Jón Björn ekki vanhæfur til að ræða og greiða atkvæði um eigin ráðningu Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2022 14:48 Jón Björn Hákonarson var endurráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar að loknum sveitarstjórnarkosningunum í maí síðastliðinn. Stöð 2/Einar Árnason Jón Björn Hákonarson, bæjarfulltrúi og bæjarstjóri Fjarðabyggðar, var ekki vanhæfur til að taka þátt í umræðum í bæjarstjórn og greiða atkvæði um ráðningu á sér sjálfum sem bæjarstjóri sveitarfélagsins. Þetta kemur fram í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi septembermánaðar þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið sagði í bréfinu í september að það væri álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, væri heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars segir að að teknu tilliti skýringu við frumvarpi sem síðar varð að sveitarstjórnarlögum og í ljósi röksemda frá umboðsmanni Alþingis í öðru máli, sé það afstaða ráðuneytisins að Jón Björn hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Jón Björn leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn. Hann var endurráðinn bæjarstjóri eftir að fulltrúar Framsóknar og Fjarðalistans höfðu náð samkomulagi um meirihlutamyndun. Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ekki vísbendingar um að málið stangist á við lög Í bréfinu segir að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórna. Því sé ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar að öðru leyti en hér hefur verið gert „Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins,“ segir í bréfinu. Upphaflega var sagt frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðarbyggðarí september. Í fundargerð lýstu fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar yfir undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Svarbréf ráðuneytisins nú er stílað á Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks. Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær. Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi septembermánaðar þar sem óskað var eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið sagði í bréfinu í september að það væri álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, væri heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. Í bréfi innviðaráðuneytisins til Ragnars segir að að teknu tilliti skýringu við frumvarpi sem síðar varð að sveitarstjórnarlögum og í ljósi röksemda frá umboðsmanni Alþingis í öðru máli, sé það afstaða ráðuneytisins að Jón Björn hafi ekki verið vanhæfur til að taka þátt í meðferð og afgreiðslu máls sem laut að ráðningu og kjörum framkvæmdastjóra Fjarðabyggðar, jafnvel þótt sú ráðning hafi varðað hann persónulega og fjárhagslega hagsmuni hans. Jón Björn leiddi lista Framsóknar í kosningunum í maí og kjörinn var í sveitarstjórn. Hann var endurráðinn bæjarstjóri eftir að fulltrúar Framsóknar og Fjarðalistans höfðu náð samkomulagi um meirihlutamyndun. Frá Reyðarfirði.Vísir/Vilhelm Ekki vísbendingar um að málið stangist á við lög Í bréfinu segir að ekki séu uppi vísbendingar um að ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar um ráðningu og ráðningarsamning framkvæmdastjóra sveitarfélagsins stangist á við lög eða samþykkt um stjórn Fjarðabyggðar og fundarsköp bæjarstjórna. Því sé ekki tilefni til að taka lagaleg álitaefni þess til frekari umfjöllunar að öðru leyti en hér hefur verið gert „Er máli þessu því lokið af hálfu innviðaráðuneytisins,“ segir í bréfinu. Upphaflega var sagt frá málinu í fundargerð bæjarstjórnar Fjarðarbyggðarí september. Í fundargerð lýstu fulltrúar Fjarðalistans og Framsóknar yfir undrun sinni á erindi ráðuneytisins sem byggi á nafnlausri ábendingu. Svarbréf ráðuneytisins nú er stílað á Ragnar Sigurðsson, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks.
Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ráðuneytið spyrst fyrir um aðkomu Jóns Björns að ráðningu á sjálfum sér Innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn Fjarðabyggðar erindi í upphafi mánaðar þar sem óskað er eftir umsögn sveitarfélagsins vegna ráðningar Jóns Björn Hákonarsonar í embætti sveitarstjóra í sumar. Ráðuneytið segir það vera álitamál hvort að kjörnum fulltrúum, í þessu tilviki Jóni Birni, sé heimilt að taka til máls á bæjarstjórnarfundi og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi á sjálfur aðild að. 12. september 2022 15:06
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum