja nýta sér það. Lögreglumál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Margeir Sveinsson staðfestir í samtali við fréttastofu að öxi hafi verið beitt við árásina. Hann segist ekki hafa nákvæmar upplýsingar um líðan konunnar en telur að hún sé ekki í lífshættu. Hann segir lögregluna hafa óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum. Lögregla var með mikinn viðbúnað við Dalskóla í gær. Fjölmörg vitni voru að árásinni.Vísir/Vilhelm Sögusagnir um skotárás fóru á flug Skólastjóri Dalskóla, Helena Katrín Hjaltadóttir, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband vegna málsins og vísaði í tölvupóst sem hún sendi foreldrum fyrr í dag. Í póstinum, sem fréttastofa hefur undir höndum segir meðal annars: „Kæru foreldrar og forráðamenn. Nú er ljóst að atvik sem átti sér stað framan við Dalskóla seinni partinn i gær, beindist ekki gegn nemendum, starfsfólki eda skólanum sjálfum. Lögregla telur að um einangrað tilvik sé að ræða og er ekki talin hætta á ferðum. Vegna sögusagna viljum við árétta að ekki var um skotárás að ræða. Starfsfólk Úlfabyggðar brást hárrétt við í flóknum aðstæðum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Við munum, eins og ávallt, gera allt til að tryggja öryggi nemenda okkar. Atvikið snertir tvö börn í skólanum og viljum við biðja foreldra að sýna nærgætni í umræðu um málið.“ Þá tekur hún fram að all nokkrir foreldrar og börn hafi orðið vitni að atvikinu. Verður boðið upp á samtal við skólasálfræðing og félagsráðgjafa í skólanum á morgun fyrir þá foreldra sem vilja nýta sér það.
Lögreglumál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira