Tvöfalda þarf framlag Íslands til þróunarsamvinnu Hópur forsvarsmanna í Frjálsum félagasamtökum í þróunarsamvinnu skrifar 7. desember 2022 14:00 Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þróunarsamvinna Félagasamtök Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu, sem mynda fræðsluvettvanginn Þróunarsamvinna ber ávöxt ásamt Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, telja mikilvægt að stjórnvöld finni leiðir til að markmið um að öll iðnríki, þar með talið Ísland, veiti 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu gangi eftir. Íslensk stjórnvöld hafa um áratuga skeið stutt í orði markmið Sameinuðu þjóðanna en hæst hafa framlög Íslands numið 0,35% af vergum þjóðartekjum og það aðeins í fá skipti. Með hliðsjón af markmiði Sameinuðuþjóðanna og stuðningi Íslands við það markmið til margra áratuga, skora neðangreind félög á löggjafann að tryggja að Ísland nái markmiði sínu um að 0,7% af vergum þjóðartekjum fari í þróunarsamvinnu. Slík samvinna styður fátæk og stríðshrjáð ríki til sjálfshjálpar og til að byggja upp betri lífsskilyrði svo fólk þurfi síður að flýja heimalönd sín. Í því skyni þyrfti að tvöfalda framlag Íslands til þróunarsamvinnu fyrir árið 2023 þannig að það næmi rúmum 23 milljörðum. Í heimi þar sem stöðugt fleiri neyðast til að flýja heimili sín vegna vopnaðra átaka, ofsókna, fátæktar og loftslagsbreytinga ber efnameiri þjóðum að leggja sitt af mörkum til að stuðla að auknu öryggi og velferð jarðarbúa. Neðangreind félög telja tilefni til að fagna auknum fjármunum í þróunarsamvinnu á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Nái Ísland ofangreindum markmiðum sínum myndi það gefa Íslandi sterkari og trúverðugri rödd á alþjóðavettvangi og tilefni til að hvetja aðrar efnameiri þjóðir til að ná einnig ofangreindu markmiði Sameinuðu þjóðanna. Fyrir hönd FFÞ og fræðsluvettvangsins Þróunarsamvinna ber ávöxt, Birna Þórarinsdóttir, UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, Hjálparstarfi kirkjunnar Ellen Calmon, Barnaheill - Save the Children á Íslandi Kristín Hjálmtýsdóttir, Rauða krossi Íslands Hjalti Skaale Glúmsson, ABC Barnahjálp Ragnar Gunnarsson, Kristniboðssambandinu Ragnar Schram, SOS Barnaþorpum Stella Samúelsdóttir, UN Women á Íslandi Valdís Anna Þrastardóttir, Candle Light Foundation Vala Karen Viðarsdóttir, Félagi Sameinuðu þjóðanna á Íslandi
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun