Brjálað að gera í des? Friðrik Agni Árnason skrifar 1. desember 2022 08:30 Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Jól Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Jólavísan um Jólastressið verður ekki of oft kveðin. Já hittumst áður en allt verður svo brjálað í des! Hve oft hef ég heyrt eitthvað í þessum dúr undanfarið, nú eða sagt sjálfur. Ég velti því fyrir mér hvað þetta þýðir. Þetta er því skrifað til míns sjálfs og til ykkar sem tengja. Erum við bara búin að hnoða saman árinu og pakka því niður í lok nóvember? Hlaupum svo um í móðu eins og hauslausir kjúklingar í des og ætlumst til að finna frið og ró þarna rétt kl. 18 á aðfangadag? Svo bara púff, komið nýtt ár og allir ætla að verða besta útgáfan af sér. Þetta er svo bogið. Nú hugsar hinu vöknuðu einstaklingar að þeir taki nú alls ekki þátt í þessu desemberstressi og eru í blússandi ró og núvitund á tánnum að búa til heimagerðar grænar gjafir fyrir alla. En fæstir eru þar. Við erum flest meðlimir í hinu tilbúna samfélagi. Það er ekkert alslæmt. En það er bara erfitt að finna milliveginn stundum í að vera þátttakandi í hamstrahjólamaraþoni samfélagsins og að vera samkvæmur sjálfum sér og sínum mörkum á sama tíma. Maður vill vera með en ekki á kostnað andlegrar heilsu. Desember er alltaf settur einhvern veginn út fyrir. Það er búið að hrúga inn einhverjum fjárhags- og félagslegum kvöðum á fólk sem það eltist við að uppfylla. Það á allt að gerast í desember og gera það vel. Kaupa fallegt skraut, kaupa þær gjafir sem fólk hefur gefið í skyn að það langi í, hafa hreint, fara á tónleika, fara í klippingu, fara í boð, baka, elda (jafnvel veiða í matinn), heiðra hefðir, fara í kirkjugarðinn (jafnvel messu), vera fyrirmyndar fjölskylduelskandi manneskja. Og ekki má gleyma að hlaða upp allavega einni mynd þar sem allir eru sætir eða í vel stíliseruðum jólapeysum á samfélagsmiðla. Þetta er svona málið í desember. Allavega í kringum mig. Kannski lifi ég í einhverjum sér heimi. Heimi hinna markaðssettu jóla. En jólalaga textar ýta jafnvel undir þetta. Hver þekkir ekki: Fyrir jól, fyrir jól förum við á flakk því við ÞURFUM að gera svo ótalmargt. (Frábært lag notabene). En semsagt, það er brjálað að gera í des. Og við ÞURFUM. Ég velti því fyrir mér, hvað af þessu VILJUM við gera? Sem betur fer hefur það færst í aukana að fólk er farið að spyrja sig meira að því almennt. Ekki bara á jólunum. Sumir hafa samt lært það á erfiða mátann eða með því að klessa á vegg og vera neyddir til þess að minnka við dagskránna sína. Ég er einn af þeim. Mig langar bara að vera barn í desember. Ég er mikill desember maður og á afmæli á aðfangadag. Þetta er mánuður bernskuminninga fyrir mig. Ég vil baða frá mér smá af ábyrgðinni og leyfa mér að leika meira. Ég vil hafa allt morandi í jólaskrauti og snjó. Ég vil hlusta á klassísk jólalög og horfa á þessar klassísku jólamyndir. Ég vil knúsa vini mína, manninn minn og fjölskylduna. Vera í kringum það fólk sem fær mig til að hlæja. Vera í náttfötum í heilan dag. Mig langar að gleðja fólk með samverustundum eða gjöfum þó ég hugsi reyndar lítið um gjafirnar. Það er alveg gaman að gefa og þiggja en aðallega er gaman að vera með fólkinu sínu. Er þetta ekki í grunninn það? Það er ekkert stressandi við það. Þegar klukkan er sex á aðfangadagskvöldi koma jólin. Þau koma. Þau koma hvort sem þú ert með rykug gólf eða ekki. Kirkjuklukkurnar hringja inn hátíð sem stendur yfir í þónokkuð marga daga. Þannig að þó þú nærð ekki að knúsa alla á aðfangadag þá hefur þú þrettán daga til að eltast við knúsin og samverustundirnar sem þú þráir að eiga. Best væri auðvitað að dreifa knúsum og stundum jafnt yfir allt árið. Hvað LANGAR þig til þess að gera yfir jólahátíðina? Þetta eru þín jól og þó að þú hafir eitthvað ákveðið hlutverk þá máttu samt draga línur og þú mátt eiga notaleg jól. Höfundur er þjálfari og athafnamaður.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun