„Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur“ Jakob Snævar Ólafsson skrifar 4. desember 2022 22:45 Hörður Axel Vilhjálmsson er þjálfari Keflavíkurkvenna. vísir/bára Það brá skiljanlega ekki fyrir brosi á vörum Harðar Axels Vilhjálmssonar, þjálfara liðs Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, eftir að lið hans beið sinn fyrsta ósigur á þessari leiktíð gegn Val. Aðspurður um hvað klikkaði í leik hans liðs var fyrsta svarið: „Við byrjuðum rosalega flatar.“ Hann lagði þó áherslu að Keflvíkingar hefðu mætt hörkuliði sem hefði hitt á mjög góðan dag hjá sér á meðan hans lið hefði ekki hitt á sinn besta dag. „Hvað klikkaði og ekki klikkaði. Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur. Þetta var hörkugott lið í dag sem voru bara betri.“ Hörður var ekki sammála því að hittni hans liðs í þessum leik hefði verið verri en áður vegna góðs varnarleiks Valsara: „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi frekar segja að við höfum fundið þau skot sem viljum vera að fá frá mörgum af okkar leikmönnum. Þannig er bara körfubolti. Stundum fer boltinn ekki ofan í körfuna. En að sama skapi fannst mér varnarleikurinn slakari en sóknarleikurinn.“ Hann vildi þó ekki einblína á að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik: „Ég vil bara bæta allt.“ Hann lagði sérstaka áherslu á að Keflavíkurliðið yrði að fylgja þeim áherslum sem hefðu gefist svo vel fram að þessum leik: „Að við erum að gera þetta allar saman. Við erum ekki að hnoðast eitthvað og leikmenn sem vilja taka allan heiminn á herðar sér og vilja bjarga heiminum sjálfar. Við viljum gera þetta saman og það er lykillinn að því sem við erum að byggja upp sem mér fannst við fara svolítið frá í dag.“ Að lokum neitaði Hörður því alfarið að værukærð hefði komið upp í hópnum eftir sigurgönguna á þessu tímabili. Valsliðið væri með besta „Kana“ síðustu 5-6 ára í deildinni og með 4 landsliðsmenn: „Við skulum líka aðeins horfa á þetta raunsætt. Við erum með eina landsliðsstelpu, einn Bosman og einn Kana. Við þurfum aðeins að setja þetta í samhengi. Við erum búin að spila vel en við erum ekki að fara að vinna hvern einasta leik í vetur.“ Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Aðspurður um hvað klikkaði í leik hans liðs var fyrsta svarið: „Við byrjuðum rosalega flatar.“ Hann lagði þó áherslu að Keflvíkingar hefðu mætt hörkuliði sem hefði hitt á mjög góðan dag hjá sér á meðan hans lið hefði ekki hitt á sinn besta dag. „Hvað klikkaði og ekki klikkaði. Við vorum aldrei að fara að búast við því að vinna alla leiki í vetur. Þetta var hörkugott lið í dag sem voru bara betri.“ Hörður var ekki sammála því að hittni hans liðs í þessum leik hefði verið verri en áður vegna góðs varnarleiks Valsara: „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég myndi frekar segja að við höfum fundið þau skot sem viljum vera að fá frá mörgum af okkar leikmönnum. Þannig er bara körfubolti. Stundum fer boltinn ekki ofan í körfuna. En að sama skapi fannst mér varnarleikurinn slakari en sóknarleikurinn.“ Hann vildi þó ekki einblína á að bæta varnarleikinn fyrir næsta leik: „Ég vil bara bæta allt.“ Hann lagði sérstaka áherslu á að Keflavíkurliðið yrði að fylgja þeim áherslum sem hefðu gefist svo vel fram að þessum leik: „Að við erum að gera þetta allar saman. Við erum ekki að hnoðast eitthvað og leikmenn sem vilja taka allan heiminn á herðar sér og vilja bjarga heiminum sjálfar. Við viljum gera þetta saman og það er lykillinn að því sem við erum að byggja upp sem mér fannst við fara svolítið frá í dag.“ Að lokum neitaði Hörður því alfarið að værukærð hefði komið upp í hópnum eftir sigurgönguna á þessu tímabili. Valsliðið væri með besta „Kana“ síðustu 5-6 ára í deildinni og með 4 landsliðsmenn: „Við skulum líka aðeins horfa á þetta raunsætt. Við erum með eina landsliðsstelpu, einn Bosman og einn Kana. Við þurfum aðeins að setja þetta í samhengi. Við erum búin að spila vel en við erum ekki að fara að vinna hvern einasta leik í vetur.“
Keflavík ÍF Subway-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 75-84 | Valskonur fyrstar til að leggja Keflavík að velli Sigurganga Keflavíkurkvenna í Subway deildinni var stöðvuð í kvöld. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi. 4. desember 2022 22:31