Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 5. desember 2022 12:44 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands kemur fram að þann 6.desember muni Guðni taka þátt í viðburði í Evrópuráðinu um stafrænt kynbundið ofbeldi. Viðburðurinn er skipulagður af fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu, í tengslum við fund aðildarríkja Istanbúlsamningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Með ráðstefnunni verður í fyrsta sinn leitt saman starf Evrópuráðsins um netglæpi annars vegar og um kynbundið ofbeldi hins vegar. Á viðburðinum verður lögð áhersla á þátt karla og drengja í jafnréttisbaráttu og heldur forseti þar opnunarávarp. Síðdegis 6. desember er Guðna síðan boðið sem heiðursgesti í þjóðhátíðarmóttöku fastanefndar Finnlands í Strassborg og mun hann þar ávarpa samkomuna. Miðvikudaginn 7. desember á Guðni síðan fund með varaframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Björn Berge. Þá fundar hann með aðstoðardómsmálaráðherra Úkraínu um ábyrgðarskyldu vegna glæpa sem framdir hafa verið í innrásinni í Úkraínu. Á hádegi verður forsetinn síðan sérstakur gestur á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins. Þar mun hann ávarpa fundinn og ræða leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í maí 2023 þar sem Ísland verður gestgjafi. Einnig mun hann heimsækja Mannréttindadómstól Evrópu og funda með forseta dómstólsins, Síofra O'Leary. Þá mun Eliza Reid forsetafrú meðal annars taka þátt í viðburði um íslenskar bókmenntir ásamt Einari Kárasyni rithöfundi og opna jólamarkað starfsfólks Evrópuráðsins til styrktar stríðshrjáðu fólki í Úkraínu. Þá sækja forsetahjónin sérstaka sýningu á dönsk-íslensku kvikmyndinni Volaða land fyrir starfsfólk Evrópuráðsins og fastanefndir aðildarríkjanna í Strassborg. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands kemur fram að þann 6.desember muni Guðni taka þátt í viðburði í Evrópuráðinu um stafrænt kynbundið ofbeldi. Viðburðurinn er skipulagður af fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu, í tengslum við fund aðildarríkja Istanbúlsamningsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Með ráðstefnunni verður í fyrsta sinn leitt saman starf Evrópuráðsins um netglæpi annars vegar og um kynbundið ofbeldi hins vegar. Á viðburðinum verður lögð áhersla á þátt karla og drengja í jafnréttisbaráttu og heldur forseti þar opnunarávarp. Síðdegis 6. desember er Guðna síðan boðið sem heiðursgesti í þjóðhátíðarmóttöku fastanefndar Finnlands í Strassborg og mun hann þar ávarpa samkomuna. Miðvikudaginn 7. desember á Guðni síðan fund með varaframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Björn Berge. Þá fundar hann með aðstoðardómsmálaráðherra Úkraínu um ábyrgðarskyldu vegna glæpa sem framdir hafa verið í innrásinni í Úkraínu. Á hádegi verður forsetinn síðan sérstakur gestur á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins. Þar mun hann ávarpa fundinn og ræða leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður í maí 2023 þar sem Ísland verður gestgjafi. Einnig mun hann heimsækja Mannréttindadómstól Evrópu og funda með forseta dómstólsins, Síofra O'Leary. Þá mun Eliza Reid forsetafrú meðal annars taka þátt í viðburði um íslenskar bókmenntir ásamt Einari Kárasyni rithöfundi og opna jólamarkað starfsfólks Evrópuráðsins til styrktar stríðshrjáðu fólki í Úkraínu. Þá sækja forsetahjónin sérstaka sýningu á dönsk-íslensku kvikmyndinni Volaða land fyrir starfsfólk Evrópuráðsins og fastanefndir aðildarríkjanna í Strassborg.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira