Samfylkingin rifti leigusamningi vegna ónothæfs eldhúss Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. desember 2022 11:52 Hörður Oddfríðarson var formaður Fulltrúaráðs Samfylkingarinnar þegar málið kom upp. Sigfús Ómar Höskuldsson er formaður ráðsins í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Fulltrúaráð Samfylkingarinnar til að greiða Sjónveri ehf. gjaldfallna leigu fyrir einn mánuð en ekki sex eins og upprunalegur leigusamningur kvað á um. Fulltrúaráðið hafði gert tímabundinn leigusamning í mars 2021 vegna húsnæðis við Skipholt sem nýta átti sem kosningaskrifstofu. Ráðið rifti hins vegar samningnum átta dögum eftir afhendingu vegna forsendubrests. Ástæðan var ónothæft eldhús. Ágreiningurinn snerist um hvort Fulltrúaráðið væri skuldbundið samkvæmt leigusamningi að greiða Sjónveri vanngoldna leigu til sex mánaða. Forsaga málsins er sú að í lok mars 2021 tók Fulltrúaráðið á leigu 315 fermetra atvinnuhúsnæði að Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt samningi var um að ræða tímabundna leigu frá 31. mars 2021 til 1. október sama ár. Leiguverðið var samkvæmt samningnum 600.000 krónur á mánuði og skyldi greiðast fyrsta hvers mánaðar, og þá var krafist 1.200.000 króna tryggingagreiðslu áður en húsnæðið yrði afhent. Leigusamningurinn var undirritaður og húsnæðið afhent 31. mars 2021.Fulltrúaráðið greiddi hins vegar ekki trygginguna né greiddi leigu á gjalddaga 1.apríl 2021 eða síðar, heldur lýsti yfir riftun samningsins 8 dögum eftir að húsnæðið var afhent. Forsenda að hægt væri að bjóða veitingar Fyrir dómi sagðist Fulltrúaráðið hafa verið að leita að leiguhúsnæði sem nýta átti sem kosningaskrifstofu fyrir komandi kosningar snemma árs 2021. Nýta hafi átt húsnæðið annars vegar undir vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, skrifstofur og úthringiver, og hins vegar til þess að hýsa fundi og samkomur vegna kosningabaráttunnar, þar sem boðið yrði upp á veitingar. Ráðið sagðist hafa verið að leita að auðu húsnæði þar sem áður hefði verið veitingarekstur og hafi forsenda leigunnar verið sú að unnt yrði að undirbúa og bjóða fram veitingar í húsnæðinu. Fulltrúaráðið hélt því fram að við skoðun á húsnæðinu þann 5.mars 2021 hafi verið rafmagnslaust og sérstaklega hafi verið dimmt í eldhúsi, en fullyrt hefði verið við skoðun að eldhúsið væri tilbúið til notkunarog að eldhúsaðstaðan væri fullnægjandi. Ráðið taldi því að þar væru nauðsynleg tæki og tól til veitingarekstrar og tók þá ákvörðun um að leigja húsnæðið undir kosningaskrifstofu sína. Fulltrúaráðið lýsti því fyrir dómnum að ljóst hefði verið við afhendingu á húsnæðinu að eldhúsaðstaða þess væri með öllu ófullnægjandi og í ósamræmi við yfirlýsingar af hálfu Sjónvers fyrir og við samningsgerðina. Forsendur að baki samningnum hafi því verið brostnar og ómögulegt að nýta húsnæðið undir kosningaskrifstofu. Leigusamningum hafi því verið rift með formlegum hætti og lyklum skilað þann 8. apríl 2021. Ráðið sagðist ekki hafa fengið nein viðbrögð við riftuninni, en henni var komið til Sjónvers þann 9. apríl 2021 fyrir milligöngu leigumiðlara. Sjónver hélt því hins vegar fram fyrir dómi að leiguhúsnæðið hefði verið afhent í umsömdu ástandi og í fullu samræmi við leigusamning. Skilyrði til riftunar af hálfu Fulltrúaráðsins hafi því ekki verið uppfyllt og riftun verið óheimil og ólögmæt. Fulltrúaráðið hélt því hins vegar fram að riftunin á leigusamningnum hefði verið réttmæt og nauðsynleg vegna verulegra vanefnda Sjónvers, sem hefðu falist í slæmu og raunar ónothæfu ástandi eldhúss fasteignarinnar. Samningur ekki talinn ósanngjarn Leigumiðlari sem bar vitni fyrir dómi sagðist hafa fengið þær upplýsingar að tilgangur Fulltrúaráðsins væri að leigja húsnæðið fyrir kosningaskrifstofu þar sem hægt væri í mesta lagi að bjóða súpu og kaffi. Legið hefði fyrir að húsnæðið þyrfti að þrífa og að eldhúsið væri í óviðunandi ástandi. Leigumiðlarinn kvaðst hafa upplýst um að ekki væri fyrir hendi aðstaða til að hita súpu og kaffi og fulltrúi Fulltrúaráðsins hefði sagt að Fulltrúaráðið tæki að sér að bæta þar úr. