Kerfi sem eigi að byggja á samhjálp og samtryggingu standi ekki undir nafni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2022 13:02 Oddný G. Harðardóttir varformaður velferðarnefndar Alþingis segir stöðu Sjúkratrygginga Íslands grafalvarlega og dæmi um vanfjármögnun í heilbrigðiskerfinu. Vísir/Egill Varaformaður velferðarnefndar segir stöðu sjúkratrygginga birtingamynd þess að heilbrigðiskerfið standi ekki undir nafni. Kerfið hafi verið fjársvelt um árabil. Í skýrslu forstjóra stofnunarinnar um stöðuna kemur fram að þó að verkefni hennar hafi aukist margfalt síðustu ár hafi framlög til hennar dregist saman um tugi milljóna miðað við fast verðlag. Oddný Harðardóttir varaformaður velferðarnefndar segir uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga mikið áhyggjuefni. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál og birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum,“ segir hún María Heimisdóttir forstjóri stofnunarinnar hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins en í bréfi hennar til samstarfsmanna í vikunni kom fram að hún gæti ekki borðið ábyrgð á verkefnum stofnunarinnar því hún sé vanfjármögnuð. Hún sendi bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis í haust. Þar benti hún m.a. á að miklar hagræðingaraðgerðir hafi farið þar fram síðustu ár. Á sama tíma hafi verkefni Sjúkratrygginga stóraukist en rekstrarfé á föstu verðlagi dregist saman um tugi milljóna króna. Úr skýrslu Sjúkratrygginga Íslands þar sem kemur fram hvernig fjárframlög til reksturs stofnunarinnar hafa hlutfallslega dregist saman undanfarin ár.Vísir Ríkisendurskoðun gerði einnig miklar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar 2018 og síðan þá hafi verið unnið að því að laga annmarka. Í nýrri skýrslu Ríkiendurskoðunar sem fréttastofa hefur undir höndum kemur svo fram að búið sé að bæta úr þeim að mestu. Heilbrigðisráðherra svaraði því til í fréttum okkar um málið að frá 2017 hafi stofnunin fengið aukin rekstrarframlög um fjögur hundruð milljónir króna. Þá sagðist fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær vera ósammála því að stofnunin sé fjársvelt. Hundrað milljónum hafi verið bætt í reksturinn fyrir næsta ár. Ráðherrann bætti við að uppsögnin væri merki um átök innanhúss og vísaði á heilbrigðisráðherrann í þeim efnum. Oddný segir hins vegar að staðan sé birtingamynd fjársvelts heilbrigðiskerfis. „Það eru ekki nægir fjármunir til að reka stofnunina. Undir eru fullt af samningum við sérfræðilækna og ef það kemur ekki meira fjármagn þá muni það valda miklu tjóni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Við stöndum svolítið frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar og sjúkratryggingakerfið sem á að byggjast á samhjálp og samtryggingu stendur ekki undir nafni,“ segir Oddný að lokum. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Oddný Harðardóttir varaformaður velferðarnefndar segir uppsögn forstjóra Sjúkratrygginga mikið áhyggjuefni. Ég held að þetta sé mjög alvarlegt mál og birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum,“ segir hún María Heimisdóttir forstjóri stofnunarinnar hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins en í bréfi hennar til samstarfsmanna í vikunni kom fram að hún gæti ekki borðið ábyrgð á verkefnum stofnunarinnar því hún sé vanfjármögnuð. Hún sendi bréf fyrir hönd Sjúkratrygginga til fjárlaganefndar Alþingis í haust. Þar benti hún m.a. á að miklar hagræðingaraðgerðir hafi farið þar fram síðustu ár. Á sama tíma hafi verkefni Sjúkratrygginga stóraukist en rekstrarfé á föstu verðlagi dregist saman um tugi milljóna króna. Úr skýrslu Sjúkratrygginga Íslands þar sem kemur fram hvernig fjárframlög til reksturs stofnunarinnar hafa hlutfallslega dregist saman undanfarin ár.Vísir Ríkisendurskoðun gerði einnig miklar athugasemdir við starfsemi stofnunarinnar 2018 og síðan þá hafi verið unnið að því að laga annmarka. Í nýrri skýrslu Ríkiendurskoðunar sem fréttastofa hefur undir höndum kemur svo fram að búið sé að bæta úr þeim að mestu. Heilbrigðisráðherra svaraði því til í fréttum okkar um málið að frá 2017 hafi stofnunin fengið aukin rekstrarframlög um fjögur hundruð milljónir króna. Þá sagðist fjármálaráðherra í fréttum RÚV í gær vera ósammála því að stofnunin sé fjársvelt. Hundrað milljónum hafi verið bætt í reksturinn fyrir næsta ár. Ráðherrann bætti við að uppsögnin væri merki um átök innanhúss og vísaði á heilbrigðisráðherrann í þeim efnum. Oddný segir hins vegar að staðan sé birtingamynd fjársvelts heilbrigðiskerfis. „Það eru ekki nægir fjármunir til að reka stofnunina. Undir eru fullt af samningum við sérfræðilækna og ef það kemur ekki meira fjármagn þá muni það valda miklu tjóni fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu. Við stöndum svolítið frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar og sjúkratryggingakerfið sem á að byggjast á samhjálp og samtryggingu stendur ekki undir nafni,“ segir Oddný að lokum.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00 María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Framlögin tveir milljarðar króna Heilbrigðisráðherra segir framlög til Sjúkratrygginga Íslands hafa aukist á sama tíma og stofnunin hafi aukist að umfangi. Forstjóri Sjúkratrygginga hefur sagt störfum upp þar sem hann telur sig ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar vegna vanfjármögunar. 5. desember 2022 20:00
María segir upp sem forstjóri Sjúkratrygginga María Heimisdóttir hefur sagt upp sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki geta borið ábyrgð á rekstri stofnunarinnar þar sem hún sé vanfjármögnuð. 5. desember 2022 13:12