„Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. desember 2022 22:45 Hörður Axel Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkurkvenna. vísir/bára Það brá skiljanlega ekki fyrir brosi á vörum Harðar Axels Vilhjálmssonar, þjálfara liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, eftir að lið hans beið sinn fyrsta ósigur á þessari leiktíð gegn Val. Aðspurður um hvað klikkaði í leik hans liðs var fyrsta svarið: „Við byrjuðum rosalega flatar.“ Hann lagði þó áherslu að Keflvíkingar hefðu mætt hörkuliði sem hefði hitt á mjög góðan dag hjá sér á meðan hans lið hefði ekki hitt á sinn besta dag. „Hvað klikkaði og ekki klikkaði. Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur. Þetta var hörkugott lið í dag sem voru bara betri.“ Hörður var ekki sammála því að hittni hans liðs í þessum leik hefði verið verri en áður vegna góðs varnarleiks Valsara: „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi frekar segja að við höfum fundið þau skot sem viljum vera að fá frá mörgum af okkar leikmönnum. Þannig er bara körfubolti. Stundum fer boltinn ekki ofan í körfuna. En að sama skapi fannst mér varnarleikurinn slakari en sóknarleikurinn.“ Hann vildi þó ekki einblína á að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik: „Ég vil bara bæta allt.“ Hann lagði sérstaka áherslu á að Keflavíkurliðið yrði að fylgja þeim áherslum sem hefðu gefist svo vel fram að þessum leik: „Að við erum að gera þetta allar saman. Við erum ekki að hnoðast eitthvað og leikmenn sem vilja taka allan heiminn á herðar sér og vilja bjarga heiminum sjálfar. Við viljum gera þetta saman og það er lykillinn að því sem við erum að byggja upp sem mér fannst við fara svolítið frá í dag.“ Að lokum neitaði Hörður því alfarið að værukærð hefði komið upp í hópnum eftir sigurgönguna á þessu tímabili. Valsliðið væri með besta „Kana“ síðustu 5-6 ára í deildinni og með 4 landsliðsmenn: „Við skulum líka aðeins horfa á þetta raunsætt. Við erum með eina landsliðsstelpu, einn Bosman og einn Kana. Við þurfum aðeins að setja þetta í samhengi. Við erum búin að spila vel en við erum ekki að fara að vinna hvern einasta leik í vetur.“ Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Aðspurður um hvað klikkaði í leik hans liðs var fyrsta svarið: „Við byrjuðum rosalega flatar.“ Hann lagði þó áherslu að Keflvíkingar hefðu mætt hörkuliði sem hefði hitt á mjög góðan dag hjá sér á meðan hans lið hefði ekki hitt á sinn besta dag. „Hvað klikkaði og ekki klikkaði. Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur. Þetta var hörkugott lið í dag sem voru bara betri.“ Hörður var ekki sammála því að hittni hans liðs í þessum leik hefði verið verri en áður vegna góðs varnarleiks Valsara: „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi frekar segja að við höfum fundið þau skot sem viljum vera að fá frá mörgum af okkar leikmönnum. Þannig er bara körfubolti. Stundum fer boltinn ekki ofan í körfuna. En að sama skapi fannst mér varnarleikurinn slakari en sóknarleikurinn.“ Hann vildi þó ekki einblína á að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik: „Ég vil bara bæta allt.“ Hann lagði sérstaka áherslu á að Keflavíkurliðið yrði að fylgja þeim áherslum sem hefðu gefist svo vel fram að þessum leik: „Að við erum að gera þetta allar saman. Við erum ekki að hnoðast eitthvað og leikmenn sem vilja taka allan heiminn á herðar sér og vilja bjarga heiminum sjálfar. Við viljum gera þetta saman og það er lykillinn að því sem við erum að byggja upp sem mér fannst við fara svolítið frá í dag.“ Að lokum neitaði Hörður því alfarið að værukærð hefði komið upp í hópnum eftir sigurgönguna á þessu tímabili. Valsliðið væri með besta „Kana“ síðustu 5-6 ára í deildinni og með 4 landsliðsmenn: „Við skulum líka aðeins horfa á þetta raunsætt. Við erum með eina landsliðsstelpu, einn Bosman og einn Kana. Við þurfum aðeins að setja þetta í samhengi. Við erum búin að spila vel en við erum ekki að fara að vinna hvern einasta leik í vetur.“
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31