Rýnt í upphaf innrásarinnar: Rússar komust nær sigri en flestir átta sig á Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2022 11:49 Frá bænum Irpin, skammt frá Kænugarði. Rússar urðu fyrir gífurlegu mannfalli í bænum en stórskotalið Úkraínumanna lék Rússa grátt í upphafi innrásarinnar. Getty/Laurel Chor Þótt eldflaugar eins og Javelin og NLAW, sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum, nytu mikillar athygli og bakhjarlar Úkraínu sendu slík vopn þangað í massavís, var það hið hefðbundna stórskotalið sem gerði Úkraínumönnum kleift að verja Kænugarð í upphafi innrásar Rússa í febrúar og mars. Um tíma voru tólf rússneskir hermenn á móti hverjum úkraínskum hermanni á svæðinu. Tvö stórfylki [Brigade] stórskotaliðs eru sögð hafa valdið gífurlegum skaða á innrásarliði Rússa, þegar rússneskir hermenn misstu skriðþunga sinn, lentu í vandræðum með birgðir og sátu fastir norður af Kænugarði. Úkraínumenn hafa burði til að vinna stríðið gegn Rússum en til þess þarf ríkið stuðning og sömuleiðis þarf harða bardaga til að sigra Rússa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Skýrslan byggir meðal annars á gögnum frá herforingjaráði Úkraínu og leynilegum gögnum. Ætluðu að vinna á tíu dögum RUSI segir að Rússar hafi ætlað sér að sigra Úkraínu á tíu dögum, hernema landið og innlima það í rússneska sambandsríkið fyrir ágúst. Þetta ætluðu Rússar að gera með því að beita hraða og í senn afvegaleiða Úkraínumenn svo þeir héldu úkraínska hernum í austurhluta landsins. Það heppnaðist að mestu leyti og leiddi til þess að Rússar voru með mikla yfirburði við Kænugarð í upphafi innrásarinnar. Leyndarhjúpur Rússa yfir áætlun þeirra hafði þó ýmiss vandræði fyrir rússneska hermenn í för með sér. Áætlunin var unnin af æðstu mönnum leyniþjónusta Rússlands og nánustu samstarfsmanna Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands og hófst hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu strax í mars 2021. Þá um sumarið var Leyniþjónustu Rússlands (FSB) gert að semja áætlun um hernám Úkraínu og fól það meðal annars í sér greiningu á pólitísku andrúmslofti landsins. Taldi rússneska herinn til jafns við her Bandaríkjanna Samkvæmt RUSI sýndu þær niðurstöður Rússa fram á að almenningur í Úkraínu bæri lítið traust til pólitískra leiðtoga landsins og hefði ekki mikla trú á því að stríð við Rússland væri í vændum. Þá voru forsvarsmenn rússneska hersins sannfærðir um að þeir gætu auðveldlega sigrað Úkraínumenn enda hefði rússneski herinn gengist í gegnum mikla nútímavæðingu síðasta áratuginn. Haft er eftir Valery Geraismov, formanni herforingjaráðs Rússlands, að hann leiddi næst öflugasta her heimsins en hann er einnig sagður hafa sagt breskum herforingjum að rússneski herinn væri jafn öflugur her Bandaríkjanna. Áætlun Rússa sneri í grófum dráttum að því að gera Úkraínumönnum erfitt með að verja sig með umfangsmiklum loftárásum í upphafi innrásarinnar, festa bróðurpart úkraínska hersins á Donbas-svæðinu svokallaða og á sama tíma gera hraða sókn að Kænugarði og fella ríkisstjórn landsins og einnig sækja hratt fram frá Krímskaga í suðri. Til þessa þurftu Rússar að gera innrás í Úkraínu úr nokkrum áttum, eins og sjá má á meðfylgjandi korti RUSI. Kort sem sýnir upprunalega innrás Rússa í Úkraínu. Rússum mistókst meðal annars að taka Kænugarð og Kharkív í norðri en í suðri voru þeir stöðvaðir við Mykolaív.RUSI Auk þess að vanmeta baráttuvilja úkraínsks almennings vanmátu Rússar einnig baráttuvilja úkraínskra hermanna. Í upphafi innrásarinnar fengu nánast allir herforingjar Úkraínu persónuleg skilaboð frá rússneskum herforingjum þar sem þeir voru hvattir til að gefast upp. Rússar sögðust ekki ætla að skaða Úkraínumenn. Aðrir lægra settir yfirmenn í úkraínska hernum fengu einnig skilaboð í síma sína þar sem þeir voru hvattir til að leggja niður vopn. Þegar rússneskir hermenn mættu á svæðið norður af Kænugarði voru þeir með lista frá leyniþjónustum Rússlands. Á þeim listum voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn, voru pyntaðir og teknir af lífi en þar á meðal voru sjálfboðaliðar í úkraínska hernum og óbreyttir borgarar grunaðir um að aðstoða herinn. Leyndin komin niður á innrásinni Sérfræðingar RUSI segja að Rússar hafi komist nær því að ná markmiðum sínum en flestir geri sér grein fyrir. Það hafi þó komið niður á framkvæmd innrásarinnar hve fáir komu að skipulagningu hennar og það að af þeim sem komu að undirbúningi hennar hafi flestir ekki vitað hver markmiðin væru. Þegar áætlunin gekk ekki eftir, höfðu hermennirnir ekki næga þekkingu á henni til að gera breytingar og bregðast við breyttum aðstæðum. Það veitti Úkraínumönnum tíma til að byggja upp sveitir sínar á svæðinu og herja á Rússa, með þeim afleiðingum að þeir hörfuðu frá svæðinu við Kænugarð í mars eftir gífurlegt mannfall. Hér má sjá greiningu RUSI varðandi það hve nærri kænugarði rússneskar hersveitir voru komnar þann 21. mars, þegar ákvörðun var tekin um að hörfa af svæðinu.RUSI Í kjölfar þess drógu Rússar úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum skrefum og enduðu á því að leggja mesta áherslu á Donbas-svæðið í austurhluta Úkraínu og suðurhluta landsins. Sjá einnig: Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Sérfræðingar RUSI segja að þó að Úkraínumönnum hafi vegnað vel á vígvöllunum gegn Rússum, hafi þeir ekki náð frumkvæðinu í átökunum fyrr en vopnasendingar frá Vesturlöndum gerðu þeim kleift að gera árásir á birgðanet Rússa. Er þar verið að vísa til HIMARS-eldflaugakerfa sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað gegn Rússum með miklum árangri. Þurfa að gera endurbætur Í skýrslu hugveitunnar segir að geta rússneska hersins hafi reynst mun minni en gert hafi verið ráð fyrir áður en innrásin hófst. Vopnakerfi Rússa hafi þó reynst áreiðanleg og RUSI segir að vel þjálfuðum herdeildum Rússa hafi vegnað mjög vel í Úkraínu. Rússar eru sagðir þurfa að gera nokkrar endurbætur á hernum í framtíðinni. Þar á meðal er að bæta stjórnskipan hersins og sömuleiðis bæta þjálfun millistjórnenda og auka samheldni. Þá segir í skýrslu RUSI að rússneski herinn sé viðkvæmur gagnvart blekkingum, vegna slæms upplýsingaflæðis og menningar þar sem ekki er hefð fyrir því að andmæla yfirmönnum eða veita þeim upplýsingar sem þá skortir. Þar að auki er rússneski herinn sagður slæmur í því að greina óvini frá vinum og mismunandi deildir geti lítið unnið saman. Mikilvægt að dreifa hergögnum RUSI segir einnig í skýrslunni að Atlantshafsbandalagið megi draga lærdóm af stríðinu í Úkraínu og þá sérstaklega það að notkun stýriflauga og langdrægra eldflauga sýni að dreifa þurfi hergögnum eins og skotfærum, herþotum og loftvarnarkerfum. Úkraínumenn eru sagðir hafa komist hjá því að missa þessi vopn sín með því að dreifa hergögnum úr vopnabúri þeirra strax í upphafi innrásarinnar. Í byrjun mars, áður en Rússar hörfuðu frá Kænugarði, voru úkraínskir hermenn að undirbúa sig fyrir bardaga í höfuðborginni.Getty/Murat Saka Hugveitan segir einnig að nákvæmni vopna skipti miklu máli. Ekki bara þegar kemur að því hversu miklum skaða hægt sé að valda með vopnum heldur einnig með tilliti til birgðastöðu herja. Með því að tryggja mikla nákvæmni sé mun minni þörf á endurteknum birgðaflutningum og það gerir flutning herdeilda sömuleiðis auðveldari og geri þeim þar með auðveldara að komast undan árásum óvina. Þá kemur fram í skýrslunni að líklega búi ekkert ríki NATO, nema mögulega Bandaríkin, yfir nægilegum birgðum á skotfærum og framleiðslugetu til að búa til meiri skotfæri, ef til stórrar styrjaldar kæmi. Þetta væri mikið vandamál sem þyrfti að leiðrétta. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Drónar gífurlega mikilvægir Að endingu segir í skýrslu RUSI að innrás Rússa í Úkraínu hafi sýnt fram á það að notkun dróna sé gífurlega mikilvæg og það eigi við allar herdeildir. Drónar veiti herjum meiri yfirsýn yfir stöðu þeirra en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa notað hefðbundna og ódýra dróna í massavís til að finna óvini sína. Drónar hafa einnig verið notaðir til að leiðrétta stórskotaliðsárásir í rauntíma og til að varpa breyttum hand- og jarðsprengjum á hermenn í skotgröfum. RUSI segir reynslu Úkraínumanna sýna fram á að um níutíu prósent allra dróna tapist og því sé nauðsynlegt að þeir séu ódýrir og einfaldir. Þjálfa þurfi herdeildir til að nota slíka dróna til að finna óvini og gera árásir á þá. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bretland NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 „Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Tvö stórfylki [Brigade] stórskotaliðs eru sögð hafa valdið gífurlegum skaða á innrásarliði Rússa, þegar rússneskir hermenn misstu skriðþunga sinn, lentu í vandræðum með birgðir og sátu fastir norður af Kænugarði. Úkraínumenn hafa burði til að vinna stríðið gegn Rússum en til þess þarf ríkið stuðning og sömuleiðis þarf harða bardaga til að sigra Rússa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu bresku hugveitunnar Royal United Services Institute (RUSI) sem er elsta hugveita heims sem fjallar um hernað og varnarmál. Skýrslan byggir meðal annars á gögnum frá herforingjaráði Úkraínu og leynilegum gögnum. Ætluðu að vinna á tíu dögum RUSI segir að Rússar hafi ætlað sér að sigra Úkraínu á tíu dögum, hernema landið og innlima það í rússneska sambandsríkið fyrir ágúst. Þetta ætluðu Rússar að gera með því að beita hraða og í senn afvegaleiða Úkraínumenn svo þeir héldu úkraínska hernum í austurhluta landsins. Það heppnaðist að mestu leyti og leiddi til þess að Rússar voru með mikla yfirburði við Kænugarð í upphafi innrásarinnar. Leyndarhjúpur Rússa yfir áætlun þeirra hafði þó ýmiss vandræði fyrir rússneska hermenn í för með sér. Áætlunin var unnin af æðstu mönnum leyniþjónusta Rússlands og nánustu samstarfsmanna Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands og hófst hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu strax í mars 2021. Þá um sumarið var Leyniþjónustu Rússlands (FSB) gert að semja áætlun um hernám Úkraínu og fól það meðal annars í sér greiningu á pólitísku andrúmslofti landsins. Taldi rússneska herinn til jafns við her Bandaríkjanna Samkvæmt RUSI sýndu þær niðurstöður Rússa fram á að almenningur í Úkraínu bæri lítið traust til pólitískra leiðtoga landsins og hefði ekki mikla trú á því að stríð við Rússland væri í vændum. Þá voru forsvarsmenn rússneska hersins sannfærðir um að þeir gætu auðveldlega sigrað Úkraínumenn enda hefði rússneski herinn gengist í gegnum mikla nútímavæðingu síðasta áratuginn. Haft er eftir Valery Geraismov, formanni herforingjaráðs Rússlands, að hann