Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2022 13:13 Hugleikur Dagsson og Ilmur Kristjánsdóttir verða kynnar Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Hörpu. Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. Verðlaunahátíðin er haldin í Berlín Þýskalandi annað hvert ár, en þess á milli í öðrum evrópskum borgum. Íslenska kvikmyndin Leynilögga, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tilnefnd í flokki gamanmynda að þessu sinni. Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki. Í tilkynningu kemur fram að margir þekktir leikstjórarar og leikarar muni sækja landið heim en þá má búast við um sjö hundruð erlendum gestum og um hundrað erlendum blaðamönnum. „Kvikmyndin Triangle of Sadness hefur slegið í gegn hér á landi en sænski leikstjórinn Ruben Östlund er tilnefndur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir kvikmyndina. Með honum í för verða leikararnir Vicki Berlin, Sunnyi Melles og Zlatko Burić sem tilnefndur er sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Að neðan má sjá myndband með íslenskum leikurum og kvikmyndagerðarmönnum þar sem þeir kynna tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Einnig má nefna frönsku leikkonuna Léa Seydoux sem er þekkt fyrir leik sinn í James Bond kvikmyndinni, No Time to Die og kvikmynd Quentin Tarantino, Inglourious Basterds. Hún er nú tilnefnd sem besta evrópska leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni One Fine Morning. Sænska fantasíumyndin Mæri var sýnd hér á landi fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Leikstjóri hennar, Ali Abbassi er tilnefnur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir nýjustu kvikmynd sína Holy Spider. Myndin fjallar um rannsóknarblaðakonu sem fléttast inn í vef raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran, þar sem vændiskonur eru fórnarlömb hrottafenginna árása,“ segir í tilkynnigunni. Margir þekkja frönsku leikkonuna Léa Seydoux úr Bond-myndunum þar sem hún fór með hlutverk Madeleine Swann í Spectre og No Time to Die.EPA Unnsteinn Manúel listrænn stjórnandi Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum en Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi. „Ilmur mun klæðast forláta kjól úr línu Steinunnar Sigurðardóttur frá árinu 2008. Kjólinn er safngripur sem hefur verið sýndur á söfnum víðsvegar um heiminn. Ásamt kjólnum mun Ilmur klæðast slá úr efni sem Guðrún Vigfúsdóttir óf á sjöunda áratugnum en hún rak vefstofu á Ísafirði. Efnið er íslensk ull og sláin hönnuð í sameiningu af barnabarni Guðrúnar, Guðrúnu Sturludóttur og Steinunni Sigurðardóttir. Sænski leikstjórinn Ruben Östlund.EPA Meðal annarra kynna má nefna danska leikarann Nikolaj Coster-Waldau sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og í kvikmyndinni Oblivion. Sinfóníuhljómsveit Íslands, INNI music og GusGus munu sjá um tónlistina á hátíðinni. Evrópska kvikmyndaakademían leitast við að styðja og tengja saman 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Markmiðið er að miðla þekkingu og fræða áhorfendur á öllum aldri um evrópska kvikmyndagerð. Verðlaunin eru þau þekktustu og virtustu í evrópskri kvikmyndagerð og verða í beinni útsendingu í 24 löndum á laugardagskvöldið.“ Íslandsvinir Bíó og sjónvarp Harpa Menning Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember. 9. nóvember 2022 15:57 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Verðlaunahátíðin er haldin í Berlín Þýskalandi annað hvert ár, en þess á milli í öðrum evrópskum borgum. Íslenska kvikmyndin Leynilögga, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tilnefnd í flokki gamanmynda að þessu sinni. Þetta er 35. hátíðin og hafa átta íslenskar myndir og stuttmyndir áður fengið tilnefningu í sögu verðlaunanna. Fyrir tíu árum síðan var gerður sérflokkur fyrir gamanmyndir og er þetta í fyrsta skipti sem íslensk mynd er tilnefnd í þeim flokki. Í tilkynningu kemur fram að margir þekktir leikstjórarar og leikarar muni sækja landið heim en þá má búast við um sjö hundruð erlendum gestum og um hundrað erlendum blaðamönnum. „Kvikmyndin Triangle of Sadness hefur slegið í gegn hér á landi en sænski leikstjórinn Ruben Östlund er tilnefndur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir kvikmyndina. Með honum í för verða leikararnir Vicki Berlin, Sunnyi Melles og Zlatko Burić sem tilnefndur er sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Að neðan má sjá myndband með íslenskum leikurum og kvikmyndagerðarmönnum þar sem þeir kynna tilnefningar til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Einnig má nefna frönsku leikkonuna Léa Seydoux sem er þekkt fyrir leik sinn í James Bond kvikmyndinni, No Time to Die og kvikmynd Quentin Tarantino, Inglourious Basterds. Hún er nú tilnefnd sem besta evrópska leikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni One Fine Morning. Sænska fantasíumyndin Mæri var sýnd hér á landi fyrir nokkrum árum og vakti mikla athygli. Leikstjóri hennar, Ali Abbassi er tilnefnur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir nýjustu kvikmynd sína Holy Spider. Myndin fjallar um rannsóknarblaðakonu sem fléttast inn í vef raðmorðingja í heilögu borginni Mashhad í Íran, þar sem vændiskonur eru fórnarlömb hrottafenginna árása,“ segir í tilkynnigunni. Margir þekkja frönsku leikkonuna Léa Seydoux úr Bond-myndunum þar sem hún fór með hlutverk Madeleine Swann í Spectre og No Time to Die.EPA Unnsteinn Manúel listrænn stjórnandi Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum en Unnsteinn Manúel Stefánsson er listrænn stjórnandi. „Ilmur mun klæðast forláta kjól úr línu Steinunnar Sigurðardóttur frá árinu 2008. Kjólinn er safngripur sem hefur verið sýndur á söfnum víðsvegar um heiminn. Ásamt kjólnum mun Ilmur klæðast slá úr efni sem Guðrún Vigfúsdóttir óf á sjöunda áratugnum en hún rak vefstofu á Ísafirði. Efnið er íslensk ull og sláin hönnuð í sameiningu af barnabarni Guðrúnar, Guðrúnu Sturludóttur og Steinunni Sigurðardóttir. Sænski leikstjórinn Ruben Östlund.EPA Meðal annarra kynna má nefna danska leikarann Nikolaj Coster-Waldau sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones og í kvikmyndinni Oblivion. Sinfóníuhljómsveit Íslands, INNI music og GusGus munu sjá um tónlistina á hátíðinni. Evrópska kvikmyndaakademían leitast við að styðja og tengja saman 4.400 meðlimi sína ásamt því að kynna verk þeirra. Markmiðið er að miðla þekkingu og fræða áhorfendur á öllum aldri um evrópska kvikmyndagerð. Verðlaunin eru þau þekktustu og virtustu í evrópskri kvikmyndagerð og verða í beinni útsendingu í 24 löndum á laugardagskvöldið.“
Íslandsvinir Bíó og sjónvarp Harpa Menning Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember. 9. nóvember 2022 15:57 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi. 2. mars 2022 16:31
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17
Íslenskar stjörnur sáu um að kynna tilnefningar evrópsku stjarnanna Íslenskir leikarar og tónlistarfólk eru í aðalhlutverkum í myndbandi þar sem kynnt er hver eru tilnefnd í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Hátíðin fer sem kunnugt er fram í Hörpu þann 10. desember. 9. nóvember 2022 15:57