Segir að leikmenn KR þoli ekki Jordan Semple Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2022 09:01 Jordan Semple ku ekki vera vinsæll í Vesturbænum. vísir/bára Brynjar Þór Björnsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að leikmönnum KR líki ekki vel við Jordan Semple. Frakkinn hafði sig ekki mikið í frammi þegar KR tapaði fyrir ÍR, 88-95, í fallbaráttuslag á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Semple skoraði þó fimmtán stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. „Þetta er kannski eitt af vandamálum KR-liðsins er að ég held að þeim finnist hann (SEmple) ekki skemmtilegur, líki ekki vel við hann. Og ef þér líkar ekki vel við einhvern ertu að fara að gefa á hann?“ sagði Brynjar í Subway Körfuboltakvöldi í fyrradag. „Þetta er bara snjóbolti. Honum líkar ekki við aðra og gefur ekki boltann á ákveðna leikmenn.“ Brynjar segir ekkert vafamál að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk og samheldnin ekki mikil. „Það sést bara á liðinu. Þeir eru bara með tólf stoðsendingar og þar af eru bakverðirnir með fjórar. Fyrir leikmenn sem eru með boltann nánast allan tímann er það hræðilegt,“ sagði Brynjar. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Jordan Semple Hann segir nauðsynlegt að leikmenn láti sér lynda við samherja sína og þekkir það af reynslu. „Þú verður að geta átt í mannlegum samskiptum við liðsfélagana. Sögurnar sem maður hefur heyrt eru ekki góðar. Við fórum í gegnum það í fyrra þegar við fengum Isiah Martenson sem var alveg stórkostlegt eintak en mjög skrítinn og stórfurðulegur karakter. Við reyndum allavega en síðan var þetta ekki hægt lengur,“ sagði Brynjar. „Þú ert í til að hafa gaman og njóta leiksins og augnabliksins en vandamálið í körfunni er að við erum með málaliða. Þetta eru bara málaliðar sem fá skítalaun og þegar þeir smella ekki saman, sérstaklega eins og núna þegar KR er með fjóra útlendinga, verður þetta þurrt og leiðinlegt.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01 Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30 Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Frakkinn hafði sig ekki mikið í frammi þegar KR tapaði fyrir ÍR, 88-95, í fallbaráttuslag á Meistaravöllum á fimmtudaginn. Semple skoraði þó fimmtán stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. „Þetta er kannski eitt af vandamálum KR-liðsins er að ég held að þeim finnist hann (SEmple) ekki skemmtilegur, líki ekki vel við hann. Og ef þér líkar ekki vel við einhvern ertu að fara að gefa á hann?“ sagði Brynjar í Subway Körfuboltakvöldi í fyrradag. „Þetta er bara snjóbolti. Honum líkar ekki við aðra og gefur ekki boltann á ákveðna leikmenn.“ Brynjar segir ekkert vafamál að liðsheildin hjá KR sé ekki sterk og samheldnin ekki mikil. „Það sést bara á liðinu. Þeir eru bara með tólf stoðsendingar og þar af eru bakverðirnir með fjórar. Fyrir leikmenn sem eru með boltann nánast allan tímann er það hræðilegt,“ sagði Brynjar. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Jordan Semple Hann segir nauðsynlegt að leikmenn láti sér lynda við samherja sína og þekkir það af reynslu. „Þú verður að geta átt í mannlegum samskiptum við liðsfélagana. Sögurnar sem maður hefur heyrt eru ekki góðar. Við fórum í gegnum það í fyrra þegar við fengum Isiah Martenson sem var alveg stórkostlegt eintak en mjög skrítinn og stórfurðulegur karakter. Við reyndum allavega en síðan var þetta ekki hægt lengur,“ sagði Brynjar. „Þú ert í til að hafa gaman og njóta leiksins og augnabliksins en vandamálið í körfunni er að við erum með málaliða. Þetta eru bara málaliðar sem fá skítalaun og þegar þeir smella ekki saman, sérstaklega eins og núna þegar KR er með fjóra útlendinga, verður þetta þurrt og leiðinlegt.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01 Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30 Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
„Dómarar elska að taka ástríðuna úr leiknum“ Brynjar Þór Björnsson var allt annað en ánægður með tæknivillur sem dæmdar voru á Pétur Rúnar Birgisson, leikmann Tindastóls, í leik gegn Haukum í Subway-deildinni. Brynjar Þór vill að leikmenn fái að sýna meiri tilfinningar inni á vellinum. 3. desember 2022 11:01
Martin um slæma stöðu KR: „Þetta reddast“ KR-ingurinn Martin Hermannsson er viss um að „þetta reddist.“ Hér er „þetta“ notað yfir skelfilegt gengi KR til þessa í Subway deild karla í körfubolta. 2. desember 2022 23:30
Helgi Már: Ég held bara áfram að sinna mínu starfi þangað til einhver lætur mig vita annað Þjálfari KR, Helgi Már Magnússon, var allt annað en sáttur eftir tap í botnslag áttundu umferðar Subway deildar karla í kvöld. „Svekkelsi, ömurlegt að tapa,“ sagði Helgi Már við Vísi eftir leik. 1. desember 2022 23:00