leiddi næst öflugasta her heimsins en hann er einnig sagður hafa sagt breskum herforingjum að rússneski herinn væri jafn öflugur her Bandaríkjanna. Áætlun Rússa sneri í grófum dráttum að því að gera Úkraínumönnum erfitt með að verja sig með umfangsmiklum loftárásum í upphafi innrásarinnar, festa bróðurpart úkraínska hersins á Donbas-svæðinu svokallaða og á sama tíma gera hraða sókn að Kænugarði og fella ríkisstjórn landsins og einnig sækja hratt fram frá Krímskaga í suðri. Til þessa þurftu Rússar að gera innrás í Úkraínu úr nokkrum áttum, eins og sjá má á meðfylgjandi korti RUSI. Kort sem sýnir upprunalega innrás Rússa í Úkraínu. Rússum mistókst meðal annars að taka Kænugarð og Kharkív í norðri en í suðri voru þeir stöðvaðir við Mykolaív.RUSI Auk þess að vanmeta baráttuvilja úkraínsks almennings vanmátu Rússar einnig baráttuvilja úkraínskra hermanna. Í upphafi innrásarinnar fengu nánast allir herforingjar Úkraínu persónuleg skilaboð frá rússneskum herforingjum þar sem þeir voru hvattir til að gefast upp. Rússar sögðust ekki ætla að skaða Úkraínumenn. Aðrir lægra settir yfirmenn í úkraínska hernum fengu einnig skilaboð í síma sína þar sem þeir voru hvattir til að leggja niður vopn. Þegar rússneskir hermenn mættu á svæðið norður af Kænugarði voru þeir með lista frá leyniþjónustum Rússlands. Á þeim listum voru nöfn fólks sem talið var geta ógnað Rússum. Þeir sem voru taldir vera ógn, voru pyntaðir og teknir af lífi en þar á meðal voru sjálfboðaliðar í úkraínska hernum og óbreyttir borgarar grunaðir um að aðstoða herinn. Leyndin komin niður á innrásinni Sérfræðingar RUSI segja að Rússar hafi komist nær því að ná markmiðum sínum en flestir geri sér grein fyrir. Það hafi þó komið niður á framkvæmd innrásarinnar hve fáir komu að skipulagningu hennar og það að af þeim sem komu að undirbúningi hennar hafi flestir ekki vitað hver markmiðin væru. Þegar áætlunin gekk ekki eftir, höfðu hermennirnir ekki næga þekkingu á henni til að gera breytingar og bregðast við breyttum aðstæðum. Það veitti Úkraínumönnum tíma til að byggja upp sveitir sínar á svæðinu og herja á Rússa, með þeim afleiðingum að þeir hörfuðu frá svæðinu við Kænugarð í mars eftir gífurlegt mannfall. Hér má sjá greiningu RUSI varðandi það hve nærri kænugarði rússneskar hersveitir voru komnar þann 21. mars, þegar ákvörðun var tekin um að hörfa af svæðinu.RUSI Í kjölfar þess drógu Rússar úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum skrefum og enduðu á því að leggja mesta áherslu á Donbas-svæðið í austurhluta Úkraínu og suðurhluta landsins. Sjá einnig: Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Sérfræðingar RUSI segja að þó að Úkraínumönnum hafi vegnað vel á vígvöllunum gegn Rússum, hafi þeir ekki náð frumkvæðinu í átökunum fyrr en vopnasendingar frá Vesturlöndum gerðu þeim kleift að gera árásir á birgðanet Rússa. Er þar verið að vísa til HIMARS-eldflaugakerfa sem Úkraínumenn eru sagðir hafa notað gegn Rússum með miklum árangri. Þurfa að gera endurbætur Í skýrslu hugveitunnar segir að geta rússneska hersins hafi reynst mun minni en gert hafi verið ráð fyrir áður en innrásin hófst. Vopnakerfi Rússa hafi þó reynst áreiðanleg og RUSI segir að vel þjálfuðum herdeildum Rússa hafi vegnað mjög vel í Úkraínu. Rússar eru sagðir þurfa að gera nokkrar endurbætur á hernum í framtíðinni. Þar á meðal er að bæta stjórnskipan hersins og sömuleiðis bæta þjálfun millistjórnenda og auka samheldni. Þá segir í skýrslu RUSI að rússneski herinn sé viðkvæmur gagnvart blekkingum, vegna slæms upplýsingaflæðis og menningar þar sem ekki er hefð fyrir því að andmæla yfirmönnum eða veita þeim upplýsingar sem þá skortir. Þar að auki er rússneski herinn sagður slæmur í því að greina óvini frá vinum og mismunandi deildir geti lítið unnið saman. Mikilvægt að dreifa hergögnum RUSI segir einnig í skýrslunni að Atlantshafsbandalagið megi draga lærdóm af stríðinu í Úkraínu og þá sérstaklega það að notkun stýriflauga og langdrægra eldflauga sýni að dreifa þurfi hergögnum eins og skotfærum, herþotum og loftvarnarkerfum. Úkraínumenn eru sagðir hafa komist hjá því að missa þessi vopn sín með því að dreifa hergögnum úr vopnabúri þeirra strax í upphafi innrásarinnar. Í byrjun mars, áður en Rússar hörfuðu frá Kænugarði, voru úkraínskir hermenn að undirbúa sig fyrir bardaga í höfuðborginni.Getty/Murat Saka Hugveitan segir einnig að nákvæmni vopna skipti miklu máli. Ekki bara þegar kemur að því hversu miklum skaða hægt sé að valda með vopnum heldur einnig með tilliti til birgðastöðu herja. Með því að tryggja mikla nákvæmni sé mun minni þörf á endurteknum birgðaflutningum og það gerir flutning herdeilda sömuleiðis auðveldari og geri þeim þar með auðveldara að komast undan árásum óvina. Þá kemur fram í skýrslunni að líklega búi ekkert ríki NATO, nema mögulega Bandaríkin, yfir nægilegum birgðum á skotfærum og framleiðslugetu til að búa til meiri skotfæri, ef til stórrar styrjaldar kæmi. Þetta væri mikið vandamál sem þyrfti að leiðrétta. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Drónar gífurlega mikilvægir Að endingu segir í skýrslu RUSI að innrás Rússa í Úkraínu hafi sýnt fram á það að notkun dróna sé gífurlega mikilvæg og það eigi við allar herdeildir. Drónar veiti herjum meiri yfirsýn yfir stöðu þeirra en bæði Rússar og Úkraínumenn hafa notað hefðbundna og ódýra dróna í massavís til að finna óvini sína. Drónar hafa einnig verið notaðir til að leiðrétta stórskotaliðsárásir í rauntíma og til að varpa breyttum hand- og jarðsprengjum á hermenn í skotgröfum. RUSI segir reynslu Úkraínumanna sýna fram á að um níutíu prósent allra dróna tapist og því sé nauðsynlegt að þeir séu ódýrir og einfaldir. Þjálfa þurfi herdeildir til að nota slíka dróna til að finna óvini og gera árásir á þá.
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Bretland NATO Fréttaskýringar Tengdar fréttir Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55 Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25 Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00 „Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Þrjár bréfsprengjur á Spáni á einum sólarhring Bréfsprengjur hafa verið sendar á þrjá staði á Spáni síðasta sólarhringinn, nú síðast til herflugvallar þaðan sem fylgst er með gervihnöttum. Starfsmaður úkraínska sendiráðsins í Madrid særðist lítillega þegar bréfsprengja sprakk þar í gær. 1. desember 2022 08:55
Sex milljónir án rafmagns á fyrsta degi vetrar Úkraínumenn halda fyrsta vetrardag hátíðlegan í dag, fyrsta desember. 1. desember 2022 07:25
Pyntingar á pyntingar ofan Rúmum tveimur vikum eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson-borg og vesturbakka Dniproár fer frásögnum af pyntingum og öðrum ódæðum rússneskra hermanna í héraðinu fjölgandi. Minnst fimm staðir hafa fundist í borginni og fjórir aðrir á svæðinu þar sem íbúar segja að þeir hafi verið yfirheyrðir, pyntaðir, þeim hafi verið misþyrmt og hótað lífláti. 29. nóvember 2022 23:00
„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“ Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort. 29. nóvember 2022 07:45