Mikið gekk á í leikskólamálum borgarinnar. Borgarráð tefldi fram viðskiptahugmynd vegna mönnunarvandans. Sú féll í grýttan jarðveg. Foreldrar létu í sér heyra vegna svikinna loforða Samfylkingarinnar á sama tíma og mygla greindist að því er virðist úti um allt. Hér er skólavesen ársins 2022.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.