Ekki dauður úr öllum æðum: Sjáðu Tom Brady stýra ótrúlegri endurkomu Tampa Bay Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 11:30 Tom Brady neitar einfaldlega að gefast upp. Kevin Sabitus/Getty Images Hinn 45 ára gamli Tom Brady minnti heldur betur á sig í gærkvöld þegar Tampa Bay Buccaneers risu eins og Fönix úr öskunni í ótrúlegum eins stigs endurkomu sigri á New Orleans Saints í NFL deildinni. Brady og félagar komust yfir með vallarmarki í fyrsta leikhluta en fengu í kjölfarið á sig snertimark og þrjú vallarmörk án þess að svara á hinum enda vallarins. Staðan var 16-3 Saints í vil um miðbik fjórða leikhluta og útlitið orðið heldur dökkt fyrir Buccaneers. Trailing 16-3 with 5:34 remaining in the game, the Buccaneers had just a 0.7% chance of winning.The Buccaneers late-game comeback goes down as the 4th-most improbable of the Next Gen Stats era (since 2016) based on the NGS win probability model.#NOvsTB | Powered by @awscloud pic.twitter.com/9i9GTEqjFW— Next Gen Stats (@NextGenStats) December 6, 2022 Brady henti heilagri Maríu upp í loftið og vonaði það besta. Sendingin endaði ekki hjá samherja en dómarinn veifaði gulu flaggi sínu og brot dæmt á Saints. Refsingin var víti upp á 40 metra sem þýddi að Buccaneers fór úr því að vera við miðlínu vallarins í að vera alveg við endasvæðið. Þá var ekki að spyrja að því, Brady fann Cade Otton og staðan orðin 16-10. Saints tókst ekki að drepa tímann nægilega vel og Brady fékk boltann aftur í hendurnar þegar 50 sekúndur voru eftir. Tampa Bay óð upp völlinn og með þrjár sekúndur eftir á klukkunni negldi Brady boltanum í hendurnar á Rachaad White sem datt inn í endasvæðið og tryggði Buccaneers ótrúlegan endurkomu sigur. With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP— NFL (@NFL) December 6, 2022 Lokatölur 17-10 Buccaneers í vil sem þýðir að Tom Brady hefur nú unnið 249 leiki í NFL deildinni. Tampa Bay er svo áfram á toppi NFC Suður-riðli deildarinnar með sex sigra og sex töp að loknum 12 leikjum. NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Brady og félagar komust yfir með vallarmarki í fyrsta leikhluta en fengu í kjölfarið á sig snertimark og þrjú vallarmörk án þess að svara á hinum enda vallarins. Staðan var 16-3 Saints í vil um miðbik fjórða leikhluta og útlitið orðið heldur dökkt fyrir Buccaneers. Trailing 16-3 with 5:34 remaining in the game, the Buccaneers had just a 0.7% chance of winning.The Buccaneers late-game comeback goes down as the 4th-most improbable of the Next Gen Stats era (since 2016) based on the NGS win probability model.#NOvsTB | Powered by @awscloud pic.twitter.com/9i9GTEqjFW— Next Gen Stats (@NextGenStats) December 6, 2022 Brady henti heilagri Maríu upp í loftið og vonaði það besta. Sendingin endaði ekki hjá samherja en dómarinn veifaði gulu flaggi sínu og brot dæmt á Saints. Refsingin var víti upp á 40 metra sem þýddi að Buccaneers fór úr því að vera við miðlínu vallarins í að vera alveg við endasvæðið. Þá var ekki að spyrja að því, Brady fann Cade Otton og staðan orðin 16-10. Saints tókst ekki að drepa tímann nægilega vel og Brady fékk boltann aftur í hendurnar þegar 50 sekúndur voru eftir. Tampa Bay óð upp völlinn og með þrjár sekúndur eftir á klukkunni negldi Brady boltanum í hendurnar á Rachaad White sem datt inn í endasvæðið og tryggði Buccaneers ótrúlegan endurkomu sigur. With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP— NFL (@NFL) December 6, 2022 Lokatölur 17-10 Buccaneers í vil sem þýðir að Tom Brady hefur nú unnið 249 leiki í NFL deildinni. Tampa Bay er svo áfram á toppi NFC Suður-riðli deildarinnar með sex sigra og sex töp að loknum 12 leikjum.
NFL Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira