Sat um konu sem hann sagði „hafa svikið sig um kynlíf“ Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2022 08:57 Dómari mat það svo að svo einbeittur hafi brotavilji mannsins verið, að hann setti sig aftur í samband við konuna, aðeins tíu dögum eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu hjá lögreglu um að hafa ekkert samband við brotaþola næstu tólf mánuði. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi og greiðslu bóta fyrir umsáturseinelti með því að hafa endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við konu sem var fyrrverandi vinnufélagi hans, á um hálfs árs tímabili 2021. Í ákæru segir að maðurinn hafi hótað og fylgst með konunni, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum vefsíðuna bland.is. Þá hafi hann fylgst með henni meðal annars fyrir utan heimili hennar. Maðurinn hélt því margítrekað fram við konuna að hún hafi svikið sig um kynlíf og að hún ætti því meðal annars að „hafa vit á að vera annars staðar en hann það sem eftir [sé], að hún væri ómerkileg, að hún væri lygin, að hún væri heppin að hann væri bara reiður, að hún ætti eftir að sjá eftir því alla ævi að hafa svikið hann,“ að því er segir í ákæru. Þá segir í ákæru að maðurinn hafi reynt að fá konuna til að bæta fyrir það sem hann hélt fram að væru svik. Taldi konuna „skulda sér kynlíf“ Konan lagði fram kæru til lögreglunnar á Suðurnesjum í september 2021 þar sem hún óskaði eftir nálgunarbanni. Segir í dómi að þau hafi hafið vinskap fyrir rúmum tveimur árum, áramótin 2018/2019, og það hafi þróast út í einhvers konar daður. Fram kemur að þau hafi átt sameiginlegan vin og öll þrjú unnið á sama vinnustað. Konunni hafi þótt málið óþægilegt, sérstaklega eftir að hún komst að því að maðurinn ætti konu og börn og hætti hún samskiptum við manninn á vordögum 2020. Um ári síðar hafi maðurinn svo haft samband við hana í gegnum síðuna Bland og tölvupósti og rukkað hana um kynlíf sem maðurinn hafi talið konuna skulda sér. Segir í framburði konunnar að hún hafi ítrekað beðið manninn um að láta sig í friði, en án árangurs. Maðurinn samþykkti að beitt yrði vægara úrræði en nálgunarbanni, svokallaðri „Selfossleið“, sem felur í sér að meintur sakborningur skrifar undir yfirlýsingu um að ekkert samband verði haft við brotaþola í allt að tólf mánuði frá undirritun. Héraðsdómur ReykjanessVísir/Vilhelm „Ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aftur“ Fram kemur að í málinu liggi meðal annars fyrir fjórtán tölvupóstar og ein skilaboð á bland.is frá manninum til konunnar á um hálfs árs tímabili 2021 og fjórir tölvupóstar frá konunni til mannsins sem hún svarar manninum á þriggja daga tímabili á vorið 2021. Flest skilaboðin fjölluðu um að konan hafi lofað manninum kynlífi og svikið það loforð en það hafi hún ekki haft heimild til að gera. Þá kom í nokkrum skilaboðum einnig fram að konan gæti losnað við manninn með því að efna það loforð. Þá er konan ásökuð um að vera lygin og ómerkileg auk fleiri ásakana. „Er best fyrir þig að hafa vit á því að vera einhversstaðar allt annarstaðar en ég er það sem eftir er og ég ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aftur,“ sagði í einum skilaboðum mannsins til konunnar. „Þú átt heldur betur eftir að sjá eftir því alla ævi að svíkja mig. Ég geri hvað sem er fyrir vini mína. En ef ég er illa svikinn er það ekki aftur tekið. Þú hefur samt enn tækifæri á að bæta fyrir svikin og þetta rugl sem þú bjóst til er endanlega úr sögunni. Það veist þú vel,“ stóð í öðrum. Neitaði sök og sagði ekki um hótanir að ræða Maðurinn neitaði sök í málinu en í framburði hans kvaðst hann hafa verið ósáttur með hvernig samskipti hans og konunnar hafi endað og fundist hann illa svikinn. Maðurinn sagði það vera „mjög rangt að halda því til streitu að innheimta kynlíf sem hann hafi talið sig eiga rétt á en hann hafi verið svo reiður.“ Vildi hann ennfremur meina að ekki hafi falist hótanir í skeytasendingum hans til konunnar. Olli hræðslu og kvíða Í niðurstöðukafla dómsins segir að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá konunni, en maðurinn á jafnframt að hafa ekið ítrekað framhjá heimili konunnar. Hann var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Er það mat dómara að skilaboð mannsins hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá konunni, auk þess að fela í sér friðhelgisbrot. „Svo einbeittur var brotavilji ákærða að hann setti sig enn og aftur í samband við brotaþola, aðeins tíu dögum eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu hjá lögreglu um að hafa ekkert samband við brotaþola næstu 12 mánuði,“ segir í dómnum. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en skal fresta fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Manninum er jafnframt gert að greiða konunni 600 þúsund krónur í bætur, auk alls sakarkostnaðar, alls 1,8 milljónir króna. Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira
Í ákæru segir að maðurinn hafi hótað og fylgst með konunni, bæði með tölvupóstum og skilaboðum í gegnum vefsíðuna bland.is. Þá hafi hann fylgst með henni meðal annars fyrir utan heimili hennar. Maðurinn hélt því margítrekað fram við konuna að hún hafi svikið sig um kynlíf og að hún ætti því meðal annars að „hafa vit á að vera annars staðar en hann það sem eftir [sé], að hún væri ómerkileg, að hún væri lygin, að hún væri heppin að hann væri bara reiður, að hún ætti eftir að sjá eftir því alla ævi að hafa svikið hann,“ að því er segir í ákæru. Þá segir í ákæru að maðurinn hafi reynt að fá konuna til að bæta fyrir það sem hann hélt fram að væru svik. Taldi konuna „skulda sér kynlíf“ Konan lagði fram kæru til lögreglunnar á Suðurnesjum í september 2021 þar sem hún óskaði eftir nálgunarbanni. Segir í dómi að þau hafi hafið vinskap fyrir rúmum tveimur árum, áramótin 2018/2019, og það hafi þróast út í einhvers konar daður. Fram kemur að þau hafi átt sameiginlegan vin og öll þrjú unnið á sama vinnustað. Konunni hafi þótt málið óþægilegt, sérstaklega eftir að hún komst að því að maðurinn ætti konu og börn og hætti hún samskiptum við manninn á vordögum 2020. Um ári síðar hafi maðurinn svo haft samband við hana í gegnum síðuna Bland og tölvupósti og rukkað hana um kynlíf sem maðurinn hafi talið konuna skulda sér. Segir í framburði konunnar að hún hafi ítrekað beðið manninn um að láta sig í friði, en án árangurs. Maðurinn samþykkti að beitt yrði vægara úrræði en nálgunarbanni, svokallaðri „Selfossleið“, sem felur í sér að meintur sakborningur skrifar undir yfirlýsingu um að ekkert samband verði haft við brotaþola í allt að tólf mánuði frá undirritun. Héraðsdómur ReykjanessVísir/Vilhelm „Ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aftur“ Fram kemur að í málinu liggi meðal annars fyrir fjórtán tölvupóstar og ein skilaboð á bland.is frá manninum til konunnar á um hálfs árs tímabili 2021 og fjórir tölvupóstar frá konunni til mannsins sem hún svarar manninum á þriggja daga tímabili á vorið 2021. Flest skilaboðin fjölluðu um að konan hafi lofað manninum kynlífi og svikið það loforð en það hafi hún ekki haft heimild til að gera. Þá kom í nokkrum skilaboðum einnig fram að konan gæti losnað við manninn með því að efna það loforð. Þá er konan ásökuð um að vera lygin og ómerkileg auk fleiri ásakana. „Er best fyrir þig að hafa vit á því að vera einhversstaðar allt annarstaðar en ég er það sem eftir er og ég ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei að sjá þig aftur,“ sagði í einum skilaboðum mannsins til konunnar. „Þú átt heldur betur eftir að sjá eftir því alla ævi að svíkja mig. Ég geri hvað sem er fyrir vini mína. En ef ég er illa svikinn er það ekki aftur tekið. Þú hefur samt enn tækifæri á að bæta fyrir svikin og þetta rugl sem þú bjóst til er endanlega úr sögunni. Það veist þú vel,“ stóð í öðrum. Neitaði sök og sagði ekki um hótanir að ræða Maðurinn neitaði sök í málinu en í framburði hans kvaðst hann hafa verið ósáttur með hvernig samskipti hans og konunnar hafi endað og fundist hann illa svikinn. Maðurinn sagði það vera „mjög rangt að halda því til streitu að innheimta kynlíf sem hann hafi talið sig eiga rétt á en hann hafi verið svo reiður.“ Vildi hann ennfremur meina að ekki hafi falist hótanir í skeytasendingum hans til konunnar. Olli hræðslu og kvíða Í niðurstöðukafla dómsins segir að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá konunni, en maðurinn á jafnframt að hafa ekið ítrekað framhjá heimili konunnar. Hann var þó sýknaður af þeim hluta ákærunnar. Er það mat dómara að skilaboð mannsins hafi verið til þess fallin að valda hræðslu og kvíða hjá konunni, auk þess að fela í sér friðhelgisbrot. „Svo einbeittur var brotavilji ákærða að hann setti sig enn og aftur í samband við brotaþola, aðeins tíu dögum eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu hjá lögreglu um að hafa ekkert samband við brotaþola næstu 12 mánuði,“ segir í dómnum. Maðurinn var dæmdur í tveggja mánaða fangelsi en skal fresta fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð. Manninum er jafnframt gert að greiða konunni 600 þúsund krónur í bætur, auk alls sakarkostnaðar, alls 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja Sjá meira