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Fulltrúaráðinu hefði mátt vera ljóst að við samningsgerð að úrbóta í eldhúsi var þörf og að Sjónver myndi ekki bæta þar úr. Dómurinn féllst ekki á það að samningurinn væri ósanngjarn eða að á honum væru annmarkar. Var það niðurstaða héraðsdóms að Fulltrúaráðið skyldi einungis greiða Sjónveri gjaldfallna leigu fyrir aprílmánuð 2021 ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga. Dómur Héraðsdóms í heild sinni. Dómsmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Fulltrúaráðið hafði gert tímabundinn leigusamning í mars 2021 vegna húsnæðis við Skipholt sem nýta átti sem kosningaskrifstofu. Ráðið rifti hins vegar samningnum átta dögum eftir afhendingu vegna forsendubrests. Ástæðan var ónothæft eldhús. Ágreiningurinn snerist um hvort Fulltrúaráðið væri skuldbundið samkvæmt leigusamningi að greiða Sjónveri vanngoldna leigu til sex mánaða. Forsaga málsins er sú að í lok mars 2021 tók Fulltrúaráðið á leigu 315 fermetra atvinnuhúsnæði að Skipholti í Reykjavík. Samkvæmt samningi var um að ræða tímabundna leigu frá 31. mars 2021 til 1. október sama ár. Leiguverðið var samkvæmt samningnum 600.000 krónur á mánuði og skyldi greiðast fyrsta hvers mánaðar, og þá var krafist 1.200.000 króna tryggingagreiðslu áður en húsnæðið yrði afhent. Leigusamningurinn var undirritaður og húsnæðið afhent 31. mars 2021.Fulltrúaráðið greiddi hins vegar ekki trygginguna né greiddi leigu á gjalddaga 1.apríl 2021 eða síðar, heldur lýsti yfir riftun samningsins 8 dögum eftir að húsnæðið var afhent. Forsenda að hægt væri að bjóða veitingar Fyrir dómi sagðist Fulltrúaráðið hafa verið að leita að leiguhúsnæði sem nýta átti sem kosningaskrifstofu fyrir komandi kosningar snemma árs 2021. Nýta hafi átt húsnæðið annars vegar undir vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn, skrifstofur og úthringiver, og hins vegar til þess að hýsa fundi og samkomur vegna kosningabaráttunnar, þar sem boðið yrði upp á veitingar. Ráðið sagðist hafa verið að leita að auðu húsnæði þar sem áður hefði verið veitingarekstur og hafi forsenda leigunnar verið sú að unnt yrði að undirbúa og bjóða fram veitingar í húsnæðinu. Fulltrúaráðið hélt því fram að við skoðun á húsnæðinu þann 5.mars 2021 hafi verið rafmagnslaust og sérstaklega hafi verið dimmt í eldhúsi, en fullyrt hefði verið við skoðun að eldhúsið væri tilbúið til notkunarog að eldhúsaðstaðan væri fullnægjandi. Ráðið taldi því að þar væru nauðsynleg tæki og tól til veitingarekstrar og tók þá ákvörðun um að leigja húsnæðið undir kosningaskrifstofu sína. Fulltrúaráðið lýsti því fyrir dómnum að ljóst hefði verið við afhendingu á húsnæðinu að eldhúsaðstaða þess væri með öllu ófullnægjandi og í ósamræmi við yfirlýsingar af hálfu Sjónvers fyrir og við samningsgerðina. Forsendur að baki samningnum hafi því verið brostnar og ómögulegt að nýta húsnæðið undir kosningaskrifstofu. Leigusamningum hafi því verið rift með formlegum hætti og lyklum skilað þann 8. apríl 2021. Ráðið sagðist ekki hafa fengið nein viðbrögð við riftuninni, en henni var komið til Sjónvers þann 9. apríl 2021 fyrir milligöngu leigumiðlara. Sjónver hélt því hins vegar fram fyrir dómi að leiguhúsnæðið hefði verið afhent í umsömdu ástandi og í fullu samræmi við leigusamning. Skilyrði til riftunar af hálfu Fulltrúaráðsins hafi því ekki verið uppfyllt og riftun verið óheimil og ólögmæt. Fulltrúaráðið hélt því hins vegar fram að riftunin á leigusamningnum hefði verið réttmæt og nauðsynleg vegna verulegra vanefnda Sjónvers, sem hefðu falist í slæmu og raunar ónothæfu ástandi eldhúss fasteignarinnar. Samningur ekki talinn ósanngjarn Leigumiðlari sem bar vitni fyrir dómi sagðist hafa fengið þær upplýsingar að tilgangur Fulltrúaráðsins væri að leigja húsnæðið fyrir kosningaskrifstofu þar sem hægt væri í mesta lagi að bjóða súpu og kaffi. Legið hefði fyrir að húsnæðið þyrfti að þrífa og að eldhúsið væri í óviðunandi ástandi. Leigumiðlarinn kvaðst hafa upplýst um að ekki væri fyrir hendi aðstaða til að hita súpu og kaffi og fulltrúi Fulltrúaráðsins hefði sagt að Fulltrúaráðið tæki að sér að bæta þar úr. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að Fulltrúaráðinu hefði mátt vera ljóst að við samningsgerð að úrbóta í eldhúsi var þörf og að Sjónver myndi ekki bæta þar úr. Dómurinn féllst ekki á það að samningurinn væri ósanngjarn eða að á honum væru annmarkar. Var það niðurstaða héraðsdóms að Fulltrúaráðið skyldi einungis greiða Sjónveri gjaldfallna leigu fyrir aprílmánuð 2021 ásamt dráttarvöxtum frá gjalddaga. Dómur Héraðsdóms í heild sinni.
Dómsmál Samfylkingin Reykjavík Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira