Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Siggeir Ævarsson skrifar 1. desember 2022 21:36 Lárus og Þórsliðið mátti þola skell gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. „Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
„Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Ármann - Keflavík | Kokhraustir gestir í Höllinni Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Grindavík - KR | Taplaus lið takast á Njarðvík - Tindastóll | Heldur flug Stólanna áfram? Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira